„Óþægilegt þegar eitthvað svona gerist nálægt manni“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. mars 2023 20:30 Margrét María Ágústsdóttir lærir heimspeki og félagsráðgjöf í Lipscomb háskólanum. Skólinn er í átta mínútna fjarlægð frá Covenant skólanum þar sem skotárás fór fram í gær. vísir Íslenskur námsmaður sem býr í næsta nágrenni við skotárásina sem varð þremur níu ára börnum að bana í Nashville í gær segir atburðinn skelfilegan. Hún segist nær alltaf vör um sig í skólanum vegna þess hversu skotárásir séu algengar í Bandaríkjunum. Við vörum við myndefni sem fylgir þessari frétt. Í sjónvarpsfréttinni sést hvernig hinn 28 ára gamli Audrey Hale réðst inn í Covenant háskólann í Nashville í gær vopnaður tveimur árásarrifflum og skammbyssu áður en hann skaut sex til bana. Meðal fórnarlamba voru skólastjórinn, kennarar og þrjú níu ára börn. Lögregla segir að Hale hafi skipulagt árásina í þaula en á heimili hans fundust teikningar af skólabyggingunni og upplýsingar um öryggisferla. Hann var fyrrverandi nemandi skólans og telur lögregla að hann hafi talið sig eiga harma að hefna og að hann hafi ætlað að láta til skarar skríða á fleiri stöðum. Margrét María Ágústsdóttir er nemandi í háskóla sem staðsettur er í átta mínútna akstursfjarlægð frá Covenant háskólanum. Hún frétti af árásinni í gegnum tölvupóst sem sendur var á nemendur skömmu eftir atburðinn. „Sumir kennarar hættu við tíma en aðrir buðu okkur að lesa fréttir um málið í skólanum. Þannig við vissum ekki alveg hvað var í gangi. Það er óþægilegt þegar eitthvað svona gerist nálægt manni, maður veit ekki alveg hvernig maður á að bregðast við,“ segir Margrét María Ágústsdóttir, nemandi í Lipscomb háskólanum. Skotin til bana af lögreglu Atburðarrásin gerðist hratt en Hale var skotinn til bana af lögreglu fjórtán mínútum eftir að tilkynning barst um árásina. Margrét María segir óþægilegt að vita af svona árás í nágrenninu. Fjöldi skotárása í skólum landsins sé sorgleg staðreynd og því segist Margrét nær alltaf vara um sig í skólanum. „Ég hugsaði náttúrulega strax heim og lét mömmu og pabba vita að þetta væri í gangi svo þau gætu sagt ömmu og afa að það væri í lagi með mig og að ekki væri hætta í mínum skóla. Ég er sjálf í kristnum skóla þannig við báðum fyrir fólkinu sem er að ganga í gegnum þetta.“ Partur af lífinu Tennessee sé alls ekki þekkt fyrir skotárásir í skólum og hefur Margrét fundið fyrir mikilli samstöðu á svæðinu. Viðbrögð Bandaríkjamanna og alþjóðlegra nemenda séu þó gjörólík. Bandarísku nemendurnir hafi lítið kippt sér upp við fréttirnar. „Ef ég hefði ekki frétt af þessu í fréttum þá veit ég ekki hvort mig hefði grunað að eitthvað var í gangi. Gærdagurinn var mjög venjulegur og dagurinn í dag hefur verið mjög venjulegur. Þau tala um nemendurnir sem eru héðan að þetta sé bara partur af lífinu.“ Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kona skaut sex til bana í skóla í Nashville Þrjú börn og þrír fullorðnir voru skotin til bana af konu sem hóf skothríð í kristnum einkaskóla í Nashville í Bandaríkjunum í dag. Konan var síðan skotin til bana af lögregluþjónum sem mættu á vettvang. 27. mars 2023 16:25 Árásin þaulskipulögð og skotmörkin mögulega fleiri Hinn 28 ára Audrey E. Hale, sem réðist inn í Covenant School í Green Hills í Nashville í gær og skaut sex til bana skipulagði árásina í þaula og hugðist láta til skarar skríða á fleiri stöðum, að sögn lögreglu. 28. mars 2023 07:05 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Í sjónvarpsfréttinni sést hvernig hinn 28 ára gamli Audrey Hale réðst inn í Covenant háskólann í Nashville í gær vopnaður tveimur árásarrifflum og skammbyssu áður en hann skaut sex til bana. Meðal fórnarlamba voru skólastjórinn, kennarar og þrjú níu ára börn. Lögregla segir að Hale hafi skipulagt árásina í þaula en á heimili hans fundust teikningar af skólabyggingunni og upplýsingar um öryggisferla. Hann var fyrrverandi nemandi skólans og telur lögregla að hann hafi talið sig eiga harma að hefna og að hann hafi ætlað að láta til skarar skríða á fleiri stöðum. Margrét María Ágústsdóttir er nemandi í háskóla sem staðsettur er í átta mínútna akstursfjarlægð frá Covenant háskólanum. Hún frétti af árásinni í gegnum tölvupóst sem sendur var á nemendur skömmu eftir atburðinn. „Sumir kennarar hættu við tíma en aðrir buðu okkur að lesa fréttir um málið í skólanum. Þannig við vissum ekki alveg hvað var í gangi. Það er óþægilegt þegar eitthvað svona gerist nálægt manni, maður veit ekki alveg hvernig maður á að bregðast við,“ segir Margrét María Ágústsdóttir, nemandi í Lipscomb háskólanum. Skotin til bana af lögreglu Atburðarrásin gerðist hratt en Hale var skotinn til bana af lögreglu fjórtán mínútum eftir að tilkynning barst um árásina. Margrét María segir óþægilegt að vita af svona árás í nágrenninu. Fjöldi skotárása í skólum landsins sé sorgleg staðreynd og því segist Margrét nær alltaf vara um sig í skólanum. „Ég hugsaði náttúrulega strax heim og lét mömmu og pabba vita að þetta væri í gangi svo þau gætu sagt ömmu og afa að það væri í lagi með mig og að ekki væri hætta í mínum skóla. Ég er sjálf í kristnum skóla þannig við báðum fyrir fólkinu sem er að ganga í gegnum þetta.“ Partur af lífinu Tennessee sé alls ekki þekkt fyrir skotárásir í skólum og hefur Margrét fundið fyrir mikilli samstöðu á svæðinu. Viðbrögð Bandaríkjamanna og alþjóðlegra nemenda séu þó gjörólík. Bandarísku nemendurnir hafi lítið kippt sér upp við fréttirnar. „Ef ég hefði ekki frétt af þessu í fréttum þá veit ég ekki hvort mig hefði grunað að eitthvað var í gangi. Gærdagurinn var mjög venjulegur og dagurinn í dag hefur verið mjög venjulegur. Þau tala um nemendurnir sem eru héðan að þetta sé bara partur af lífinu.“
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kona skaut sex til bana í skóla í Nashville Þrjú börn og þrír fullorðnir voru skotin til bana af konu sem hóf skothríð í kristnum einkaskóla í Nashville í Bandaríkjunum í dag. Konan var síðan skotin til bana af lögregluþjónum sem mættu á vettvang. 27. mars 2023 16:25 Árásin þaulskipulögð og skotmörkin mögulega fleiri Hinn 28 ára Audrey E. Hale, sem réðist inn í Covenant School í Green Hills í Nashville í gær og skaut sex til bana skipulagði árásina í þaula og hugðist láta til skarar skríða á fleiri stöðum, að sögn lögreglu. 28. mars 2023 07:05 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Kona skaut sex til bana í skóla í Nashville Þrjú börn og þrír fullorðnir voru skotin til bana af konu sem hóf skothríð í kristnum einkaskóla í Nashville í Bandaríkjunum í dag. Konan var síðan skotin til bana af lögregluþjónum sem mættu á vettvang. 27. mars 2023 16:25
Árásin þaulskipulögð og skotmörkin mögulega fleiri Hinn 28 ára Audrey E. Hale, sem réðist inn í Covenant School í Green Hills í Nashville í gær og skaut sex til bana skipulagði árásina í þaula og hugðist láta til skarar skríða á fleiri stöðum, að sögn lögreglu. 28. mars 2023 07:05