Snjóflóð á Íslandi

Fréttamynd

Rýmingum af­létt í Nes­kaup­stað en ekki Seyðis­firði

Rýmingum í Neskaupstað vegna snjóflóðahættu hefur verið aflétt. Enn er verið að fara yfir gögn og meta hvort aflétta eigi rýmingum á Seyðisfirði strax. Verkefnastjóri almannavarna á Austfjörðum segir ánægjulegt að óvissuástandinu sé að ljúka. 

Innlent
Fréttamynd

Rýma fleiri hús á Seyðis­firði

Þrjú stór flóð féllu fyrir ofan Neskaupstað í nótt. Rýmingar eru enn í gildi í bænum og á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu. Rýma á tvær blokkir til viðbótar á Seyðisfirði í dag. Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir rýmingarnar hafa tekið á íbúa. 

Innlent
Fréttamynd

Um 170 í­búar komnir með húsa­skjól og rýmingarsvæðum fjölgað

Á annað hundrað íbúar á Austfjörðum þurftu að yfirgefa heimili sín í dag vegna aukinnar snjóflóðahættu. Íbúar hafa tekið ástandinu að æðruleysi segir verkefnastjóri hjá almannavörnum en ástandið hreyfir við mörgum í ljósi sögunnar. Rýmingarsvæðum á Seyðisfirði fjölgar í kvöld en ná að mestu yfir atvinnusvæði. 

Innlent
Fréttamynd

Rýming í Nes­kaup­stað og á Seyðis­firði

Rýma þarf svæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði vegna mikillar snjóflóðahættu. Veðurstofa Íslands telur mikla hættu á snjóflóðum á svæðinu næstu daga. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta skil­greinir þorpið“

Þrjátíu ár eru í dag liðin frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík og blysför og minningarstund verður í bænum í kvöld. Sveitarstjóri segir atburðinn skilgreina samfélagið á vissan hátt.

Innlent
Fréttamynd

Vill veita björgunarfólkinu viður­kenningu

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, deildarforseti og prófessor við Háskólann í Bifröst, telur einsýnt að þeir sem komu að björgunarstörfum í tengslum við snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri fyrir þrjátíu árum verði heiðraðir sérstaklega fyrir framgöngu sína.

Innlent
Fréttamynd

Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni

Skaðræðisöskur eins árs stúlku var gífurlegur léttir fyrir unga móður eftir snjóflóðin í Neskaupstað í desember 1974. Fólk sem lifði af mannskæð snjóflóð í Neskaupstað árið 1974 hugsar til fjölskyldu og vina í fámenna plássinu.

Lífið
Fréttamynd

Súða­víkur­hlíð opin til 16

Búið er að opna fyrir umferð um Súðavíkurhlíð, en vegna snjóflóðahættu verður veginum lokað aftur klukkan 16 í dag. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu.

Innlent
Fréttamynd

Snjó­flóð féllu á Súða­víkur­hlíð

Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum en nokkur snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíðina í nótt og lokaðist vegurinn um hlíðina. Þung færð er víða enn um landið þó jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn sé að mestu gengið niður. Þá er Öxnadalsheiði enn lokuð og óvíst hvort það takist að opna fyrir umferð um hana í dag.

Innlent
Fréttamynd

Þetta reddast eða hvað?

Frasinn í yfirskrift greinarinnar er ákaflega mikið notaður, meðvitað og ómeðvitað, í íslensku þjóðfélagi og hafa nokkrar greinar birst með sömu eða svipaðri yfirskrift síðustu vikur og mánuði. Ekki er hlustað á varnaðarorð eða ábendingar, vegna þess að þetta kemur ekki frá réttum aðila, telst vera óþarf kvabb, fyrir hendi er skortur á framsýni og víðsýni eða að einhver annar á að borga.

Skoðun
Fréttamynd

Öllum rýmingum af­létt á Austur­landi

Hættustigi og rýmingum vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði hefur verið aflétt. Rýmingar sem gripið var til á Austurlandi hafi því verið aflétt að fullu. Óvissustig vegna snjófljóðahættu er enn í gildi á Austfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Ó­venju­mikið af snjó­flóðum af manna­völdum

Það hefur verið óvenjumikið af snjóflóðum af mannavöldum síðustu daga. Um páskana og fyrir páska snjóaði mikið og blés í hvössum norðaustanáttum með þeim afleiðingum að mikill snjór safnaðist til fjalla. Vindflekar hafa byggst upp í flestum viðhorfum og veikleikar þróast innan snjóþekjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Er­lendir skíða­menn í snjó­flóði í Eyja­firði

Einn er slasaður vegna snjóflóðs sem féll í Eyjafirði í dag. Fjórir lentu í snjóflóðinu en um er að ræða erlenda ferðamenn. Töluverð snjóflóðahætta er á svæðinu. Búið er að kalla til björgunarsveitir og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Vél­sleða­maður lenti í snjó­flóði

Björgunarsveitir á Húsavík og Aðaldal voru kallaðar út upp úr klukkan tvö í dag vegna vélsleðaslys. Þá var tilkynnt að maður á vélsleða hefði lent í snjóflóði og slasast.

Innlent