Sjötíu viðbragðsaðilar á leið með flugi austur: „Það er mjög mikil snjóflóðahætta á svæðinu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. mars 2023 12:21 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Rýming stendur yfir vegna minnst þriggja snjóflóða sem féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og taka þær til 160 húsa. Eitt flóðanna féll á fjölbýlishús í bænum og eru tíu slasaðir, enginn alvarlega. Leitarhundar eru á leið austur með þyrlu Landhelgisgæslunnar auk sjötíu viðbragðsaðila sem fara með flugi á svæðið í dag. Mikil snjóflóðahætta er á svæðinu og neyðarstigi almannavarna lýst yfir. Rétt eftir klukkan sex féll snjóflóð rétt utan við Neskaupstað og um sjö féll annað flóð. Þriðja flóðið féll svo úr Bakkagili um svipað leyti. „Það fellur snjóflóð á hús í Neskaupstað. Það er fjögurra íbúða hús og það er á mikilli ferð, gluggar brotna og snjór fer þangað inn og jafnvel upp á aðrar hæðir. Í kringum tíu manns eru eitthvað slasaðir, enginn alvarlega en þeir eru í frekari rannsóknum. Það eru skrámur og skurðir og slíkt,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Nýjustu tíðindi má finna í vaktinni: Víðir segir að flóðin hafi fallið á miklum hraða. „Og virðist hafa verið höggbylgja á undan þeim sem brýtur meðal annars glugga áður en flóðið sjálft kemur. Þannig það var mikill kraftur í því en ekki neitt rosalega mikill snjór.“ 160 hús rýmd Víðtækar rýmingar standa yfir í Neskaupsstað og á Seyðisfirð sem taka til rúmlega 160 húsa. Íbúar Norðfjarðar sem ekki falla undir rýmingu eru hvattir til að halda kyrru fyrir heima, hlémegin í húsum og bíða frekari upplýsinga. Þá hefur öllu skólahaldi verið aflýst í Fjarðarbyggð sem og almenningssamgöngum. „ Þetta gengur ágætlega en gengur hægt þar sem það er mikil ófærð og vont veður. Við erum að vonast til þess að veðrið gangi eitthvað niður seinni partinn í dag og þá gefist betra ráðrúm til að meta stöðuna, en það er verið að rýma þau hús sem talið er hætta að flóð geti fallið á.“ Allt viðbragð virkjað Hann segir að mjög mikil snjóflóðahætta sé á svæðinu og hefur Vegagerðin því lokað Norðfjarðargöngum að beiðni lögreglu og almannavarna. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í félagsheimilinu í Egilsbúð í Neskaupstað sem og í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna og samhæfingarstöðin virkjuð. Björgunarsveitarmenn og leitarhundar á leiðinni.Landhelgisgæslan „Þyrla Landhelgisgæslunnar fór með snjóflóðaleitarhunda fyrir hádegi til Egilsstaða, við munum senda flugvél núna á eftir með í kringum sjötíu björgunarsveitarliða, fólk frá Rauða krossinum, lögreglumenn og sjúkraflutningamenn. Við munum færa bjargir frá Norðurlandi nær, varðskipið Þór var inni í Eyjafirði í morgun og er farið af stað. Við gerum jafnvel ráð fyrir að þeir geti tekið upp björgunarfólk á Vopnafirði ef þörf verður á.“ Mikilvægt að koma skilaboðum áfram Hann hvetur fólk til halda ró sinni og huga að náunganum. „Eins og Austfirðingar eru þekktir fyrir þá halda þeir ró sinni og hlýða því sem þeim er ráðlagt að gera. Það er mikilvægt að samfélagið tryggi að allir fái skilaboðin. Þetta er mjög alþjóðlegt samfélag og fólk sem talar ekki bara íslensku þarna þannig það er mikilvægt að allir kanni með sína nágranna og samstarfsfélaga og annað sem þeir haldi að hafi ekki náð þeim upplýsingum sem hafa verið í gangi. Tryggja að allir viti hvernig staðan er.“ Fjarðabyggð Veður Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum. 27. mars 2023 11:22 Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06 Leitarhundar á leiðinni austur með þyrlu Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í loftið með þrjá björgunarsveitarmenn og jafnmarga leitarhunda á Hornafjörð til að vera til taks vegna snjóflóðanna og viðvarandi snjóflóðahættu á Austfjörðum. 27. mars 2023 10:36 Vaktin: Snjóflóð féllu í Neskaupstað og unnið að rýmingu Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. 27. mars 2023 10:03 Það sem skal gera við rýmingu Lögreglan á Austurlandi hefur birt tilmæli á Facebook-síðu sinni um hvað skal gera við rýmingu. Unnið er að því að rýma hús bæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði. 27. mars 2023 09:37 Neyðarstigi Almannavarna lýst yfir vegna flóðanna Neyðarstigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðanna sem féllu í Norðfirði í morgun. Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Almannavarna segir að verið sé að reyna að ná yfirsýn yfir ástandið. 27. mars 2023 08:43 Snjóflóð féll á fjölbýlishús í Neskaupstað og verið að rýma fjölda húsa Að minnsta kosti tvö snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og vitað er að annað þeirra féll á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Gluggar hafa brotnað og bílar henst til. Verið er að rýma mikinn fjölda húsa í bænum vegna snjóflóðahættu og hefur neyðarstigi Almannavarna verið lýst yfir. 27. mars 2023 08:13 Snjóflóð féll í Norðfirði og búið að rýma eitt hús Snjóflóð féll í Norðfirði í nótt vestan leiðigarða við Urðarteig í nótt. Flóðið fór yfir Strandgötu og í sjó fram. Verið er að rýma eitt hús. 27. mars 2023 07:27 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Rétt eftir klukkan sex féll snjóflóð rétt utan við Neskaupstað og um sjö féll annað flóð. Þriðja flóðið féll svo úr Bakkagili um svipað leyti. „Það fellur snjóflóð á hús í Neskaupstað. Það er fjögurra íbúða hús og það er á mikilli ferð, gluggar brotna og snjór fer þangað inn og jafnvel upp á aðrar hæðir. Í kringum tíu manns eru eitthvað slasaðir, enginn alvarlega en þeir eru í frekari rannsóknum. Það eru skrámur og skurðir og slíkt,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Nýjustu tíðindi má finna í vaktinni: Víðir segir að flóðin hafi fallið á miklum hraða. „Og virðist hafa verið höggbylgja á undan þeim sem brýtur meðal annars glugga áður en flóðið sjálft kemur. Þannig það var mikill kraftur í því en ekki neitt rosalega mikill snjór.“ 160 hús rýmd Víðtækar rýmingar standa yfir í Neskaupsstað og á Seyðisfirð sem taka til rúmlega 160 húsa. Íbúar Norðfjarðar sem ekki falla undir rýmingu eru hvattir til að halda kyrru fyrir heima, hlémegin í húsum og bíða frekari upplýsinga. Þá hefur öllu skólahaldi verið aflýst í Fjarðarbyggð sem og almenningssamgöngum. „ Þetta gengur ágætlega en gengur hægt þar sem það er mikil ófærð og vont veður. Við erum að vonast til þess að veðrið gangi eitthvað niður seinni partinn í dag og þá gefist betra ráðrúm til að meta stöðuna, en það er verið að rýma þau hús sem talið er hætta að flóð geti fallið á.“ Allt viðbragð virkjað Hann segir að mjög mikil snjóflóðahætta sé á svæðinu og hefur Vegagerðin því lokað Norðfjarðargöngum að beiðni lögreglu og almannavarna. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í félagsheimilinu í Egilsbúð í Neskaupstað sem og í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna og samhæfingarstöðin virkjuð. Björgunarsveitarmenn og leitarhundar á leiðinni.Landhelgisgæslan „Þyrla Landhelgisgæslunnar fór með snjóflóðaleitarhunda fyrir hádegi til Egilsstaða, við munum senda flugvél núna á eftir með í kringum sjötíu björgunarsveitarliða, fólk frá Rauða krossinum, lögreglumenn og sjúkraflutningamenn. Við munum færa bjargir frá Norðurlandi nær, varðskipið Þór var inni í Eyjafirði í morgun og er farið af stað. Við gerum jafnvel ráð fyrir að þeir geti tekið upp björgunarfólk á Vopnafirði ef þörf verður á.“ Mikilvægt að koma skilaboðum áfram Hann hvetur fólk til halda ró sinni og huga að náunganum. „Eins og Austfirðingar eru þekktir fyrir þá halda þeir ró sinni og hlýða því sem þeim er ráðlagt að gera. Það er mikilvægt að samfélagið tryggi að allir fái skilaboðin. Þetta er mjög alþjóðlegt samfélag og fólk sem talar ekki bara íslensku þarna þannig það er mikilvægt að allir kanni með sína nágranna og samstarfsfélaga og annað sem þeir haldi að hafi ekki náð þeim upplýsingum sem hafa verið í gangi. Tryggja að allir viti hvernig staðan er.“
Fjarðabyggð Veður Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum. 27. mars 2023 11:22 Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06 Leitarhundar á leiðinni austur með þyrlu Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í loftið með þrjá björgunarsveitarmenn og jafnmarga leitarhunda á Hornafjörð til að vera til taks vegna snjóflóðanna og viðvarandi snjóflóðahættu á Austfjörðum. 27. mars 2023 10:36 Vaktin: Snjóflóð féllu í Neskaupstað og unnið að rýmingu Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. 27. mars 2023 10:03 Það sem skal gera við rýmingu Lögreglan á Austurlandi hefur birt tilmæli á Facebook-síðu sinni um hvað skal gera við rýmingu. Unnið er að því að rýma hús bæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði. 27. mars 2023 09:37 Neyðarstigi Almannavarna lýst yfir vegna flóðanna Neyðarstigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðanna sem féllu í Norðfirði í morgun. Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Almannavarna segir að verið sé að reyna að ná yfirsýn yfir ástandið. 27. mars 2023 08:43 Snjóflóð féll á fjölbýlishús í Neskaupstað og verið að rýma fjölda húsa Að minnsta kosti tvö snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og vitað er að annað þeirra féll á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Gluggar hafa brotnað og bílar henst til. Verið er að rýma mikinn fjölda húsa í bænum vegna snjóflóðahættu og hefur neyðarstigi Almannavarna verið lýst yfir. 27. mars 2023 08:13 Snjóflóð féll í Norðfirði og búið að rýma eitt hús Snjóflóð féll í Norðfirði í nótt vestan leiðigarða við Urðarteig í nótt. Flóðið fór yfir Strandgötu og í sjó fram. Verið er að rýma eitt hús. 27. mars 2023 07:27 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum. 27. mars 2023 11:22
Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06
Leitarhundar á leiðinni austur með þyrlu Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í loftið með þrjá björgunarsveitarmenn og jafnmarga leitarhunda á Hornafjörð til að vera til taks vegna snjóflóðanna og viðvarandi snjóflóðahættu á Austfjörðum. 27. mars 2023 10:36
Vaktin: Snjóflóð féllu í Neskaupstað og unnið að rýmingu Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. 27. mars 2023 10:03
Það sem skal gera við rýmingu Lögreglan á Austurlandi hefur birt tilmæli á Facebook-síðu sinni um hvað skal gera við rýmingu. Unnið er að því að rýma hús bæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði. 27. mars 2023 09:37
Neyðarstigi Almannavarna lýst yfir vegna flóðanna Neyðarstigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðanna sem féllu í Norðfirði í morgun. Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Almannavarna segir að verið sé að reyna að ná yfirsýn yfir ástandið. 27. mars 2023 08:43
Snjóflóð féll á fjölbýlishús í Neskaupstað og verið að rýma fjölda húsa Að minnsta kosti tvö snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og vitað er að annað þeirra féll á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Gluggar hafa brotnað og bílar henst til. Verið er að rýma mikinn fjölda húsa í bænum vegna snjóflóðahættu og hefur neyðarstigi Almannavarna verið lýst yfir. 27. mars 2023 08:13
Snjóflóð féll í Norðfirði og búið að rýma eitt hús Snjóflóð féll í Norðfirði í nótt vestan leiðigarða við Urðarteig í nótt. Flóðið fór yfir Strandgötu og í sjó fram. Verið er að rýma eitt hús. 27. mars 2023 07:27