Nýtt tilboð komið frá Katar Smári Jökull Jónsson skrifar 25. mars 2023 10:27 Marcus Rashford og Bruno Fernandes fagna hér marki fyrir Manchester United sem gæti fengið nýja eigendur von bráðar. Vísir/Getty Sjeik Jassim Al Thani hefur lagt fram nýtt tilboð í Manchester United en fjórir aðilar berjast nú um að kaupa enska stórliðið af Glazer fjölskyldunni. Frestur til að leggja fram tilboð í United rann út á miðvikudagskvöldið en uppi varð fótur og fit þegar í ljós kom að hvorki Sjeik Jassim né Jim Ratcliffe höfðu lagt fram tilboð áður en fresturinn var úti. Fyrirtækið Raine Group sér um söluna á United en samkvæmt BBC fóru bæði Sjeik Jassim og Ratcliffe fram á aukinn frest til að leggja fram ný tilboð, sem Raine samþykkti. BBC telur að atburðarásin hafi skotið stuðningsmönnum United skelk í bringu en mikil óánægja hefur lengi verið í þeirra röðum með Glazer fjölskylduna sem eigendur. Auk Sjeik Jassims og Jim Ratcliffe hafa finnski athafnamaðurinn Thomas Zillacus og bandaríski fjárfestingasjóðurinn Elliott Management lagt fram tilboð í enska stórliðið en tilboð þeirra síðarnefndu snýst um að kaupa lítinn hluta í félaginu. Elliott Management hefur einnig boðið öðrum tilboðshöfum aðstoð með fjármögnun vegna hugsanlegra kaupa. Hinn finnski Thomas Zillacus vill kaupa helmginshlut í United á móti stuðningsmönnum. Þá hefur hann einnig biðlað til Sjeik Jassims og Ratcliffe að taka höndum saman og tryggja nægilegt fjármagn til leikmannakaupa og enduruppbyggingar Old Trafford. Nú greinir greina breskir miðlar frá því að Sjeik Jassim hafi lagt fram nýtt og betrumbætt tilboð líkt og Ratcliffe gerði á fimmtudagskvöld. Simon Stone, blaðamaður á BBC, segir að Sjeik Jassim og hans fólk sé sannfært um að tilboð þeirra sé það besta fyrir United og samfélagið í heild Second bid from Sheikh Jassim has gone in. Camp remain confident and believe this bid is best one for @ManUtd and local community.— Simon Stone (@sistoney67) March 25, 2023 Talið er að tilboðin munu hljóða upp á nýtt heimsmet en hæst hafa verið greiddir 3,71 milljarðar punda fyrir íþróttafélag þegar NFL-félagið Carolina Panthers var selt. Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira
Frestur til að leggja fram tilboð í United rann út á miðvikudagskvöldið en uppi varð fótur og fit þegar í ljós kom að hvorki Sjeik Jassim né Jim Ratcliffe höfðu lagt fram tilboð áður en fresturinn var úti. Fyrirtækið Raine Group sér um söluna á United en samkvæmt BBC fóru bæði Sjeik Jassim og Ratcliffe fram á aukinn frest til að leggja fram ný tilboð, sem Raine samþykkti. BBC telur að atburðarásin hafi skotið stuðningsmönnum United skelk í bringu en mikil óánægja hefur lengi verið í þeirra röðum með Glazer fjölskylduna sem eigendur. Auk Sjeik Jassims og Jim Ratcliffe hafa finnski athafnamaðurinn Thomas Zillacus og bandaríski fjárfestingasjóðurinn Elliott Management lagt fram tilboð í enska stórliðið en tilboð þeirra síðarnefndu snýst um að kaupa lítinn hluta í félaginu. Elliott Management hefur einnig boðið öðrum tilboðshöfum aðstoð með fjármögnun vegna hugsanlegra kaupa. Hinn finnski Thomas Zillacus vill kaupa helmginshlut í United á móti stuðningsmönnum. Þá hefur hann einnig biðlað til Sjeik Jassims og Ratcliffe að taka höndum saman og tryggja nægilegt fjármagn til leikmannakaupa og enduruppbyggingar Old Trafford. Nú greinir greina breskir miðlar frá því að Sjeik Jassim hafi lagt fram nýtt og betrumbætt tilboð líkt og Ratcliffe gerði á fimmtudagskvöld. Simon Stone, blaðamaður á BBC, segir að Sjeik Jassim og hans fólk sé sannfært um að tilboð þeirra sé það besta fyrir United og samfélagið í heild Second bid from Sheikh Jassim has gone in. Camp remain confident and believe this bid is best one for @ManUtd and local community.— Simon Stone (@sistoney67) March 25, 2023 Talið er að tilboðin munu hljóða upp á nýtt heimsmet en hæst hafa verið greiddir 3,71 milljarðar punda fyrir íþróttafélag þegar NFL-félagið Carolina Panthers var selt.
Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira