Rússar geti farið heim með skriðdrekana sína óttist þeir um þá Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2023 16:03 Bretar eru að senda Úkraínumönnum bæði Challenger 2 skriðdreka og skotfæri úr rýrðu úrani. EPA/SASCHA STEINBACH John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að ef Rússar óttist um skriðdreka sína í Úkraínu, sé einfalt fyrir þá að keyra skriðdrekana aftur til Rússlands. Ráðamenn í Rússlandi hafa kvartað yfir því að Bretar séu að senda Úkraínumönnum skot úr rýrðu úrani. Slík skotfæri voru hönnuð á tímum kalda stríðsins og þá sérstaklega til að granda skriðdrekum Sovétríkjanna. Rýrt úran er mjög þéttur og þykkur málmur sem gerir hann kjörinn í skot skriðdreka. Það þarf mikið til að stöðva hann og á þeim hraða sem honum er skotið úr fallbyssum skriðdreka, hitnar hann mjög, sem gerir hann enn betri í að fara í gegnum brynvarnir. Rússar hafa brugðist reiðir við en Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði til að mynda að um stigmögnun væri að ræða. Kirby var spurður út í málið á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Hann sagði skotfæri sem þessi hafa verið notuð í áratugi. Rússar væru að reka fleyg í gegnum enn einn strámanninn. „Það sem ég held að sé að gerast hér er að Rússar vilja einfaldlega ekki að Úkraínumenn haldi áfram að granda skriðdrekum þeirra og gera þá óvirka,“ sagði Kirby. Hann bætti við að einföld lausn væri í boði. Rússar gætu flutt skriðdreka sína aftur til Rússlands, frá Úkraínu. Þeir ættu yfir höfuð ekki að vera þar. „Það væri mín ráðlegging ef þeir hafa áhyggjur af skriðdrekunum sínum,“ sagði Kirby. Áhugasamir geta séð tilheyrandi svör Kirbys á blaðamannafundinum í gær í spilaranum hér að neðan. Myndbandið er ekki textað og er töluð enska. Kirby var einnig spurður út í það hvort ríkisstjórnin teldi einhverjar vendingar hafa átt sér stað varðandi þann möguleika að Kínverjar færu að senda vopn til Rússlands. Hann sagði svo ekki vera. Bandaríkjamenn hafa haldið því fram um nokkuð skeið að ráðamenn í Kína hafi íhugað að senda Rússum vopn og skotfæri en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft miklar áhyggjur af því. Bæði Rússar og Úkraínumenn eru sagðir eiga við skort á skotfærum fyrir stórskotalið að etja en slík vopn hafa skipt sköpum í átökunum í Úkraínu. Sérfræðingar eru sammála um það að aðgengi að stórskotaliðsvopnum og skotfærum fyrir þau vopn séu gífurlega stór liður í átökunum og muni skipta sköpum fyrir framvindu stríðsins. Rússar skjóta meira af sprengikúlum en þeir geta framleitt og það sama á við Úkraínumenn og framleiðslugetu bakhjarla þeirra. Ríki Evrópusambandsins eru að leggja mikið kapp í að auka framleiðslu á sprengikúlum. enda hefur stríðið í Úkraínu sýnt fram á verulega vankanta á getu Evrópu til að framleiða hergögn. Það hefur samt reynst erfitt. Europe stands with Ukraine Joint procurement of ammunition project signed by + Fast-track procedure for the procurement of 155mm artillery for #Ukraine to be managed by EDAMore - https://t.co/uW6BAk167v#EUdefence #StandWithUkraine pic.twitter.com/hKJaS1ZeSm— European Defence Agency (@EUDefenceAgency) March 20, 2023 Financial Times sagði frá því nýverið (áskriftarvefur) að þótt ESB dældi peningum í kaup á skotfærum hefði það að mestu leitt til hærra verðs en ekki aukinnar framleiðslu. Það hefur að miklu leyti verið rakið til þess að framleiðendur skotfæra vantar hráefni eins og byssupúður, TNT og annað sem til þarf. Því gæti það reynst mjög erfitt að auka framleiðsluna á skömmum tíma. Einn viðmælandi FT sagði að það myndi líklega taka þrjú ár. Forsvarsmaður eins stærsta skotfæraframleiðenda Spánar sagði að hráefnin skorti vegna þess að allar verksmiðjur heimsins væru keyrðar á fullum afköstum þessa dagana. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bretland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Selenskí þakklátur Íslandi Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. 23. mars 2023 14:32 Myndir af eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús Rússar skutu eldflaug á fjölbýlishús í Zaporizhzhia í Úkraínu í dag. Sprengingin náðist á eftirlitsmyndavél og var mjög kröftug eins og þar sést. 22. mars 2023 20:01 Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. 22. mars 2023 07:11 Fá eldri skriðdreka en fá þá fyrr Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að flýta skriðdrekasendingum til Úkraínu. Í stað þess að senda nýja M1A2 Abrams skriðdreka, sem mun taka allt að tvö ár, stendur til að gera upp og senda eldri týpur. 21. mars 2023 17:09 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Slík skotfæri voru hönnuð á tímum kalda stríðsins og þá sérstaklega til að granda skriðdrekum Sovétríkjanna. Rýrt úran er mjög þéttur og þykkur málmur sem gerir hann kjörinn í skot skriðdreka. Það þarf mikið til að stöðva hann og á þeim hraða sem honum er skotið úr fallbyssum skriðdreka, hitnar hann mjög, sem gerir hann enn betri í að fara í gegnum brynvarnir. Rússar hafa brugðist reiðir við en Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði til að mynda að um stigmögnun væri að ræða. Kirby var spurður út í málið á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Hann sagði skotfæri sem þessi hafa verið notuð í áratugi. Rússar væru að reka fleyg í gegnum enn einn strámanninn. „Það sem ég held að sé að gerast hér er að Rússar vilja einfaldlega ekki að Úkraínumenn haldi áfram að granda skriðdrekum þeirra og gera þá óvirka,“ sagði Kirby. Hann bætti við að einföld lausn væri í boði. Rússar gætu flutt skriðdreka sína aftur til Rússlands, frá Úkraínu. Þeir ættu yfir höfuð ekki að vera þar. „Það væri mín ráðlegging ef þeir hafa áhyggjur af skriðdrekunum sínum,“ sagði Kirby. Áhugasamir geta séð tilheyrandi svör Kirbys á blaðamannafundinum í gær í spilaranum hér að neðan. Myndbandið er ekki textað og er töluð enska. Kirby var einnig spurður út í það hvort ríkisstjórnin teldi einhverjar vendingar hafa átt sér stað varðandi þann möguleika að Kínverjar færu að senda vopn til Rússlands. Hann sagði svo ekki vera. Bandaríkjamenn hafa haldið því fram um nokkuð skeið að ráðamenn í Kína hafi íhugað að senda Rússum vopn og skotfæri en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft miklar áhyggjur af því. Bæði Rússar og Úkraínumenn eru sagðir eiga við skort á skotfærum fyrir stórskotalið að etja en slík vopn hafa skipt sköpum í átökunum í Úkraínu. Sérfræðingar eru sammála um það að aðgengi að stórskotaliðsvopnum og skotfærum fyrir þau vopn séu gífurlega stór liður í átökunum og muni skipta sköpum fyrir framvindu stríðsins. Rússar skjóta meira af sprengikúlum en þeir geta framleitt og það sama á við Úkraínumenn og framleiðslugetu bakhjarla þeirra. Ríki Evrópusambandsins eru að leggja mikið kapp í að auka framleiðslu á sprengikúlum. enda hefur stríðið í Úkraínu sýnt fram á verulega vankanta á getu Evrópu til að framleiða hergögn. Það hefur samt reynst erfitt. Europe stands with Ukraine Joint procurement of ammunition project signed by + Fast-track procedure for the procurement of 155mm artillery for #Ukraine to be managed by EDAMore - https://t.co/uW6BAk167v#EUdefence #StandWithUkraine pic.twitter.com/hKJaS1ZeSm— European Defence Agency (@EUDefenceAgency) March 20, 2023 Financial Times sagði frá því nýverið (áskriftarvefur) að þótt ESB dældi peningum í kaup á skotfærum hefði það að mestu leitt til hærra verðs en ekki aukinnar framleiðslu. Það hefur að miklu leyti verið rakið til þess að framleiðendur skotfæra vantar hráefni eins og byssupúður, TNT og annað sem til þarf. Því gæti það reynst mjög erfitt að auka framleiðsluna á skömmum tíma. Einn viðmælandi FT sagði að það myndi líklega taka þrjú ár. Forsvarsmaður eins stærsta skotfæraframleiðenda Spánar sagði að hráefnin skorti vegna þess að allar verksmiðjur heimsins væru keyrðar á fullum afköstum þessa dagana.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bretland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Selenskí þakklátur Íslandi Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. 23. mars 2023 14:32 Myndir af eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús Rússar skutu eldflaug á fjölbýlishús í Zaporizhzhia í Úkraínu í dag. Sprengingin náðist á eftirlitsmyndavél og var mjög kröftug eins og þar sést. 22. mars 2023 20:01 Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. 22. mars 2023 07:11 Fá eldri skriðdreka en fá þá fyrr Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að flýta skriðdrekasendingum til Úkraínu. Í stað þess að senda nýja M1A2 Abrams skriðdreka, sem mun taka allt að tvö ár, stendur til að gera upp og senda eldri týpur. 21. mars 2023 17:09 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Selenskí þakklátur Íslandi Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. 23. mars 2023 14:32
Myndir af eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús Rússar skutu eldflaug á fjölbýlishús í Zaporizhzhia í Úkraínu í dag. Sprengingin náðist á eftirlitsmyndavél og var mjög kröftug eins og þar sést. 22. mars 2023 20:01
Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. 22. mars 2023 07:11
Fá eldri skriðdreka en fá þá fyrr Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að flýta skriðdrekasendingum til Úkraínu. Í stað þess að senda nýja M1A2 Abrams skriðdreka, sem mun taka allt að tvö ár, stendur til að gera upp og senda eldri týpur. 21. mars 2023 17:09