Viðar: Ætli ég verði ekki bara kallaður falldraugurinn en hann „Miracle man“ Árni Jóhannsson skrifar 23. mars 2023 20:22 Viðar Örn gat leyft sér að fagna glæstum sigri í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Höttur frá Egilsstöðum verða með í Subwaydeild karla á næstu leiktíð en sigur Hattar á Breiðablik fyrr í kvöld, 85-98, í 21. umferð deildarinnar staðfesti það. Höttur lék óaðfinnanlega nánast í seinni hálfleik til að sigla sigrinum heim og var þjálfarin liðsins ánægður með sigurinn og sögulegan áfanga fyrir liðið hans. „Tilfinnigin er góð. Markmiði sem búið er að vinna að í langan tíma því er náð og ég er bara hrikalega stoltur af seinni hálfleiknum hérna“, sagði sigurreifur þjálfari Hattar Viðar Örn Hafsteinsson þegar hann var spurður að því hvernig tilfinningin væri að hafa náð, loksins, að halda Hetti í úrvalsdeild karla í körfubolta. Hann var spurður að því næst hvernig hann náði að snúa við gengi sinna manna en Höttur var undir, 46-36, í hálfleik. „Við bara fórum að vinna eftir planinu varnarlega sem settum upp fyrir leikinn. Við vorum að gefa þeim of mörg sniðskot í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var hriplekur og það var það sem við löguðum. Svo vannst upp stemmning með góðum varnarleik og við náðum góðum sprett í fjórða leikhluta sem reif okkur frá Blikum. Þó við værum að gera gloríur í lokin þá er náttúrlega bara erfitt að gera eitthvað í fyrsta skipti og það er komið. Ég er hrikalega ánægður með þetta.“ Spretturinn sem Viðar nefnir átti sér stað á tveggja mínútna kafla um miðjan fjórða leikhluta. Þegar um sjö mínútur voru eftir af leiknum þá var staðan 69-69 en þá fór Höttur á mikinn sprett. Skoruðu úr sex þriggja stiga skotum í röð og bættu við tvist að auki og áður en við var litið þá staðan orðin 74-89 fyrir Hetti og fimm mínútur eftir. Viðar var spurður að því hvort það væri hægt að útskýra svona sprengjur. „Þetta var bara varnarleikurinn. Við fórum að vinna saman. Töldum okkur vera búna að kortleggja þá vel og gerðum það líka í fyrri umferðinni. Fengum fleiri stig á okkur í kvöld en í kvöld small þetta.“ Falldraugurinn hefur verið kveðinn niður á Egilsstöðum og var Viðar spurður að því hvort hann væri draugabaninn. „Nei“, sagði Viðar og byrjaði að hlægja áður en hann hélt áfram. „Einar Árni! Þetta er í fyrsta skipti sem Höttur heldur sér í úrvalsdeild og ætli ég verði ekki bara kallaður falldraugurinn en hann „Miracle man“ sko.“ Næst er það að tryggja sér farseðilinn í úrslitakeppnina. „Við þurfum að vonast eftir öðrum úrslitum til þess. Það er ekki í okkar höndum en við eigum einn leik eftir sem við ætlum að vinna á okkar heimavelli. Við þurfum að sjá hvernig fer á morgun en það er draumur einhvers hérna hjá okkur að fá Njarðvík í úrslitakeppni. Vonandi gerist það en ef ekki núna þá bara einhvern tímann. Einhvern tímann er eitthvað fyrst.“ Höttur Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Höttur 85-98 | Höttur heldur sæti sínu í deildinni Höttur frá Egilsstöðum mun leika í Subwaydeild karla í körfubolta á næsta tímabili. Það staðfestist í kvöld með sigri þeirra á Breiðlik í Smáranum í kvöld. Það var stigasprenging í fjórða leikhluta sem sigldi sigrinum heim fyrir Hött en leikar enduðu 85-98. 23. mars 2023 20:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira
„Tilfinnigin er góð. Markmiði sem búið er að vinna að í langan tíma því er náð og ég er bara hrikalega stoltur af seinni hálfleiknum hérna“, sagði sigurreifur þjálfari Hattar Viðar Örn Hafsteinsson þegar hann var spurður að því hvernig tilfinningin væri að hafa náð, loksins, að halda Hetti í úrvalsdeild karla í körfubolta. Hann var spurður að því næst hvernig hann náði að snúa við gengi sinna manna en Höttur var undir, 46-36, í hálfleik. „Við bara fórum að vinna eftir planinu varnarlega sem settum upp fyrir leikinn. Við vorum að gefa þeim of mörg sniðskot í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var hriplekur og það var það sem við löguðum. Svo vannst upp stemmning með góðum varnarleik og við náðum góðum sprett í fjórða leikhluta sem reif okkur frá Blikum. Þó við værum að gera gloríur í lokin þá er náttúrlega bara erfitt að gera eitthvað í fyrsta skipti og það er komið. Ég er hrikalega ánægður með þetta.“ Spretturinn sem Viðar nefnir átti sér stað á tveggja mínútna kafla um miðjan fjórða leikhluta. Þegar um sjö mínútur voru eftir af leiknum þá var staðan 69-69 en þá fór Höttur á mikinn sprett. Skoruðu úr sex þriggja stiga skotum í röð og bættu við tvist að auki og áður en við var litið þá staðan orðin 74-89 fyrir Hetti og fimm mínútur eftir. Viðar var spurður að því hvort það væri hægt að útskýra svona sprengjur. „Þetta var bara varnarleikurinn. Við fórum að vinna saman. Töldum okkur vera búna að kortleggja þá vel og gerðum það líka í fyrri umferðinni. Fengum fleiri stig á okkur í kvöld en í kvöld small þetta.“ Falldraugurinn hefur verið kveðinn niður á Egilsstöðum og var Viðar spurður að því hvort hann væri draugabaninn. „Nei“, sagði Viðar og byrjaði að hlægja áður en hann hélt áfram. „Einar Árni! Þetta er í fyrsta skipti sem Höttur heldur sér í úrvalsdeild og ætli ég verði ekki bara kallaður falldraugurinn en hann „Miracle man“ sko.“ Næst er það að tryggja sér farseðilinn í úrslitakeppnina. „Við þurfum að vonast eftir öðrum úrslitum til þess. Það er ekki í okkar höndum en við eigum einn leik eftir sem við ætlum að vinna á okkar heimavelli. Við þurfum að sjá hvernig fer á morgun en það er draumur einhvers hérna hjá okkur að fá Njarðvík í úrslitakeppni. Vonandi gerist það en ef ekki núna þá bara einhvern tímann. Einhvern tímann er eitthvað fyrst.“
Höttur Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Höttur 85-98 | Höttur heldur sæti sínu í deildinni Höttur frá Egilsstöðum mun leika í Subwaydeild karla í körfubolta á næsta tímabili. Það staðfestist í kvöld með sigri þeirra á Breiðlik í Smáranum í kvöld. Það var stigasprenging í fjórða leikhluta sem sigldi sigrinum heim fyrir Hött en leikar enduðu 85-98. 23. mars 2023 20:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Höttur 85-98 | Höttur heldur sæti sínu í deildinni Höttur frá Egilsstöðum mun leika í Subwaydeild karla í körfubolta á næsta tímabili. Það staðfestist í kvöld með sigri þeirra á Breiðlik í Smáranum í kvöld. Það var stigasprenging í fjórða leikhluta sem sigldi sigrinum heim fyrir Hött en leikar enduðu 85-98. 23. mars 2023 20:00