Vilja nota skrifstofuhúsnæði undir flóttafólk Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. mars 2023 22:03 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að senda þingflokkum stjórnarflokka frumvarpsdrög. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin vill rýmka tímabundið reglur vegna búsetuúrræða fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Frumvarpsdrög voru send á þingflokka stjórnarflokka í morgun. Verði frumvarpið að lögum er hægt að nýta húsnæði, sem ekki var upphaflega hugsað til búsetu, undir flóttafólk. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að metfjöldi flóttamanna hafi sótt um vernd hér á landi. Frá áramótum hafi um 1.300 manns sótt um vernd hér á landi, sem eru helmingi fleiri en sóttu um vernd allt árið 2021. Á sama tíma séu búsetuúrræði á vegum Vinnumálastofnunar nánast fullnýtt og erfiðlega gangi að finna hentugt húsnæði til leigu. Dæmi eru tekin um að hægt væri að breyta auðu skrifstofuhúsnæði í eigu ríkisins í tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur. Undanþágan gildir til 1. júní 2025, verði frumvarpið að lögum. Þrátt fyrir meiri slaka verða hefðbundnar kröfur gerðar til brunavarna, öryggis og hollustuhátta. Undanþágan gildir því almennt aðeins í tengslum við skipulags- og byggingarlöggjöf, til dæmis þar sem ekki hefur verið gert ráð fyrir íbúðum í aðal- eða deiliskipulagi. Skipulagsstofnun verður því heimilt að veita undanþágu, eftir beiðni frá Vinnumálastofnun og umsögn frá hlutaðeigandi sveitarfélagi, frá einstökum ákvæðum skipulags- og byggingarlöggjafar. Gert er ráð fyrir því að stök undanþága gildi í 18 mánuði, en að því loknu þurfi að fara í hefðbundið leyfisferli. Nánar á vef Stjórnarráðsins. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eyjamenn taka á móti þrjátíu flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Vestmannaeyjum. Samningurinn kveður á um að Vestmannaeyjabær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að þrjátíu flóttamönnum. 20. mars 2023 13:02 Halda þurfi áfram að endurskoða kerfið Landsfundur Vinstri grænna var haldinn á Akureyri um helgina. Þar voru stefnur flokksins mótaðar en einnig voru gerðar ályktanir í ýmsum efnum. Á meðal þess sem ályktað var um eru málefni innflytjenda. Samþykkt útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra á Alþingi varð til þess að fjöldi fólks sagði sig úr flokknum í vikunni. 19. mars 2023 23:52 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að metfjöldi flóttamanna hafi sótt um vernd hér á landi. Frá áramótum hafi um 1.300 manns sótt um vernd hér á landi, sem eru helmingi fleiri en sóttu um vernd allt árið 2021. Á sama tíma séu búsetuúrræði á vegum Vinnumálastofnunar nánast fullnýtt og erfiðlega gangi að finna hentugt húsnæði til leigu. Dæmi eru tekin um að hægt væri að breyta auðu skrifstofuhúsnæði í eigu ríkisins í tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur. Undanþágan gildir til 1. júní 2025, verði frumvarpið að lögum. Þrátt fyrir meiri slaka verða hefðbundnar kröfur gerðar til brunavarna, öryggis og hollustuhátta. Undanþágan gildir því almennt aðeins í tengslum við skipulags- og byggingarlöggjöf, til dæmis þar sem ekki hefur verið gert ráð fyrir íbúðum í aðal- eða deiliskipulagi. Skipulagsstofnun verður því heimilt að veita undanþágu, eftir beiðni frá Vinnumálastofnun og umsögn frá hlutaðeigandi sveitarfélagi, frá einstökum ákvæðum skipulags- og byggingarlöggjafar. Gert er ráð fyrir því að stök undanþága gildi í 18 mánuði, en að því loknu þurfi að fara í hefðbundið leyfisferli. Nánar á vef Stjórnarráðsins.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eyjamenn taka á móti þrjátíu flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Vestmannaeyjum. Samningurinn kveður á um að Vestmannaeyjabær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að þrjátíu flóttamönnum. 20. mars 2023 13:02 Halda þurfi áfram að endurskoða kerfið Landsfundur Vinstri grænna var haldinn á Akureyri um helgina. Þar voru stefnur flokksins mótaðar en einnig voru gerðar ályktanir í ýmsum efnum. Á meðal þess sem ályktað var um eru málefni innflytjenda. Samþykkt útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra á Alþingi varð til þess að fjöldi fólks sagði sig úr flokknum í vikunni. 19. mars 2023 23:52 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Eyjamenn taka á móti þrjátíu flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Vestmannaeyjum. Samningurinn kveður á um að Vestmannaeyjabær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að þrjátíu flóttamönnum. 20. mars 2023 13:02
Halda þurfi áfram að endurskoða kerfið Landsfundur Vinstri grænna var haldinn á Akureyri um helgina. Þar voru stefnur flokksins mótaðar en einnig voru gerðar ályktanir í ýmsum efnum. Á meðal þess sem ályktað var um eru málefni innflytjenda. Samþykkt útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra á Alþingi varð til þess að fjöldi fólks sagði sig úr flokknum í vikunni. 19. mars 2023 23:52