Hyggst leita að tækni frá siðmenningu úr geimnum í Kyrrahafi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. mars 2023 11:35 Loeb, sem er virtur vísindamaður, hefur haldið því fram að mögulega sé móðurskip í sólkerfinu okkar að senda minni för til að rannsaka plánetur á borð við jörðina. Getty/Bryan Bedder Eðlisfræðingurinn Avi Loeb, prófessor við Harvard-háskóla, hyggur á leiðangur á Kyrrahafi til að finna mögulegar leifar hlutar frá siðmenningu úr geimnum. Hluturinn hrapaði til jarðar undan ströndum Manus-eyja árið 2014. Loeb greindi frá fyrirbærinu árið 2019 og sagði um að ræða fyrsta loftsteininn sem menn hefðu uppgötvað sem ætti uppruna sinn að rekja utan sólkerfisins. Þetta ku hafa verið staðfest af NASA í fyrra. Rannsóknarteymið sem Loeb tilheyrir komst einnig að þeirri niðurstöðu að loftsteinninn, eða hluturinn, væri harðari en allir aðrir lofsteinar á skrá NASA yfir fyrirbæri í nálægð við jörðu. Þau eru 272 talsins. Niðurstaðan leiddi til skipulagningar leiðangursins, sem er sagður munu taka tvær vikur. Til stendur að leita að brotum úr hlutnum, sem eru talin liggja á um 1,7 kílómetra dýpi, og rannsaka þau til að komast að því hvort hluturinn var náttúrulegur eða „framleiddur“. „Við erum með bát. Við erum með draumateymi, þar á meðal reyndustu og hæfustu atvinnumennina í úhafsleiðöngrum. Við erum með fullbúnar hönnunar- og framleiðsluáætlanir fyrir sleðana sem við þurfum, seglana, söfnunarnet og massagreina,“ segir Loeb. Eðlisfræðingurinn segir að vegna þess hversu harður hluturinn er, sé mögulegt að um sé að ræða tilbúinn hlut; eitthvað sem fjarlæg og háþróuð siðmenning sendi af stað fyrir milljörðum ára. Til stendur að toga segulmagnaða sleða eftir sjávarbotninum til að finna brotin. Leitarteymin verða sjö, sleðarnir búnir ljósum, myndavélum og öðrum búnaði og leitarsvæðið tíu sinnum tíu kílómetrar. Efnasamsetning hlutarins mun ráða því hversu stór brot finnast en Loeb gerir ráð fyrir að um gæti verið að ræða þúsund brot sem eru stærri en millimetri eða tugi brota sem eru stærri en sentímetri. Loeb segir mögulegt að leiðangurinn finni ekki neitt en ótrúlegar staðhæfingar krefjist ótrúlegra sönnunargagna. Ef almennilega stór hlutur frá siðmenningu úr geimnum finnst hefur hann lofað yfirmanni Museum of Modern Art í New York að lána það til safnsins. Guardian greindi frá. Bandaríkin Vísindi Geimurinn Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Loeb greindi frá fyrirbærinu árið 2019 og sagði um að ræða fyrsta loftsteininn sem menn hefðu uppgötvað sem ætti uppruna sinn að rekja utan sólkerfisins. Þetta ku hafa verið staðfest af NASA í fyrra. Rannsóknarteymið sem Loeb tilheyrir komst einnig að þeirri niðurstöðu að loftsteinninn, eða hluturinn, væri harðari en allir aðrir lofsteinar á skrá NASA yfir fyrirbæri í nálægð við jörðu. Þau eru 272 talsins. Niðurstaðan leiddi til skipulagningar leiðangursins, sem er sagður munu taka tvær vikur. Til stendur að leita að brotum úr hlutnum, sem eru talin liggja á um 1,7 kílómetra dýpi, og rannsaka þau til að komast að því hvort hluturinn var náttúrulegur eða „framleiddur“. „Við erum með bát. Við erum með draumateymi, þar á meðal reyndustu og hæfustu atvinnumennina í úhafsleiðöngrum. Við erum með fullbúnar hönnunar- og framleiðsluáætlanir fyrir sleðana sem við þurfum, seglana, söfnunarnet og massagreina,“ segir Loeb. Eðlisfræðingurinn segir að vegna þess hversu harður hluturinn er, sé mögulegt að um sé að ræða tilbúinn hlut; eitthvað sem fjarlæg og háþróuð siðmenning sendi af stað fyrir milljörðum ára. Til stendur að toga segulmagnaða sleða eftir sjávarbotninum til að finna brotin. Leitarteymin verða sjö, sleðarnir búnir ljósum, myndavélum og öðrum búnaði og leitarsvæðið tíu sinnum tíu kílómetrar. Efnasamsetning hlutarins mun ráða því hversu stór brot finnast en Loeb gerir ráð fyrir að um gæti verið að ræða þúsund brot sem eru stærri en millimetri eða tugi brota sem eru stærri en sentímetri. Loeb segir mögulegt að leiðangurinn finni ekki neitt en ótrúlegar staðhæfingar krefjist ótrúlegra sönnunargagna. Ef almennilega stór hlutur frá siðmenningu úr geimnum finnst hefur hann lofað yfirmanni Museum of Modern Art í New York að lána það til safnsins. Guardian greindi frá.
Bandaríkin Vísindi Geimurinn Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira