„Greinilega fínt að vera með skalla og skalla þetta bara inn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. mars 2023 18:59 Hákon Arnar Haraldsson fagnar marki sínu í dag. Harry Langer/DeFodi Images via Getty Images Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var eðlilega sáttur með lífið eftir 7-0 sigur liðsins gegn Liechtenstein í dag. „Þetta er bara skyldusigur og maður á að fara í svona leiki með það hugarfar að þegar maður skorar fyrsta þá á maður bara að skora annað og svo koll af kolli og fara bara og slátra svona leikjum eins og við gerðum,“ sagði Hákon Arnar eftir leikinn. Líklega bjuggust þó fæstir við því að miðvörðurinn og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson myndi skora þrennu fyrir íslenska liðið í dag, en það gerði hann þó svo sannarlega. Tvö mörk skoraði hann með skalla eftir hornspyrnu og fullkomnaði svo þrennuna með marki úr vítaspyrnu. „Hann var nú ekki alveg líklegur fyrir leik, en hann kom frábærlega inn í þennan leik og hann gefur liðinu helling með talanda og sínum leiðtogahæfileikum. Svo er náttúrulega þrennan og hann var fullkominn í dag.“ „Hann er greinilega frábær fyrir framan markið. Það er greinilega fínt að vera með skalla og skalla þetta bara inn. Hann var frábær í dag.“ sagði Hákon léttur. Sjálfur hefði Hákon líklega getað skorað þrennu í dag, en endaði leikinn þó aðeins með eitt mark. Hann skoraði þó annað mark sem var dæmt af og svo fékk hann gott færi til að bæta öðru marki við. „Að sjálfsögðu hefði ég viljað skora meira. Mér finnst markið sem hann tekur af mér alveg galið og svo á ég alltaf að skora þarna einn á móti markmanni. Þannig ég hefði getað verið með þrennu á fimm mínútum eða eitthvað, en það gerist bara seinna.“ Markið sem Hákon skoraði var þó hans fyrsta mark fyrir A-landslið Íslands. Hann segir það hafa verið sérstaka tilfinningu að sjá boltann enda í netinu. „Já að sjálfsögðu. Það er alltaf sérstakt þegar þú skorar fyrsta landsliðsmarkið og það var bara frábær tilfinning að sjá boltann í netinu.“ Að lokum segir Hákon að tapið gegn Bosníu síðastliðinn fimmtudag hafi ekki setið of lengi í mönnum og því hafi liðið getað náð upp jafn góðri frammistöðu og í dag. „Það þýðir ekkert annað. Við töluðum um að í 24 tíma getur maður alveg verið svekktur og svona, en svo eftir það er bara að fókusa á næsta leik eins og við gerðum og vorum frábærir í dag.“ „Við töluðum um það fyrir leik að það á að vera gaman í fótbolta og maður á að hafa gleði þegar maður er að spila. Við skoruðum snemma og það gefur þér helling og það er léttir að skora svona snemma. Svo náttúrulega keyrum við bara á þá,“ sagði Hákon að lokum. Klippa: Hákon Arnar Haraldsson eftir sigurinn gegn Liechtenstein Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Síðasta þrenna hjá mér kom sennilega í fimmta flokki“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, var kátur með sjö marka sigur á Liechtenstein. Aron skoraði þrennu og var léttur í svörum eftir leik. 26. mars 2023 18:45 „Ótrúlega stoltur af strákunum og hvernig þeir svöruðu fyrir tapið gegn Bosníu“ „Það er alveg jafn gaman að vinna 7-0 eins og það er leiðinlegt að tapa,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson eftir öruggan sigur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Liechtenstein í dag. 26. mars 2023 18:46 „Mikilvægt í svona leikjum að skora mark snemma“ Jón Dagur Þorsteinsson átti góðan leik fyrir íslenska landsliðið þegar liðið vann stórsigur á Liechtenstein í undankeppni EM í dag 26. mars 2023 18:45 Einkunnir úr sigrinum gegn Liechtenstein: Margir góðir en Aron og Jón Dagur báru af Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann vægast sagt öruggan 7-0 sigur er liðið heimsótti Liechtenstein í Vaduz í undankeppni EM 2024 í dag. Eftir að hafa aðeins skorað tvö mörk í fyrri hálfleik opnuðust flóðgáttirnar í þeim síðari og margir leikmenn íslenska liðsins geta gengið sáttir frá borði. 26. mars 2023 18:10 Stuð á Twitter: „Heyrist lítið í haters núna“ Venju samkvæmt var fólk duglegt að ræða landsleikinn á Twitter og jákvæðnin réð ríkjum aldrei þessu vant. 26. mars 2023 18:06 Umfjöllun: Liechtenstein - Ísland 0-7 | Fyrirliðinn gerði þrennu í markasúpu Ísland svaraði fyrir tapið gegn Bosníu með 0-7 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, gerði þrennu. Davíð Kristján, Hákon Arnar og Mikael Egill skoruðu allir sitt fyrsta landsliðsmark. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. mars 2023 17:55 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira
„Þetta er bara skyldusigur og maður á að fara í svona leiki með það hugarfar að þegar maður skorar fyrsta þá á maður bara að skora annað og svo koll af kolli og fara bara og slátra svona leikjum eins og við gerðum,“ sagði Hákon Arnar eftir leikinn. Líklega bjuggust þó fæstir við því að miðvörðurinn og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson myndi skora þrennu fyrir íslenska liðið í dag, en það gerði hann þó svo sannarlega. Tvö mörk skoraði hann með skalla eftir hornspyrnu og fullkomnaði svo þrennuna með marki úr vítaspyrnu. „Hann var nú ekki alveg líklegur fyrir leik, en hann kom frábærlega inn í þennan leik og hann gefur liðinu helling með talanda og sínum leiðtogahæfileikum. Svo er náttúrulega þrennan og hann var fullkominn í dag.“ „Hann er greinilega frábær fyrir framan markið. Það er greinilega fínt að vera með skalla og skalla þetta bara inn. Hann var frábær í dag.“ sagði Hákon léttur. Sjálfur hefði Hákon líklega getað skorað þrennu í dag, en endaði leikinn þó aðeins með eitt mark. Hann skoraði þó annað mark sem var dæmt af og svo fékk hann gott færi til að bæta öðru marki við. „Að sjálfsögðu hefði ég viljað skora meira. Mér finnst markið sem hann tekur af mér alveg galið og svo á ég alltaf að skora þarna einn á móti markmanni. Þannig ég hefði getað verið með þrennu á fimm mínútum eða eitthvað, en það gerist bara seinna.“ Markið sem Hákon skoraði var þó hans fyrsta mark fyrir A-landslið Íslands. Hann segir það hafa verið sérstaka tilfinningu að sjá boltann enda í netinu. „Já að sjálfsögðu. Það er alltaf sérstakt þegar þú skorar fyrsta landsliðsmarkið og það var bara frábær tilfinning að sjá boltann í netinu.“ Að lokum segir Hákon að tapið gegn Bosníu síðastliðinn fimmtudag hafi ekki setið of lengi í mönnum og því hafi liðið getað náð upp jafn góðri frammistöðu og í dag. „Það þýðir ekkert annað. Við töluðum um að í 24 tíma getur maður alveg verið svekktur og svona, en svo eftir það er bara að fókusa á næsta leik eins og við gerðum og vorum frábærir í dag.“ „Við töluðum um það fyrir leik að það á að vera gaman í fótbolta og maður á að hafa gleði þegar maður er að spila. Við skoruðum snemma og það gefur þér helling og það er léttir að skora svona snemma. Svo náttúrulega keyrum við bara á þá,“ sagði Hákon að lokum. Klippa: Hákon Arnar Haraldsson eftir sigurinn gegn Liechtenstein
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Síðasta þrenna hjá mér kom sennilega í fimmta flokki“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, var kátur með sjö marka sigur á Liechtenstein. Aron skoraði þrennu og var léttur í svörum eftir leik. 26. mars 2023 18:45 „Ótrúlega stoltur af strákunum og hvernig þeir svöruðu fyrir tapið gegn Bosníu“ „Það er alveg jafn gaman að vinna 7-0 eins og það er leiðinlegt að tapa,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson eftir öruggan sigur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Liechtenstein í dag. 26. mars 2023 18:46 „Mikilvægt í svona leikjum að skora mark snemma“ Jón Dagur Þorsteinsson átti góðan leik fyrir íslenska landsliðið þegar liðið vann stórsigur á Liechtenstein í undankeppni EM í dag 26. mars 2023 18:45 Einkunnir úr sigrinum gegn Liechtenstein: Margir góðir en Aron og Jón Dagur báru af Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann vægast sagt öruggan 7-0 sigur er liðið heimsótti Liechtenstein í Vaduz í undankeppni EM 2024 í dag. Eftir að hafa aðeins skorað tvö mörk í fyrri hálfleik opnuðust flóðgáttirnar í þeim síðari og margir leikmenn íslenska liðsins geta gengið sáttir frá borði. 26. mars 2023 18:10 Stuð á Twitter: „Heyrist lítið í haters núna“ Venju samkvæmt var fólk duglegt að ræða landsleikinn á Twitter og jákvæðnin réð ríkjum aldrei þessu vant. 26. mars 2023 18:06 Umfjöllun: Liechtenstein - Ísland 0-7 | Fyrirliðinn gerði þrennu í markasúpu Ísland svaraði fyrir tapið gegn Bosníu með 0-7 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, gerði þrennu. Davíð Kristján, Hákon Arnar og Mikael Egill skoruðu allir sitt fyrsta landsliðsmark. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. mars 2023 17:55 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira
„Síðasta þrenna hjá mér kom sennilega í fimmta flokki“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, var kátur með sjö marka sigur á Liechtenstein. Aron skoraði þrennu og var léttur í svörum eftir leik. 26. mars 2023 18:45
„Ótrúlega stoltur af strákunum og hvernig þeir svöruðu fyrir tapið gegn Bosníu“ „Það er alveg jafn gaman að vinna 7-0 eins og það er leiðinlegt að tapa,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson eftir öruggan sigur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Liechtenstein í dag. 26. mars 2023 18:46
„Mikilvægt í svona leikjum að skora mark snemma“ Jón Dagur Þorsteinsson átti góðan leik fyrir íslenska landsliðið þegar liðið vann stórsigur á Liechtenstein í undankeppni EM í dag 26. mars 2023 18:45
Einkunnir úr sigrinum gegn Liechtenstein: Margir góðir en Aron og Jón Dagur báru af Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann vægast sagt öruggan 7-0 sigur er liðið heimsótti Liechtenstein í Vaduz í undankeppni EM 2024 í dag. Eftir að hafa aðeins skorað tvö mörk í fyrri hálfleik opnuðust flóðgáttirnar í þeim síðari og margir leikmenn íslenska liðsins geta gengið sáttir frá borði. 26. mars 2023 18:10
Stuð á Twitter: „Heyrist lítið í haters núna“ Venju samkvæmt var fólk duglegt að ræða landsleikinn á Twitter og jákvæðnin réð ríkjum aldrei þessu vant. 26. mars 2023 18:06
Umfjöllun: Liechtenstein - Ísland 0-7 | Fyrirliðinn gerði þrennu í markasúpu Ísland svaraði fyrir tapið gegn Bosníu með 0-7 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, gerði þrennu. Davíð Kristján, Hákon Arnar og Mikael Egill skoruðu allir sitt fyrsta landsliðsmark. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. mars 2023 17:55