Harry og Elton viðstaddir fyrirtöku hópmálssóknar gegn Daily Mail Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. mars 2023 10:58 Það kom mörgum á óvart þegar Harry birtist í Lundúnum í gær en hann hefur ekki komið til Bretlands frá því að Elísabet II var borin til grafar. epa/Neil Hall Harry Bretaprins og Elton John voru meðal viðstaddra þegar dómstóll í Lundúnum tók fyrir hópmálsókn gegn Associated Newspapers, sem á meðal annars og gefur út Daily Mail. Harry og John eru meðal nokkurra þekktra einstaklinga sem eiga aðild að málsókninni en einnig má efna leikkonurnar Elizabeth Hurley og Sadie Frost. Dómstóllinn mun hlýða á málflutning í fjóra daga og ákveða að því loknu hvort málið verður tekið fyrir eða því vísað frá. Lögmenn Associated Press hafa neitað öllum ásökunum á hendur fyrirtækinu og óskað eftir frávísun. David Sherborne, lögmaður sóknaraðilanna, sagði þá alla hafa verið fórnarlömb ólögmætra aðgerða starfsmanna Daily Mail og Mail on Sunday eða útsendara þeirra. Þeir hefðu meðal annars hlustað á skilaboð á símsvörum, hlerað landlínur og beitt ólögmætum aðgerðum til að komast yfir upplýsingar á borð við sjúkrahúsgögn og símreikninga. Brotin hefðu átt sér stað á árunum 1993 til 2011 og mögulega til 2018. Í málsgögnum sem lögð voru fram fyrir hönd Harry er meðal annars fjallað um það tjón sem prinsinn varð fyrir þegar hann fylltist ofsóknarbrjálæði í kjölfar umfjöllunar miðlanna um atriði sem enginn nema nánustu aðstandendur gátu vitað um. Umfjöllunin hefði orðið til þess að skapa vantraust í garð þeirra sem hann treysti áður og valdið vinslitum. Þá var greint frá því fyrir dómnum að landlína John og eiginmanns hans hefði verið hleruð og að það hefði haft djúpstæð áhrif á þá að hugsa til þess að persónuleg samtöl þeirra á milli hefðu verið tekin upp og spiluð af ókunnugum, án tillit til þess hvort blöðin gerðu sér mat úr símtölunum. Hjónin hefðu enn fremur ekki séð fæðingarvottorð fyrsta barnsins síns áður en miðlarnir höfðu komist yfir eintak. Fyrir hönd Hurley sagði Seaborne að brotist hefði verið inn í síma hennar og hlustunarbúnaður settur á glugga á heimili hennar. Þá hefði bifreið Hugh Grant, fyrrverandi kærasta Hurley, verið hleraður. BBC fjallar ítarlega um málið. Bretland Harry og Meghan Fjölmiðlar Kóngafólk Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Harry og John eru meðal nokkurra þekktra einstaklinga sem eiga aðild að málsókninni en einnig má efna leikkonurnar Elizabeth Hurley og Sadie Frost. Dómstóllinn mun hlýða á málflutning í fjóra daga og ákveða að því loknu hvort málið verður tekið fyrir eða því vísað frá. Lögmenn Associated Press hafa neitað öllum ásökunum á hendur fyrirtækinu og óskað eftir frávísun. David Sherborne, lögmaður sóknaraðilanna, sagði þá alla hafa verið fórnarlömb ólögmætra aðgerða starfsmanna Daily Mail og Mail on Sunday eða útsendara þeirra. Þeir hefðu meðal annars hlustað á skilaboð á símsvörum, hlerað landlínur og beitt ólögmætum aðgerðum til að komast yfir upplýsingar á borð við sjúkrahúsgögn og símreikninga. Brotin hefðu átt sér stað á árunum 1993 til 2011 og mögulega til 2018. Í málsgögnum sem lögð voru fram fyrir hönd Harry er meðal annars fjallað um það tjón sem prinsinn varð fyrir þegar hann fylltist ofsóknarbrjálæði í kjölfar umfjöllunar miðlanna um atriði sem enginn nema nánustu aðstandendur gátu vitað um. Umfjöllunin hefði orðið til þess að skapa vantraust í garð þeirra sem hann treysti áður og valdið vinslitum. Þá var greint frá því fyrir dómnum að landlína John og eiginmanns hans hefði verið hleruð og að það hefði haft djúpstæð áhrif á þá að hugsa til þess að persónuleg samtöl þeirra á milli hefðu verið tekin upp og spiluð af ókunnugum, án tillit til þess hvort blöðin gerðu sér mat úr símtölunum. Hjónin hefðu enn fremur ekki séð fæðingarvottorð fyrsta barnsins síns áður en miðlarnir höfðu komist yfir eintak. Fyrir hönd Hurley sagði Seaborne að brotist hefði verið inn í síma hennar og hlustunarbúnaður settur á glugga á heimili hennar. Þá hefði bifreið Hugh Grant, fyrrverandi kærasta Hurley, verið hleraður. BBC fjallar ítarlega um málið.
Bretland Harry og Meghan Fjölmiðlar Kóngafólk Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira