Vilja nota skrifstofuhúsnæði undir flóttafólk Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. mars 2023 22:03 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að senda þingflokkum stjórnarflokka frumvarpsdrög. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin vill rýmka tímabundið reglur vegna búsetuúrræða fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Frumvarpsdrög voru send á þingflokka stjórnarflokka í morgun. Verði frumvarpið að lögum er hægt að nýta húsnæði, sem ekki var upphaflega hugsað til búsetu, undir flóttafólk. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að metfjöldi flóttamanna hafi sótt um vernd hér á landi. Frá áramótum hafi um 1.300 manns sótt um vernd hér á landi, sem eru helmingi fleiri en sóttu um vernd allt árið 2021. Á sama tíma séu búsetuúrræði á vegum Vinnumálastofnunar nánast fullnýtt og erfiðlega gangi að finna hentugt húsnæði til leigu. Dæmi eru tekin um að hægt væri að breyta auðu skrifstofuhúsnæði í eigu ríkisins í tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur. Undanþágan gildir til 1. júní 2025, verði frumvarpið að lögum. Þrátt fyrir meiri slaka verða hefðbundnar kröfur gerðar til brunavarna, öryggis og hollustuhátta. Undanþágan gildir því almennt aðeins í tengslum við skipulags- og byggingarlöggjöf, til dæmis þar sem ekki hefur verið gert ráð fyrir íbúðum í aðal- eða deiliskipulagi. Skipulagsstofnun verður því heimilt að veita undanþágu, eftir beiðni frá Vinnumálastofnun og umsögn frá hlutaðeigandi sveitarfélagi, frá einstökum ákvæðum skipulags- og byggingarlöggjafar. Gert er ráð fyrir því að stök undanþága gildi í 18 mánuði, en að því loknu þurfi að fara í hefðbundið leyfisferli. Nánar á vef Stjórnarráðsins. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eyjamenn taka á móti þrjátíu flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Vestmannaeyjum. Samningurinn kveður á um að Vestmannaeyjabær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að þrjátíu flóttamönnum. 20. mars 2023 13:02 Halda þurfi áfram að endurskoða kerfið Landsfundur Vinstri grænna var haldinn á Akureyri um helgina. Þar voru stefnur flokksins mótaðar en einnig voru gerðar ályktanir í ýmsum efnum. Á meðal þess sem ályktað var um eru málefni innflytjenda. Samþykkt útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra á Alþingi varð til þess að fjöldi fólks sagði sig úr flokknum í vikunni. 19. mars 2023 23:52 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að metfjöldi flóttamanna hafi sótt um vernd hér á landi. Frá áramótum hafi um 1.300 manns sótt um vernd hér á landi, sem eru helmingi fleiri en sóttu um vernd allt árið 2021. Á sama tíma séu búsetuúrræði á vegum Vinnumálastofnunar nánast fullnýtt og erfiðlega gangi að finna hentugt húsnæði til leigu. Dæmi eru tekin um að hægt væri að breyta auðu skrifstofuhúsnæði í eigu ríkisins í tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur. Undanþágan gildir til 1. júní 2025, verði frumvarpið að lögum. Þrátt fyrir meiri slaka verða hefðbundnar kröfur gerðar til brunavarna, öryggis og hollustuhátta. Undanþágan gildir því almennt aðeins í tengslum við skipulags- og byggingarlöggjöf, til dæmis þar sem ekki hefur verið gert ráð fyrir íbúðum í aðal- eða deiliskipulagi. Skipulagsstofnun verður því heimilt að veita undanþágu, eftir beiðni frá Vinnumálastofnun og umsögn frá hlutaðeigandi sveitarfélagi, frá einstökum ákvæðum skipulags- og byggingarlöggjafar. Gert er ráð fyrir því að stök undanþága gildi í 18 mánuði, en að því loknu þurfi að fara í hefðbundið leyfisferli. Nánar á vef Stjórnarráðsins.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eyjamenn taka á móti þrjátíu flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Vestmannaeyjum. Samningurinn kveður á um að Vestmannaeyjabær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að þrjátíu flóttamönnum. 20. mars 2023 13:02 Halda þurfi áfram að endurskoða kerfið Landsfundur Vinstri grænna var haldinn á Akureyri um helgina. Þar voru stefnur flokksins mótaðar en einnig voru gerðar ályktanir í ýmsum efnum. Á meðal þess sem ályktað var um eru málefni innflytjenda. Samþykkt útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra á Alþingi varð til þess að fjöldi fólks sagði sig úr flokknum í vikunni. 19. mars 2023 23:52 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Eyjamenn taka á móti þrjátíu flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Vestmannaeyjum. Samningurinn kveður á um að Vestmannaeyjabær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að þrjátíu flóttamönnum. 20. mars 2023 13:02
Halda þurfi áfram að endurskoða kerfið Landsfundur Vinstri grænna var haldinn á Akureyri um helgina. Þar voru stefnur flokksins mótaðar en einnig voru gerðar ályktanir í ýmsum efnum. Á meðal þess sem ályktað var um eru málefni innflytjenda. Samþykkt útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra á Alþingi varð til þess að fjöldi fólks sagði sig úr flokknum í vikunni. 19. mars 2023 23:52