Neitar því að axarárásin hafi verið tilraun til manndráps Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. mars 2023 08:01 Konan var að sækja börn sín í skólann þegar árásin átti sér stað. Dalskóli Rúmlega fimmtugur karlmaður viðurkenndi við fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa ráðist að barnsmóður sinni með öxi á bílastæðinu við Dalskóla í Úlfarsárdal í nóvember. Hann neitaði því hins vegar að árásin hafi verið tilraun til manndráps. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi vegna árásarinnar. Héraðssaksóknari gaf út ákæru í málinu fyrr í mánuðinum en maðurinn hefur sætt öryggisvistun síðan hann var handtekinn hinn 29. nóvember. Fram kemur í ákærunni að öxin hafi verið með tólf sentímetra löngu blaði. Hann hafi slegið konuna í höfuð, hent henni í jörðina og í framhaldinu átt í átökum við hana uns hún komst undan og leitaði skjóls inni í skólanum. Karlmaðurinn ógnaði þannig lífi, heilsu og velferð hennar á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, að því er segir í ákæru. Konan hlaut opið sár á höfði, brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum, sár og mat á upphandlegg auk fleiri áverka. Gekkst við skemmdum á bíl Eins og fyrr segir gekkst hann við því að hafa veitt sambýliskonunni högg með öxi. Hann hafnaði því hins vegar að um ítrekuð högg hafi verið að ræða og neitaði því að um hafi verið að ræða tilraun til manndráps. Manninum var einnig gefið að sök að hafa unnið skemmdir á bíl konunnar með öxinni og gekkst hann við því við fyrirtöku málsins. Ákæruvaldið krefst þess að karlmaðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Til vara er þess krafist að hann sæti öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Þá er gerð krafa um 4,5 milljónir króna í miska- og skaðabætur fyrir konuna. Því til viðbótar tvær milljónir vegna tjóns á bílnum. Lögreglumál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Sló barnsmóður sína ítrekað með öxi á bílastæði grunnskóla Rúmlega fimmtugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist ítrekað að fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður með öxi á bílastæðinu við Dalskóla í Úlfarsárdal í nóvember. 6. mars 2023 13:13 Rannsókn á axarárásinni í Úlfarsárdal miðar vel Karlmaður sem réðst á fyrrverandi eiginkonu sína vopnaður öxi fyrir framan Dalskóla þann 30. nóvember sætir en gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar. 9. janúar 2023 16:53 Grunaður um tilraun til manndráps í nánu sambandi Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlað stórfellt brot í nánu sambandi og ætlaða tilraun til manndráps frá 25. febrúar síðastliðnum. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp. 23. mars 2023 10:37 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi vegna árásarinnar. Héraðssaksóknari gaf út ákæru í málinu fyrr í mánuðinum en maðurinn hefur sætt öryggisvistun síðan hann var handtekinn hinn 29. nóvember. Fram kemur í ákærunni að öxin hafi verið með tólf sentímetra löngu blaði. Hann hafi slegið konuna í höfuð, hent henni í jörðina og í framhaldinu átt í átökum við hana uns hún komst undan og leitaði skjóls inni í skólanum. Karlmaðurinn ógnaði þannig lífi, heilsu og velferð hennar á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, að því er segir í ákæru. Konan hlaut opið sár á höfði, brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum, sár og mat á upphandlegg auk fleiri áverka. Gekkst við skemmdum á bíl Eins og fyrr segir gekkst hann við því að hafa veitt sambýliskonunni högg með öxi. Hann hafnaði því hins vegar að um ítrekuð högg hafi verið að ræða og neitaði því að um hafi verið að ræða tilraun til manndráps. Manninum var einnig gefið að sök að hafa unnið skemmdir á bíl konunnar með öxinni og gekkst hann við því við fyrirtöku málsins. Ákæruvaldið krefst þess að karlmaðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Til vara er þess krafist að hann sæti öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Þá er gerð krafa um 4,5 milljónir króna í miska- og skaðabætur fyrir konuna. Því til viðbótar tvær milljónir vegna tjóns á bílnum.
Lögreglumál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Sló barnsmóður sína ítrekað með öxi á bílastæði grunnskóla Rúmlega fimmtugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist ítrekað að fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður með öxi á bílastæðinu við Dalskóla í Úlfarsárdal í nóvember. 6. mars 2023 13:13 Rannsókn á axarárásinni í Úlfarsárdal miðar vel Karlmaður sem réðst á fyrrverandi eiginkonu sína vopnaður öxi fyrir framan Dalskóla þann 30. nóvember sætir en gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar. 9. janúar 2023 16:53 Grunaður um tilraun til manndráps í nánu sambandi Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlað stórfellt brot í nánu sambandi og ætlaða tilraun til manndráps frá 25. febrúar síðastliðnum. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp. 23. mars 2023 10:37 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Sjá meira
Sló barnsmóður sína ítrekað með öxi á bílastæði grunnskóla Rúmlega fimmtugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist ítrekað að fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður með öxi á bílastæðinu við Dalskóla í Úlfarsárdal í nóvember. 6. mars 2023 13:13
Rannsókn á axarárásinni í Úlfarsárdal miðar vel Karlmaður sem réðst á fyrrverandi eiginkonu sína vopnaður öxi fyrir framan Dalskóla þann 30. nóvember sætir en gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar. 9. janúar 2023 16:53
Grunaður um tilraun til manndráps í nánu sambandi Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlað stórfellt brot í nánu sambandi og ætlaða tilraun til manndráps frá 25. febrúar síðastliðnum. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp. 23. mars 2023 10:37