Innlent

Hand­teknu sleppt: „Ein­hver tenging“ við á­rásina á Banka­stræti Club

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hópur manna var á vettvangi þegar aðgerðir lögreglu stóðu yfir.
Hópur manna var á vettvangi þegar aðgerðir lögreglu stóðu yfir.

Einstaklingarnir fjórir sem voru handteknir í kjölfar slagsmála í miðborginni á miðvikudagskvöld hafa verið látnir lausir. 

„Það er einhver tenging þarna á milli,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, stöðvarstjóri á lögreglustöð 1, um tengsl við árásina á Bankastræti Club í nóvember síðastliðnum.

Rannsókn málsins er enn í gangi að sögn Ásmundar. 

Hann staðfestir að einhverjir hafi verið vopnaðir.

Vísir greindi frá handtökunum í gærmorgun en fram kom í tilkynningu frá lögreglu að útkall hefði borist um klukkan 22 þess efnis að menn væru vopnaðir hnífum fyrir utan skemmtistað í miðbænum. 

Fjölmennt lið var sent á vettvang, meðal annars sérsveit ríkislögreglustjóra, en allir á bak og burt þegar komið var að.

Skömmu eftir útkallið barst önnur tilkynning um að manni væri haldið fyrir utan skemmtistað og talið að málin tengdust. Lögregla sem var við leit vegna fyrra málsins náði mönnunum eftir skamma stund og voru fjórir handteknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×