Aðgerðum lokið í Straumsvík Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. mars 2023 11:17 Sinubruninn náði yfir víðfeðmt svæði. egill aðalsteinsson Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lauk í gærkvöld störfum á vettvangi í Straumsvík þar sem mikill sinubruni kviknaði í fyrradag. Varðstjóri segir að áfram sé þó fylgst grannt með svæðinu. Mikill sinubruni kviknaði í Straumsvík upp úr hádegi í fyrradag og var allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út. Bruninn var gríðarlega umfangsmikill og áætlað að tugir ef ekki hundrað hektarar hafi verið undir og hraunið auk þess hættulegt yfirferðar, sérstaklega í myrkri. Vonast eftir snjókomu Sex slökkviliðsmenn stóðu vaktina í gær en aðgerðum lauk í gærkvöld að sögn Guðmundar Guðjónssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það er engan eld að sjá þarna eins og er, en við fylgjumst vel með svæðinu þar sem glóð getur leynst lengi í mosanum. Þannig þetta er enn á okkar könnu og við fylgjumst vel með í dag. Svo vonum við að það snjói í kvöld.“ Kjöraðstæður eru nú fyrir sinubruna suðvestantil á landinu þar sem jarðvegur er þurr og viðkvæmur. „Þetta eru hættulegar aðstæður þar sem allur gróður er mjög þurr. Það eru því eindregin tilmæli frá okkur að fólk sé ekki með opinn eld utandyra þegar aðstæður eru svona. Hlutirnir geta gerst hratt ef ekki er farið varlega.“ Lögregla í Hafnarfirði er með sinubrunann á sínu borði en fram hefur komið að eldsupptök megi rekja til þess að nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi, sem staddir voru í Straumsvík, stóðu í fikti með kúlublys. Skólameistari tjáði fréttastofu í fyrradag að allir sem kæmu að málinu væru miður sín. Gróðureldar á Íslandi Hafnarfjörður Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Bankinn tekur höggið á sig af stórum hluta“ Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Mikill sinubruni kviknaði í Straumsvík upp úr hádegi í fyrradag og var allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út. Bruninn var gríðarlega umfangsmikill og áætlað að tugir ef ekki hundrað hektarar hafi verið undir og hraunið auk þess hættulegt yfirferðar, sérstaklega í myrkri. Vonast eftir snjókomu Sex slökkviliðsmenn stóðu vaktina í gær en aðgerðum lauk í gærkvöld að sögn Guðmundar Guðjónssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það er engan eld að sjá þarna eins og er, en við fylgjumst vel með svæðinu þar sem glóð getur leynst lengi í mosanum. Þannig þetta er enn á okkar könnu og við fylgjumst vel með í dag. Svo vonum við að það snjói í kvöld.“ Kjöraðstæður eru nú fyrir sinubruna suðvestantil á landinu þar sem jarðvegur er þurr og viðkvæmur. „Þetta eru hættulegar aðstæður þar sem allur gróður er mjög þurr. Það eru því eindregin tilmæli frá okkur að fólk sé ekki með opinn eld utandyra þegar aðstæður eru svona. Hlutirnir geta gerst hratt ef ekki er farið varlega.“ Lögregla í Hafnarfirði er með sinubrunann á sínu borði en fram hefur komið að eldsupptök megi rekja til þess að nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi, sem staddir voru í Straumsvík, stóðu í fikti með kúlublys. Skólameistari tjáði fréttastofu í fyrradag að allir sem kæmu að málinu væru miður sín.
Gróðureldar á Íslandi Hafnarfjörður Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Bankinn tekur höggið á sig af stórum hluta“ Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira