Þetta kemur fram á vef RÚV en í tilkynningu frá útvarpsstjóra kemur fram að leitað hafi verið að stjórnanda með reynslu og þekkingu á starfsemi fjölmiðla, menningu og listum „framúrskarandi samskiptahæfni, leiðtogafærni og hæfni til að leiða árangursríka samvinnu auk annarra hæfniskrafna.“
Átján sóttu um eftir að staða dagskrárstjóra var auglýst í síðasta mánuði. Á meðal umsækjenda voru systkinin Lára Ómarsdóttir og Þorfinnur Ómarsson. María Björk Ingvadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri N4, sótti einnig um stöðuna. Fleiri reynsluboltar úr heimi fjölmiðla voru á meðal umsækjenda, þar á meðal Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, RÚV, Morgunblaðinu og fleiri miðlum, og Þorsteinn J. Vilhjálmsson sem var um árabil í sjónvarpi, bæði sem fréttamaður og þáttastjórnandi.
Fanney Birna er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og Kjarnans og hefur um árabil haft umsjón með þjóðmálaumræðuþættinum Silfrinu á RÚV ásamt Agli Helgasyni.