Kjarval treysti ekki Reykjavíkurborg og mætti með eigin skóflu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. mars 2023 14:38 Haldið er upp á fimmtíu ára afmæli Kjarvalsstaða um helgina. Sagan segir að Kjarval sjálfur hafi ekki treyst borgaryfirvöldum við framkvæmdir og mætt með eigin skóflu að heiman. vísir/vilhelm Jóhannes S. Kjarval, einn merkasti myndlistamaður landsins, treysti ekki borgaryfirvöldum þegar framkvæmdir að Kjarvalsstöðum hófust og mætti með sína eigin skóflu að heiman til verksins. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við borgarstjóra og safnstjóra Kjarvalsstaða í beinni útsendingu. Tilefnið var að fimmtíu ára opnunarafmæli Kjarvalsstaða, en húsið er það fyrsta á Íslandi sem er sérstaklega hannað og byggt til að hýsa myndlistarsýningar. „Ég held alltaf svolítið upp á þessa sögu, af því Kjarval var það sem í daglegu tali er kallað snillingur, en líka býsna sérvitur. Hann treysti því ekki alveg að þetta myndi ganga vel fyrir sig þannig að hann kom með sína eigin skóflu og sagan segir að hann hafi tekið moldina með sér,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og bætti við að bæði skóflan og moldin væru á meðal þess sem hægt er að sjá á sérstakri afmælissýningu á Kjarvalsstöðum um helgina. Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að um 200 verk, sem eiga að endurspegla 20. öldina, séu á sýningunni. Afmælisboð verður í dag kl. 3 og sýningin stendur fram í ágúst. Þá verður frítt inn á sýninguna um helgina. Dagur segir að með ákvörðun um að reisa Kjarvalsstaði á Klambratúni hafi verið tekin ákvörðun um að Reykjavík yrði breytt úr bæ í borg. „Þess vegna er ótrúlega gaman að halda upp á þessi tímamót,“ segir Dagur. Myndlist Reykjavík Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við borgarstjóra og safnstjóra Kjarvalsstaða í beinni útsendingu. Tilefnið var að fimmtíu ára opnunarafmæli Kjarvalsstaða, en húsið er það fyrsta á Íslandi sem er sérstaklega hannað og byggt til að hýsa myndlistarsýningar. „Ég held alltaf svolítið upp á þessa sögu, af því Kjarval var það sem í daglegu tali er kallað snillingur, en líka býsna sérvitur. Hann treysti því ekki alveg að þetta myndi ganga vel fyrir sig þannig að hann kom með sína eigin skóflu og sagan segir að hann hafi tekið moldina með sér,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og bætti við að bæði skóflan og moldin væru á meðal þess sem hægt er að sjá á sérstakri afmælissýningu á Kjarvalsstöðum um helgina. Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að um 200 verk, sem eiga að endurspegla 20. öldina, séu á sýningunni. Afmælisboð verður í dag kl. 3 og sýningin stendur fram í ágúst. Þá verður frítt inn á sýninguna um helgina. Dagur segir að með ákvörðun um að reisa Kjarvalsstaði á Klambratúni hafi verið tekin ákvörðun um að Reykjavík yrði breytt úr bæ í borg. „Þess vegna er ótrúlega gaman að halda upp á þessi tímamót,“ segir Dagur.
Myndlist Reykjavík Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira