Skipti engu máli hvort Edda hafi unnið í bakaríi eða banka Bjarki Sigurðsson skrifar 23. mars 2023 18:41 Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, Frosti Logason og Sóley Tómasdóttir. Hildur Lillendahl og Sóley Tómasdóttir segja aðferðir Frosta Logasonar við að reyna að „slaufa“ Eddu Falak illa rökstuddar og ódýrar. Engu máli skipti hvort hún hafi unnið í banka eða bakaríi. Vilja þær að samfélagið læri af reynslunni og hætti að láta „vænisjúka samsæriskenningasmiði“ stjórna samfélagsumræðunni. Í dag birti fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason opið bréf til annars fjölmiðils, Heimildarinnar, hér á Vísi. Í bréfinu eru forsvarsmenn miðilsins beðnir um að svara ásökunum Frosta á hendur Eddu Falak sem starfar hjá Heimildinni. Frosti sakar Eddu meðal annars um að hafa logið til um starfsreynslu sína þegar hún var í viðtölum við fjölmiðla. Með því hafi hún gert jarðveginn fyrir hlaðvarp sitt, Eigin konur, ansi frjóan. Vill Frosti meina að þar sé rætt einhliða við þolendur þar sem búið sé að planta þeirri hugmynd að konur geti ekki sagt ósatt þegar kemur að ofbeldi. Þolandi Frosta er meðal þeirra sem stigið hefur fram í þætti Eddu Falak. Edda Pétursdóttir, sem var í sambandi með Frosta á árunum 2009 til 2012, sakaði Frosta þar um að hafa hótað að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni. Myndböndin hafi verið tekin upp án hennar vitundar. Frosti gekkst seinna meir við hegðuninni og sagði samband þeirra ekki hafa verið heilbrigt og að framkoma þeirra beggja við hvort annað hafi verið langt í frá til fyrirmyndar. „Ég var á mjög vondum stað á þessum tíma. Ég tók sambandsslit okkar mjög nærri mér og í kjölfar þeirra kom hryllilegt tímabil þar sem ég var haldinn þráhyggju og sagði og gerði hluti sem ég sé mikið eftir,“ sagði Frosti í Facebook-færslu um málið. Frosti steig síðan aftur fram í byrjun árs og sagði það hafa verið misskilningur hvaða ásökunum hann hafi gengist við þegar hann birti umrædda færslu. Vill hann meina að hann hafi ekki gengist við öllum ásökununum heldur einungis hluta þeirra. Edda Pétursdóttir sjálf hefur tjáð sig um ásakanir Frosta á hendur nöfnu sinnar í Twitter-færslu. Segist hún þar hafa ráðlagt Eddu Falak að svara Frosta ekki þar sem hann neiti að heyra og meðtaka sannleikann. Ég sagði @eddafalak að svara FL ekki. Ég hef upplifað þetta sjálf frá honum, að vera krafin svara ítrekað. En svörin skiptu ekki máli, hann trúir bara því sem hann vill trúa og krefst ÞESS. Hann neitar alfarið að heyra og meðtaka sannleikann. pic.twitter.com/5CviIeZOWq— Edda Pétursdóttir (@EddaPeturs) March 23, 2023 Í kvöld birtu feminísku aktívistarnir Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Sóley Tómasdóttir pistil þar sem þær segja þetta ekki vera í fyrsta skiptið sem ranghugmyndum samfélagsins um fortíð eða nútíð femínista sé beitt markvisst til þess að draga úr trúverðugleika þeirra og þagga niður í þeim. „Feðraveldið hefur alltaf reynt að spila á femíníska aðferðafræði, notfæra sér þær leiðir sem verið er að fara hverju sinni og skrumskæla þær með einhverjum hætti. Í dag eru gerðar tilraunir til að slaufa femínistum (til baka) fyrir glæpsamlegt athæfi, þó ásakanirnar séu illa rökstuddar, glæpirnir óljósir og jafnvel bara alls ekki til staðar,“ segir í pistlinum. Ýmislegu hægt að breyta Þær segja þessa leið Frosta vera ansi ódýra, enda sé að sjálfsögðu hægt að finna eitthvað hjá öllu fólki sem hægt er að skekkja, ýkja og breyta til þess að búa til hentuga útgáfu af sannleikanum. „Við stöndum í þessum sporum akkúrat núna. Eddu Falak skal refsað, henni skal gert að biðjast afsökunar á tilveru sinni, hún skal leiðrétta einhverjar meintar rangfærslur og útskýra fortíð sína án þess að nokkuð liggi fyrir um hver mistök hennar eru. Hún, sem hefur verið í stafni femínísks aktívisma undanfarin misseri, skuldar allt í einu þjóðinni nákvæmar skýringar á náms- og starfsferli sínum af því að einhver maður með youtube-rás hefur ákveðið að krefjast þess,“ segir í pistlinum. Þær segja að þessu muni ekki ljúka hér þar sem þær hafi það svart á hvítu hvernig Frosti virki. Hann muni ekki hætta þegar afsökunarbeiðni er komin. „Enda er maðurinn ekki drifinn áfram af sannleiksást eða virðingu fyrir vandaðri fjölmiðlun, heldur á hann sér sögu um þráhyggjukennda hegðun í garð kvenna,“ segir í pistlinum. Hafa verið í sömu sporum Þær segjast báðar hafa reynslu af því að fortíð eða nútíð þeirra sé markvisst beitt gegn þeim til að draga úr trúverðugleika þeirra, rétt eins og aðrar konur sem hafa staðið í stafni feminísks aktívisma á Íslandi. „Það hvort Edda Falak vann í banka eða bakaríi skiptir engu andskotans máli. Ef hún beitir eigin hyggjuviti til að frásagnir hennar um kynbundið ofbeldi og áreitni séu ekki rekjanlegar til tiltekinna staða eða manna er hún að tryggja eigið öryggi, ekki að blekkja almenning. Það er hennar skýlausi réttur og það er óþolandi að við þurfum að skrifa blaðagrein til að útskýra það,“ segir í pistlinum. Jafnréttismál Kynferðisofbeldi MeToo Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í dag birti fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason opið bréf til annars fjölmiðils, Heimildarinnar, hér á Vísi. Í bréfinu eru forsvarsmenn miðilsins beðnir um að svara ásökunum Frosta á hendur Eddu Falak sem starfar hjá Heimildinni. Frosti sakar Eddu meðal annars um að hafa logið til um starfsreynslu sína þegar hún var í viðtölum við fjölmiðla. Með því hafi hún gert jarðveginn fyrir hlaðvarp sitt, Eigin konur, ansi frjóan. Vill Frosti meina að þar sé rætt einhliða við þolendur þar sem búið sé að planta þeirri hugmynd að konur geti ekki sagt ósatt þegar kemur að ofbeldi. Þolandi Frosta er meðal þeirra sem stigið hefur fram í þætti Eddu Falak. Edda Pétursdóttir, sem var í sambandi með Frosta á árunum 2009 til 2012, sakaði Frosta þar um að hafa hótað að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni. Myndböndin hafi verið tekin upp án hennar vitundar. Frosti gekkst seinna meir við hegðuninni og sagði samband þeirra ekki hafa verið heilbrigt og að framkoma þeirra beggja við hvort annað hafi verið langt í frá til fyrirmyndar. „Ég var á mjög vondum stað á þessum tíma. Ég tók sambandsslit okkar mjög nærri mér og í kjölfar þeirra kom hryllilegt tímabil þar sem ég var haldinn þráhyggju og sagði og gerði hluti sem ég sé mikið eftir,“ sagði Frosti í Facebook-færslu um málið. Frosti steig síðan aftur fram í byrjun árs og sagði það hafa verið misskilningur hvaða ásökunum hann hafi gengist við þegar hann birti umrædda færslu. Vill hann meina að hann hafi ekki gengist við öllum ásökununum heldur einungis hluta þeirra. Edda Pétursdóttir sjálf hefur tjáð sig um ásakanir Frosta á hendur nöfnu sinnar í Twitter-færslu. Segist hún þar hafa ráðlagt Eddu Falak að svara Frosta ekki þar sem hann neiti að heyra og meðtaka sannleikann. Ég sagði @eddafalak að svara FL ekki. Ég hef upplifað þetta sjálf frá honum, að vera krafin svara ítrekað. En svörin skiptu ekki máli, hann trúir bara því sem hann vill trúa og krefst ÞESS. Hann neitar alfarið að heyra og meðtaka sannleikann. pic.twitter.com/5CviIeZOWq— Edda Pétursdóttir (@EddaPeturs) March 23, 2023 Í kvöld birtu feminísku aktívistarnir Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Sóley Tómasdóttir pistil þar sem þær segja þetta ekki vera í fyrsta skiptið sem ranghugmyndum samfélagsins um fortíð eða nútíð femínista sé beitt markvisst til þess að draga úr trúverðugleika þeirra og þagga niður í þeim. „Feðraveldið hefur alltaf reynt að spila á femíníska aðferðafræði, notfæra sér þær leiðir sem verið er að fara hverju sinni og skrumskæla þær með einhverjum hætti. Í dag eru gerðar tilraunir til að slaufa femínistum (til baka) fyrir glæpsamlegt athæfi, þó ásakanirnar séu illa rökstuddar, glæpirnir óljósir og jafnvel bara alls ekki til staðar,“ segir í pistlinum. Ýmislegu hægt að breyta Þær segja þessa leið Frosta vera ansi ódýra, enda sé að sjálfsögðu hægt að finna eitthvað hjá öllu fólki sem hægt er að skekkja, ýkja og breyta til þess að búa til hentuga útgáfu af sannleikanum. „Við stöndum í þessum sporum akkúrat núna. Eddu Falak skal refsað, henni skal gert að biðjast afsökunar á tilveru sinni, hún skal leiðrétta einhverjar meintar rangfærslur og útskýra fortíð sína án þess að nokkuð liggi fyrir um hver mistök hennar eru. Hún, sem hefur verið í stafni femínísks aktívisma undanfarin misseri, skuldar allt í einu þjóðinni nákvæmar skýringar á náms- og starfsferli sínum af því að einhver maður með youtube-rás hefur ákveðið að krefjast þess,“ segir í pistlinum. Þær segja að þessu muni ekki ljúka hér þar sem þær hafi það svart á hvítu hvernig Frosti virki. Hann muni ekki hætta þegar afsökunarbeiðni er komin. „Enda er maðurinn ekki drifinn áfram af sannleiksást eða virðingu fyrir vandaðri fjölmiðlun, heldur á hann sér sögu um þráhyggjukennda hegðun í garð kvenna,“ segir í pistlinum. Hafa verið í sömu sporum Þær segjast báðar hafa reynslu af því að fortíð eða nútíð þeirra sé markvisst beitt gegn þeim til að draga úr trúverðugleika þeirra, rétt eins og aðrar konur sem hafa staðið í stafni feminísks aktívisma á Íslandi. „Það hvort Edda Falak vann í banka eða bakaríi skiptir engu andskotans máli. Ef hún beitir eigin hyggjuviti til að frásagnir hennar um kynbundið ofbeldi og áreitni séu ekki rekjanlegar til tiltekinna staða eða manna er hún að tryggja eigið öryggi, ekki að blekkja almenning. Það er hennar skýlausi réttur og það er óþolandi að við þurfum að skrifa blaðagrein til að útskýra það,“ segir í pistlinum.
Jafnréttismál Kynferðisofbeldi MeToo Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira