Gögn um körfubolta og ákvarðanir sem teknar eru án þeirra Grímur Atlason skrifar 27. mars 2023 17:30 Á þingi KKÍ um helgina var ákveðið að afnema allar reglur sem takmarka erlenda leikmenn í öllum deildum meistaraflokka á Íslandi. Meðal þeirra sem talaði fyrir því að afnema allar reglur var formaður afreksnefndar KKÍ. Undirritaður ákvað að eyða öllum kvöldum og helgum vorið 2020 til þess að taka saman áhrifin af afnámi 4+1 reglunnar. Voru þau gögn uppistaðan í lokaverkefni mínu til MBA gráðu við HÍ. Þau gögn ættu að vera formanni afreksnefndar kunn enda sat hann fund stjórnar KKÍ þegar ég mætti þangað í byrjun sumars 2020 og fór yfir niðurstöður rannsóknar minnar. Þar var sannarlega að finna vísbendingar um að afnám 4+1 reglunnar hefði haft töluverð áhrif á framgang íslenskra leikmanna til hins verra. Í aðdraganda þings KKÍ núna uppfærði ég þessi gögn og bætti við nokkrum þáttum eins og ég hef reyndar gert árlega frá árinu 2020. Þau gögn voru aðgengileg stjórn KKÍ í gegnum vinnuhóp hennar um erlenda leikmenn. Þau voru jafnframt send á valda einstaklinga innan félaga hreyfingarinnar. Gögnin eru unnin upp úr tölfræðigagnagrunni KKÍ um körfubolta á Íslandi. Það kann að vera að í þeim leynist stöku villur en það ætti ekki að hafa áhrif á heildarmyndina. Fyrstu tvær myndirnar tengjast breytingum á fjölda íslenskra leikmanna í leikmannahópum og fjölda erlendra leikmanna á yfirstandandi tímabili. Varðandi 1. deild karla verður að hafa í huga að liðum hefur fjölgað um eitt í deildinni en þrátt fyrir það hefur leikmönnum fækkað um 42. Út frá þessum gögnum er hægt að draga ályktanir er snúa að byrjunarliðsæti annars vegar og hlutfalli leikinna mínútna hins vegar. Næstu tvær myndir tengjast því. Hér á eftir eru gögn sem snúa að aldri og fjölda íslenskra leikmanna í æfingahóp í efstu deild karla og kvenna. Þessi gögn eru talsvert afgerandi og eru sterkar vísbendingar um að afnám 4+1 reglunnar hafi haft eftirfarandi í för með sér til dagsins í dag: Íslenskum leikmönnum fækkaði 92 eða samtals um 33% samtals í úrvals- og 1. deild karla á milli 2017 til 2018 og yfirstandandi tímabils. Tölur um byrjunarliðssæti og leiknar mínútur íslenskra leikmanna í efstu deildunum fjórum eru nokkuð afgerandi og sýna svart á hvítu færri tækifæri þeim til handa. Í úrvalsdeild karla fækkar leikmönnum í aldurshópnum 20 til 26 ára um 49 eða samtals um 45,5%. Brottfallið er beinlínis sláandi. Leikmenn yngri en 20 ára eru jafn margir og þeir voru fyrir fimm árum og eru því hlutfallslega fleiri í dag. Það virðist því vera þannig að leikmenn sætta sig við hlutverk sem æfinga leikmenn þegar þeir eru yngri en 20 ára en eru ekki tilbúnir að halda áfram að æfa og sitja á bekknum eftir tvítugt. 44% íslenskra leikmanna í úrvalsdeild kvenna eru yngri en 20 ára. Þeim hefur fjölgað um 20 á þessum tíma. Leikmönnum yngri en 20 ára fjölgar um 57% frá 2018 til 2023 en fækkar um 20% í aldurshópum 20 til 23 ára og 18% í aldurshópnum 24 til 26 ára. Leikmenn eldri en 30 ára eru í dag taldir á fingrum annarrar handar. Hlutverk fyrir yngri leikmenn eykst nokkuð en erlendum leikmönnum hefur fjölgað um 100% á þessum tíma og þó sker tímabilið 2022 til 2023 sig nokkuð úr þar sem tvö lið sendu erlenda leikmenn sína heim á miðju tímabili. Það hefur lengi háð kvennastarfinu hve fljótt leikmenn fara í meistaraflokk og leika marga leiki þar samhliða í yngri flokkum. Þróunin sem birtist í gögnunum bendir til þess að okkur fari aftur þarna líka. Þegar öll þessi gögn eru skoðuð get ég ekki annað en lýst furðu minni á að formaður afreksnefndar o.fl. haldi því blákalt fram að minnstu hömlur á fjölda erlendra leikmanna sem þekkjast á heimsvísu séu körfuknattleik á Íslandi til framdráttar. Vísbendingarnar um hið gagnstæða eru ansi sterkar og verður einnig að hafa í huga að ofangreind gögn taka til tímabils þar sem enn voru nokkrar hömlur við lýði. Afreksstefna sem gengur út á að fækka tækifærum íslenskra leikmanna er óskiljanleg afreksstefna. Hafa ber í huga að öll íþróttafélög landsins njóta beinna og óbeinna styrkja hins opinbera. Þau eru ungmennafélög og skráð sem almannaheillafélög. Að félögin hagi sér með annarri hendi eins og þau séu fyrirtæki á frjálsum markaði en með hinni eins og þau séu í framvarðarsveit almannaheilla, æsku og forvarana gengur bara ekki upp. Það verður ekki bæði haldið og sleppt í þessum efnum. Höfundur áhugamaður um körfubolta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Körfubolti Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Á þingi KKÍ um helgina var ákveðið að afnema allar reglur sem takmarka erlenda leikmenn í öllum deildum meistaraflokka á Íslandi. Meðal þeirra sem talaði fyrir því að afnema allar reglur var formaður afreksnefndar KKÍ. Undirritaður ákvað að eyða öllum kvöldum og helgum vorið 2020 til þess að taka saman áhrifin af afnámi 4+1 reglunnar. Voru þau gögn uppistaðan í lokaverkefni mínu til MBA gráðu við HÍ. Þau gögn ættu að vera formanni afreksnefndar kunn enda sat hann fund stjórnar KKÍ þegar ég mætti þangað í byrjun sumars 2020 og fór yfir niðurstöður rannsóknar minnar. Þar var sannarlega að finna vísbendingar um að afnám 4+1 reglunnar hefði haft töluverð áhrif á framgang íslenskra leikmanna til hins verra. Í aðdraganda þings KKÍ núna uppfærði ég þessi gögn og bætti við nokkrum þáttum eins og ég hef reyndar gert árlega frá árinu 2020. Þau gögn voru aðgengileg stjórn KKÍ í gegnum vinnuhóp hennar um erlenda leikmenn. Þau voru jafnframt send á valda einstaklinga innan félaga hreyfingarinnar. Gögnin eru unnin upp úr tölfræðigagnagrunni KKÍ um körfubolta á Íslandi. Það kann að vera að í þeim leynist stöku villur en það ætti ekki að hafa áhrif á heildarmyndina. Fyrstu tvær myndirnar tengjast breytingum á fjölda íslenskra leikmanna í leikmannahópum og fjölda erlendra leikmanna á yfirstandandi tímabili. Varðandi 1. deild karla verður að hafa í huga að liðum hefur fjölgað um eitt í deildinni en þrátt fyrir það hefur leikmönnum fækkað um 42. Út frá þessum gögnum er hægt að draga ályktanir er snúa að byrjunarliðsæti annars vegar og hlutfalli leikinna mínútna hins vegar. Næstu tvær myndir tengjast því. Hér á eftir eru gögn sem snúa að aldri og fjölda íslenskra leikmanna í æfingahóp í efstu deild karla og kvenna. Þessi gögn eru talsvert afgerandi og eru sterkar vísbendingar um að afnám 4+1 reglunnar hafi haft eftirfarandi í för með sér til dagsins í dag: Íslenskum leikmönnum fækkaði 92 eða samtals um 33% samtals í úrvals- og 1. deild karla á milli 2017 til 2018 og yfirstandandi tímabils. Tölur um byrjunarliðssæti og leiknar mínútur íslenskra leikmanna í efstu deildunum fjórum eru nokkuð afgerandi og sýna svart á hvítu færri tækifæri þeim til handa. Í úrvalsdeild karla fækkar leikmönnum í aldurshópnum 20 til 26 ára um 49 eða samtals um 45,5%. Brottfallið er beinlínis sláandi. Leikmenn yngri en 20 ára eru jafn margir og þeir voru fyrir fimm árum og eru því hlutfallslega fleiri í dag. Það virðist því vera þannig að leikmenn sætta sig við hlutverk sem æfinga leikmenn þegar þeir eru yngri en 20 ára en eru ekki tilbúnir að halda áfram að æfa og sitja á bekknum eftir tvítugt. 44% íslenskra leikmanna í úrvalsdeild kvenna eru yngri en 20 ára. Þeim hefur fjölgað um 20 á þessum tíma. Leikmönnum yngri en 20 ára fjölgar um 57% frá 2018 til 2023 en fækkar um 20% í aldurshópum 20 til 23 ára og 18% í aldurshópnum 24 til 26 ára. Leikmenn eldri en 30 ára eru í dag taldir á fingrum annarrar handar. Hlutverk fyrir yngri leikmenn eykst nokkuð en erlendum leikmönnum hefur fjölgað um 100% á þessum tíma og þó sker tímabilið 2022 til 2023 sig nokkuð úr þar sem tvö lið sendu erlenda leikmenn sína heim á miðju tímabili. Það hefur lengi háð kvennastarfinu hve fljótt leikmenn fara í meistaraflokk og leika marga leiki þar samhliða í yngri flokkum. Þróunin sem birtist í gögnunum bendir til þess að okkur fari aftur þarna líka. Þegar öll þessi gögn eru skoðuð get ég ekki annað en lýst furðu minni á að formaður afreksnefndar o.fl. haldi því blákalt fram að minnstu hömlur á fjölda erlendra leikmanna sem þekkjast á heimsvísu séu körfuknattleik á Íslandi til framdráttar. Vísbendingarnar um hið gagnstæða eru ansi sterkar og verður einnig að hafa í huga að ofangreind gögn taka til tímabils þar sem enn voru nokkrar hömlur við lýði. Afreksstefna sem gengur út á að fækka tækifærum íslenskra leikmanna er óskiljanleg afreksstefna. Hafa ber í huga að öll íþróttafélög landsins njóta beinna og óbeinna styrkja hins opinbera. Þau eru ungmennafélög og skráð sem almannaheillafélög. Að félögin hagi sér með annarri hendi eins og þau séu fyrirtæki á frjálsum markaði en með hinni eins og þau séu í framvarðarsveit almannaheilla, æsku og forvarana gengur bara ekki upp. Það verður ekki bæði haldið og sleppt í þessum efnum. Höfundur áhugamaður um körfubolta.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar