Hafa skráð tugi aftaka á stríðsföngum Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2023 14:35 Rússneskir stríðsfangar í Úkraínu. Getty/Mykhaylo Palinchak Starfsmenn Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) hafa skrásett fjölda aftaka á stríðsföngum, bæði úkraínskum og rússneskum, í átökunum í Úkraínu. Mun erfiðara sé þó að fá upplýsingar frá Rússum og fá aðgang að föngum í haldi þeirra. Í nýrri skýrslu frá OHCHR um stöðu mannréttinda í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu kemur fram að minnst fimmtán úkraínskir fangar hafi verið teknir af lífi í haldi Rússa, frá því innrás þeirra hófst þann 24. febrúar 2022. Þar að auki hafi úkraínskir fangar verið notaðir sem hlífðarskyldir af rússneskum hermönnum og að minnst tveir fangar hafi dáið vegna skorts á umönnun. Í annarri skýrslu, þar sem fjallað er sérstaklega um stöðu stríðsfanga og dauðsföll óbreyttra borgara eru nefnd nokkur dæmi um aftökur á föngum. Einnig er fjallað um Skýrsluna á vef CNN og á vef Reuters. Í einu tilfelli var úkraínskur hermaður pyntaður og svo tekinn af lífi fyrir að neita að afhenda Rússum lykilorð að útvarpsstöð í Maríupól í apríl í fyrra. Þá hefi rannsakendur stofnunarinnar ekki fengið aðgang að gögnum Rússa eða aðgang að föngum í haldi þeirra. Í Úkraínu fengu rannsakendur fullan aðgang að rússneskum stríðsföngum. Þá segir í skýrslunni að heilt yfir sé komið betur fram við rússneska hermenn í haldi Úkraínumanna, heldur en úkraínska hermenn í haldi Rússa, og að yfirvöld í Úkraínu hafi komið til móts við áhyggjur Sameinuðu þjóðanna varðandi fanga í þeirra haldi. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Í skýrslunni segir að aftökur á stríðsföngum og óbreyttum borgurum séu bannaðar samkvæmt alþjóðalögum og skilgreinist sem stríðsglæpir. Sjá einnig: Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Í skýrslunni segir að minnst 25 aftökur á rússneskum föngum í haldi Úkraínumanna hafi verið skráðar með opnum gögnum, viðtölum og öðrum leiðum. Í einu tilviki frá mars 2022 er vísað til atviks þar sem úkraínskir hermenn eru sagðir hafa skotið hóp rússneskra hermanna til bana þar sem þeir ekki viljað lýsa því yfir að þær ætluðu að gefast upp. Hermennirnir rússnesku eru sagðir mögulega hafa verið særðir eða látnir og lágu í jörðinni eftir stórskotaliðsárásir. Höfundar skýrslunnar segja að af þeim úkraínsku hermönnum sem sleppt hefur verið úr haldi Rússa sögðust níu af tíu hafa orðið fyrir ofbeldi. Fimm af hverjum tíu Rússum sögðust hafa verið beittir órétti. Í skýrslunni lýsa forsvarsmenn OHCHR yfir áhyggjum af stöðu barna sem hafi verið flutt nauðungarflutningum, handsömuð, pyntuð og beitt annarskonar ofbeldi. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu nýlega út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, vegna fjölda úkraínskra barna sem Rússar hafa rænt og flutt til Rússlands. Þessi börn hafa verið vistuð á rússneskum stofnunum eða ættleidd til rússneskra fjölskylda, hvort sem þau eru munaðarlaus eða ekki. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Í nýrri skýrslu frá OHCHR um stöðu mannréttinda í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu kemur fram að minnst fimmtán úkraínskir fangar hafi verið teknir af lífi í haldi Rússa, frá því innrás þeirra hófst þann 24. febrúar 2022. Þar að auki hafi úkraínskir fangar verið notaðir sem hlífðarskyldir af rússneskum hermönnum og að minnst tveir fangar hafi dáið vegna skorts á umönnun. Í annarri skýrslu, þar sem fjallað er sérstaklega um stöðu stríðsfanga og dauðsföll óbreyttra borgara eru nefnd nokkur dæmi um aftökur á föngum. Einnig er fjallað um Skýrsluna á vef CNN og á vef Reuters. Í einu tilfelli var úkraínskur hermaður pyntaður og svo tekinn af lífi fyrir að neita að afhenda Rússum lykilorð að útvarpsstöð í Maríupól í apríl í fyrra. Þá hefi rannsakendur stofnunarinnar ekki fengið aðgang að gögnum Rússa eða aðgang að föngum í haldi þeirra. Í Úkraínu fengu rannsakendur fullan aðgang að rússneskum stríðsföngum. Þá segir í skýrslunni að heilt yfir sé komið betur fram við rússneska hermenn í haldi Úkraínumanna, heldur en úkraínska hermenn í haldi Rússa, og að yfirvöld í Úkraínu hafi komið til móts við áhyggjur Sameinuðu þjóðanna varðandi fanga í þeirra haldi. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Í skýrslunni segir að aftökur á stríðsföngum og óbreyttum borgurum séu bannaðar samkvæmt alþjóðalögum og skilgreinist sem stríðsglæpir. Sjá einnig: Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Í skýrslunni segir að minnst 25 aftökur á rússneskum föngum í haldi Úkraínumanna hafi verið skráðar með opnum gögnum, viðtölum og öðrum leiðum. Í einu tilviki frá mars 2022 er vísað til atviks þar sem úkraínskir hermenn eru sagðir hafa skotið hóp rússneskra hermanna til bana þar sem þeir ekki viljað lýsa því yfir að þær ætluðu að gefast upp. Hermennirnir rússnesku eru sagðir mögulega hafa verið særðir eða látnir og lágu í jörðinni eftir stórskotaliðsárásir. Höfundar skýrslunnar segja að af þeim úkraínsku hermönnum sem sleppt hefur verið úr haldi Rússa sögðust níu af tíu hafa orðið fyrir ofbeldi. Fimm af hverjum tíu Rússum sögðust hafa verið beittir órétti. Í skýrslunni lýsa forsvarsmenn OHCHR yfir áhyggjum af stöðu barna sem hafi verið flutt nauðungarflutningum, handsömuð, pyntuð og beitt annarskonar ofbeldi. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu nýlega út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, vegna fjölda úkraínskra barna sem Rússar hafa rænt og flutt til Rússlands. Þessi börn hafa verið vistuð á rússneskum stofnunum eða ættleidd til rússneskra fjölskylda, hvort sem þau eru munaðarlaus eða ekki.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira