Brýnt að ljúka ofanflóðavörnum: „Þetta sýnir þörfina svo vel“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. mars 2023 12:31 Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir íbúa á liðnum árum hafa unnið betur og meira úr áfallinu sem fylgdi snjóflóðinu fyrir tæplega fimm áratugum. Stöð 2/Einar Árnason Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir snjóflóðin sem féllu í Neskaupstað í morgun skiljanlega hafa áhrif á íbúa en flestir þekki söguna af mannskæða flóðinu 1974. Mikilvægi þess að ljúka ofanflóðavörnum í bænum hafi bersýnilega komið í ljós í morgun og bæjarstjóri segir þau vinna að málinu með íbúum sem ein heild. Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Rýming er í fullum gangi en aðgerðarstjórn er í samráði við Veðurstofuna um hvort grípa þurfi til frekari rýminga í dag. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, er í aðgerðarstjórn en hann segir að flytja hafi þurft tugi íbúa það sem af er degi. „Margir fara í fjöldahjálparstöðina í Egilsbúð en einhverjir fara jafnvel til ættingja og vina annars staðar í bænum sem eru utan hættusvæðis. Þannig þetta er heilmikil aðgerð sem er í gangi hjá okkur í dag,“ segir hann. Íbúar taki þessu almennt af miklu æðruleysi og stillingu. „En auðvitað hefur þetta áhrif. Menn þekkja hérna í Norðfirði söguna af þessu mannskæða flóði 1974 og þetta sambýli við ofanflóðahættu. Það hefur áhrif líka en ég þreytist aldrei af því að hrósa fólki þegar að á reynir, hversu vel það bregst við, og það er það sem við gerum,“ segir Jón Björn. Vonir eru bundnar við að veðrið gangi niður og þau geti séð hvernig fjallið lítur út. „Það er auðvitað ekki mikið skyggni fyrir ofan byggðina. Þannig það er bara verkefnið núna að ljúka rýmingunni og koma fólki fyrir og síðan verðum við bara að taka þetta eftir því sem fram á daginn líður og við sjáum hvernig veður og snjóalög þróast,“ segir hann. Sýnir þörfina á vörnum vel Sá hluti bæjarins þar sem flóðið féll var óvarinn fyrir snjóflóðum en undirbúningur er hafinn við að reisa fjórða ofanflóðagarðinn. „Fyrir nokkrum vikum þá vorum við að kynna, í samráði með Ofanflóðasjóði, hönnun á þeim garði sem er síðasti liðurinn í ofanflóðavörnum hér í Norðfirði. Hér líkt og á svo mörgum öðrum stöðum á landinu er svo brýnt að þessar ofanflóðavarnir, að þeim fari að ljúka,“ segir Jón Björn. „Við höfum sannarlega séð í morgun hversu mikilvæg þessi varnarmannvirki eru og hversu mikið okkur vantaði þennan fjórða.“ Aðspurður um hvort fólk geti unnið hratt og vel úr málinu og nýtt kraftinn til að knýja á um úrbætur telur hann svo vera. „Þetta sýnir, eins og við þekkjum, þörfina svo vel og ég er viss um að á því verði fullur skilningur. Auðvitað höfum við á liðnum árum unnið betur og meira úr þessum áföllum þannig fólk nýtir sér þann kraft. En fyrst og síðast þá stillum við okkur núna vel saman og vinnum þetta sem ein heild eins og við gerum alltaf þegar á bjátar,“ segir Jón Björn. Fjarðabyggð Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06 Leitarhundar á leiðinni austur með þyrlu Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í loftið með þrjá björgunarsveitarmenn og jafnmarga leitarhunda á Hornafjörð til að vera til taks vegna snjóflóðanna og viðvarandi snjóflóðahættu á Austfjörðum. 27. mars 2023 10:36 Vaktin: Snjóflóð féllu í Neskaupstað og unnið að rýmingu Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. 27. mars 2023 10:03 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Rýming er í fullum gangi en aðgerðarstjórn er í samráði við Veðurstofuna um hvort grípa þurfi til frekari rýminga í dag. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, er í aðgerðarstjórn en hann segir að flytja hafi þurft tugi íbúa það sem af er degi. „Margir fara í fjöldahjálparstöðina í Egilsbúð en einhverjir fara jafnvel til ættingja og vina annars staðar í bænum sem eru utan hættusvæðis. Þannig þetta er heilmikil aðgerð sem er í gangi hjá okkur í dag,“ segir hann. Íbúar taki þessu almennt af miklu æðruleysi og stillingu. „En auðvitað hefur þetta áhrif. Menn þekkja hérna í Norðfirði söguna af þessu mannskæða flóði 1974 og þetta sambýli við ofanflóðahættu. Það hefur áhrif líka en ég þreytist aldrei af því að hrósa fólki þegar að á reynir, hversu vel það bregst við, og það er það sem við gerum,“ segir Jón Björn. Vonir eru bundnar við að veðrið gangi niður og þau geti séð hvernig fjallið lítur út. „Það er auðvitað ekki mikið skyggni fyrir ofan byggðina. Þannig það er bara verkefnið núna að ljúka rýmingunni og koma fólki fyrir og síðan verðum við bara að taka þetta eftir því sem fram á daginn líður og við sjáum hvernig veður og snjóalög þróast,“ segir hann. Sýnir þörfina á vörnum vel Sá hluti bæjarins þar sem flóðið féll var óvarinn fyrir snjóflóðum en undirbúningur er hafinn við að reisa fjórða ofanflóðagarðinn. „Fyrir nokkrum vikum þá vorum við að kynna, í samráði með Ofanflóðasjóði, hönnun á þeim garði sem er síðasti liðurinn í ofanflóðavörnum hér í Norðfirði. Hér líkt og á svo mörgum öðrum stöðum á landinu er svo brýnt að þessar ofanflóðavarnir, að þeim fari að ljúka,“ segir Jón Björn. „Við höfum sannarlega séð í morgun hversu mikilvæg þessi varnarmannvirki eru og hversu mikið okkur vantaði þennan fjórða.“ Aðspurður um hvort fólk geti unnið hratt og vel úr málinu og nýtt kraftinn til að knýja á um úrbætur telur hann svo vera. „Þetta sýnir, eins og við þekkjum, þörfina svo vel og ég er viss um að á því verði fullur skilningur. Auðvitað höfum við á liðnum árum unnið betur og meira úr þessum áföllum þannig fólk nýtir sér þann kraft. En fyrst og síðast þá stillum við okkur núna vel saman og vinnum þetta sem ein heild eins og við gerum alltaf þegar á bjátar,“ segir Jón Björn.
Fjarðabyggð Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06 Leitarhundar á leiðinni austur með þyrlu Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í loftið með þrjá björgunarsveitarmenn og jafnmarga leitarhunda á Hornafjörð til að vera til taks vegna snjóflóðanna og viðvarandi snjóflóðahættu á Austfjörðum. 27. mars 2023 10:36 Vaktin: Snjóflóð féllu í Neskaupstað og unnið að rýmingu Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. 27. mars 2023 10:03 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06
Leitarhundar á leiðinni austur með þyrlu Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í loftið með þrjá björgunarsveitarmenn og jafnmarga leitarhunda á Hornafjörð til að vera til taks vegna snjóflóðanna og viðvarandi snjóflóðahættu á Austfjörðum. 27. mars 2023 10:36
Vaktin: Snjóflóð féllu í Neskaupstað og unnið að rýmingu Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. 27. mars 2023 10:03