Kallar eftir samstöðu með Pútín Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2023 13:17 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. EPA/GAVRIIL GRIGOROV Rússar þurfa að fylkja liði um Vladimír Pútín, forseta Rússlands, því stríðsrekstri ríkisins mun ekki ljúka í bráð. Þetta segir talsmaður Pútíns sem segir einnig að Rússar eigi í stríði við Vesturlönd. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, heldur því fram að Vesturlönd hafi byrjað svokallaðan blandaðan hernað gegn Rússland og að því muni ekki ljúka í bráð. „Við þurfum að standa keik, örugg, einbeitt og sameinuð við bakið á forsetanum,“ sagði Peskóv við blaðamenn í Moskvu í morgun, samkvæmt Tass sem er í eigu rússneska ríkisins. Eins og frægt er réðust Rússar inn í Úkraínu í febrúar í fyrra en innrásina kalla þeir „sértæka hernaðaraðgerð“. Peskóv var spurður að því í morgun hvort mögulegt væri að stríðinu myndi ljúka á þessu ári en eins fram hefur komið telur hann það ekki líklegt. Úkraínumenn eiga sér bakhjarla á Vesturlöndum sem útvegað hafa þeim vopn, skotfæri og annarskonar hergögn, þjálfun og upplýsingar, svo eitthvað sé nefnt. Samhliða slæmu gengi rússneska hersins í Úkraínu hafa ráðamenn í Rússlandi haldið því fram að Rússar séu í rauninni í stríði við Atlantshafsbandalagið og Vesturlönd. Vildi ekkert segja um markmið Rússa Hann var einnig spurður út í markmið hinnar sértæku hernaðaraðgerðar og hvort hægt væri að ná þeim en sagði að Varnarmálaráðuneytið þyrfti að svara því. Peskóv sagði þó að ekki væri hægt að ná þessum markmiðum með pólitískum leiðum, samkvæmt RIA fréttaveitunni. Hver markið Rússa eru í Úkraínu er ekki ljóst. Rússar hafa gefið margar ástæður fyrir innrásinni sem flestar halda litlu vatni og ber innrásin öll merki landvinningastríðs. Ráðamenn í Rússlandi hafa til að mynda ítrekað haldið því ranglega fram að Nasistar fari með völd í Úkraínu og markmiði sé að afnasistavæða Úkraínu. Pútín hefur meðal annars haldið því fram að hinni sértæku hernaðaraðgerð sé ætlað að verja fólk í austurhluta Úkraínu. Hann hefur einnig haldið því fram að það væri réttur Rússa að stjórna Úkraínu, sem hann hefur sagt að sé ekki raunverulegt ríki. Í því samhengi hefur Pútín einnig líkt sér við Pétur mikla, keisara Rússlands á árum áður. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Undanfarnar vikur hafa Rússar lagt mikið kapp á að ná meira yfirráðasvæði í austurhluta Úkraínu og hafa þeir gert umfangsmiklar árásir á þó nokkrum stöðum á víglínunum í Dónetsk og Luhansk héruðum, sem saman mynda Donbassvæðið svokallaða. Enn sem komið er hafa þessar tilraunir þó skilað takmörkuðum árangri sem mælist að mestu í hundruð metra. Rússar hafa lagt mikla áherslu á bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði, sem rússneski herinn og málaliðahópurinn Wagner Group hafa reynt að ná frá því í sumar. Þar hafa Rússar náð hægum og kostnaðarsömum árangri. Auk þess að komast nálægt því að umkringja bæinn hafa Rússar einnig sótt fram í bænum sjálfum. Varnarmálaráðuneyti Úkraínu birti í vikunni drónamyndband frá Bakhmut sem sýnir lík rússneskra hermanna á víð og dreif í Bakhmut. Úkraínumenn eru sagðir hafa einnig orðið fyrir miklu mannfalli í Bakhmut. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið hér að neðan getur vakið óhug. Bakhmut holds. 93rd Mechanized Brigade pic.twitter.com/phFjUM5S7e— Defense of Ukraine (@DefenceU) March 27, 2023 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Vannærðir hermenn Kim sagðir „fallbyssufóður“ Flutningabíl ekið inn í þvögu í Tel Aviv Lokaði unnustann í ferðatösku þar til hann lést Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Íranar segja skaðann „takmarkaðan“ eftir árásir næturinnar Ísrael gerir loftárás á Íran Víðfrægur rappari grunaður um að ráða launmorðingja Ógnarstór loftsteinaárekstur eins og áburður fyrir líf á jörðinni Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Óvinsæll Trudeau ætlar ekki að víkja Gagnrýnd fyrir að heiðra minningu fallinna fasista Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Springsteen studdi Harris og Trump ræðir við Joe Rogan Sjá meira
Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, heldur því fram að Vesturlönd hafi byrjað svokallaðan blandaðan hernað gegn Rússland og að því muni ekki ljúka í bráð. „Við þurfum að standa keik, örugg, einbeitt og sameinuð við bakið á forsetanum,“ sagði Peskóv við blaðamenn í Moskvu í morgun, samkvæmt Tass sem er í eigu rússneska ríkisins. Eins og frægt er réðust Rússar inn í Úkraínu í febrúar í fyrra en innrásina kalla þeir „sértæka hernaðaraðgerð“. Peskóv var spurður að því í morgun hvort mögulegt væri að stríðinu myndi ljúka á þessu ári en eins fram hefur komið telur hann það ekki líklegt. Úkraínumenn eiga sér bakhjarla á Vesturlöndum sem útvegað hafa þeim vopn, skotfæri og annarskonar hergögn, þjálfun og upplýsingar, svo eitthvað sé nefnt. Samhliða slæmu gengi rússneska hersins í Úkraínu hafa ráðamenn í Rússlandi haldið því fram að Rússar séu í rauninni í stríði við Atlantshafsbandalagið og Vesturlönd. Vildi ekkert segja um markmið Rússa Hann var einnig spurður út í markmið hinnar sértæku hernaðaraðgerðar og hvort hægt væri að ná þeim en sagði að Varnarmálaráðuneytið þyrfti að svara því. Peskóv sagði þó að ekki væri hægt að ná þessum markmiðum með pólitískum leiðum, samkvæmt RIA fréttaveitunni. Hver markið Rússa eru í Úkraínu er ekki ljóst. Rússar hafa gefið margar ástæður fyrir innrásinni sem flestar halda litlu vatni og ber innrásin öll merki landvinningastríðs. Ráðamenn í Rússlandi hafa til að mynda ítrekað haldið því ranglega fram að Nasistar fari með völd í Úkraínu og markmiði sé að afnasistavæða Úkraínu. Pútín hefur meðal annars haldið því fram að hinni sértæku hernaðaraðgerð sé ætlað að verja fólk í austurhluta Úkraínu. Hann hefur einnig haldið því fram að það væri réttur Rússa að stjórna Úkraínu, sem hann hefur sagt að sé ekki raunverulegt ríki. Í því samhengi hefur Pútín einnig líkt sér við Pétur mikla, keisara Rússlands á árum áður. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Undanfarnar vikur hafa Rússar lagt mikið kapp á að ná meira yfirráðasvæði í austurhluta Úkraínu og hafa þeir gert umfangsmiklar árásir á þó nokkrum stöðum á víglínunum í Dónetsk og Luhansk héruðum, sem saman mynda Donbassvæðið svokallaða. Enn sem komið er hafa þessar tilraunir þó skilað takmörkuðum árangri sem mælist að mestu í hundruð metra. Rússar hafa lagt mikla áherslu á bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði, sem rússneski herinn og málaliðahópurinn Wagner Group hafa reynt að ná frá því í sumar. Þar hafa Rússar náð hægum og kostnaðarsömum árangri. Auk þess að komast nálægt því að umkringja bæinn hafa Rússar einnig sótt fram í bænum sjálfum. Varnarmálaráðuneyti Úkraínu birti í vikunni drónamyndband frá Bakhmut sem sýnir lík rússneskra hermanna á víð og dreif í Bakhmut. Úkraínumenn eru sagðir hafa einnig orðið fyrir miklu mannfalli í Bakhmut. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið hér að neðan getur vakið óhug. Bakhmut holds. 93rd Mechanized Brigade pic.twitter.com/phFjUM5S7e— Defense of Ukraine (@DefenceU) March 27, 2023
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Vannærðir hermenn Kim sagðir „fallbyssufóður“ Flutningabíl ekið inn í þvögu í Tel Aviv Lokaði unnustann í ferðatösku þar til hann lést Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Íranar segja skaðann „takmarkaðan“ eftir árásir næturinnar Ísrael gerir loftárás á Íran Víðfrægur rappari grunaður um að ráða launmorðingja Ógnarstór loftsteinaárekstur eins og áburður fyrir líf á jörðinni Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Óvinsæll Trudeau ætlar ekki að víkja Gagnrýnd fyrir að heiðra minningu fallinna fasista Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Springsteen studdi Harris og Trump ræðir við Joe Rogan Sjá meira