Kallar eftir samstöðu með Pútín Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2023 13:17 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. EPA/GAVRIIL GRIGOROV Rússar þurfa að fylkja liði um Vladimír Pútín, forseta Rússlands, því stríðsrekstri ríkisins mun ekki ljúka í bráð. Þetta segir talsmaður Pútíns sem segir einnig að Rússar eigi í stríði við Vesturlönd. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, heldur því fram að Vesturlönd hafi byrjað svokallaðan blandaðan hernað gegn Rússland og að því muni ekki ljúka í bráð. „Við þurfum að standa keik, örugg, einbeitt og sameinuð við bakið á forsetanum,“ sagði Peskóv við blaðamenn í Moskvu í morgun, samkvæmt Tass sem er í eigu rússneska ríkisins. Eins og frægt er réðust Rússar inn í Úkraínu í febrúar í fyrra en innrásina kalla þeir „sértæka hernaðaraðgerð“. Peskóv var spurður að því í morgun hvort mögulegt væri að stríðinu myndi ljúka á þessu ári en eins fram hefur komið telur hann það ekki líklegt. Úkraínumenn eiga sér bakhjarla á Vesturlöndum sem útvegað hafa þeim vopn, skotfæri og annarskonar hergögn, þjálfun og upplýsingar, svo eitthvað sé nefnt. Samhliða slæmu gengi rússneska hersins í Úkraínu hafa ráðamenn í Rússlandi haldið því fram að Rússar séu í rauninni í stríði við Atlantshafsbandalagið og Vesturlönd. Vildi ekkert segja um markmið Rússa Hann var einnig spurður út í markmið hinnar sértæku hernaðaraðgerðar og hvort hægt væri að ná þeim en sagði að Varnarmálaráðuneytið þyrfti að svara því. Peskóv sagði þó að ekki væri hægt að ná þessum markmiðum með pólitískum leiðum, samkvæmt RIA fréttaveitunni. Hver markið Rússa eru í Úkraínu er ekki ljóst. Rússar hafa gefið margar ástæður fyrir innrásinni sem flestar halda litlu vatni og ber innrásin öll merki landvinningastríðs. Ráðamenn í Rússlandi hafa til að mynda ítrekað haldið því ranglega fram að Nasistar fari með völd í Úkraínu og markmiði sé að afnasistavæða Úkraínu. Pútín hefur meðal annars haldið því fram að hinni sértæku hernaðaraðgerð sé ætlað að verja fólk í austurhluta Úkraínu. Hann hefur einnig haldið því fram að það væri réttur Rússa að stjórna Úkraínu, sem hann hefur sagt að sé ekki raunverulegt ríki. Í því samhengi hefur Pútín einnig líkt sér við Pétur mikla, keisara Rússlands á árum áður. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Undanfarnar vikur hafa Rússar lagt mikið kapp á að ná meira yfirráðasvæði í austurhluta Úkraínu og hafa þeir gert umfangsmiklar árásir á þó nokkrum stöðum á víglínunum í Dónetsk og Luhansk héruðum, sem saman mynda Donbassvæðið svokallaða. Enn sem komið er hafa þessar tilraunir þó skilað takmörkuðum árangri sem mælist að mestu í hundruð metra. Rússar hafa lagt mikla áherslu á bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði, sem rússneski herinn og málaliðahópurinn Wagner Group hafa reynt að ná frá því í sumar. Þar hafa Rússar náð hægum og kostnaðarsömum árangri. Auk þess að komast nálægt því að umkringja bæinn hafa Rússar einnig sótt fram í bænum sjálfum. Varnarmálaráðuneyti Úkraínu birti í vikunni drónamyndband frá Bakhmut sem sýnir lík rússneskra hermanna á víð og dreif í Bakhmut. Úkraínumenn eru sagðir hafa einnig orðið fyrir miklu mannfalli í Bakhmut. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið hér að neðan getur vakið óhug. Bakhmut holds. 93rd Mechanized Brigade pic.twitter.com/phFjUM5S7e— Defense of Ukraine (@DefenceU) March 27, 2023 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Sjá meira
Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, heldur því fram að Vesturlönd hafi byrjað svokallaðan blandaðan hernað gegn Rússland og að því muni ekki ljúka í bráð. „Við þurfum að standa keik, örugg, einbeitt og sameinuð við bakið á forsetanum,“ sagði Peskóv við blaðamenn í Moskvu í morgun, samkvæmt Tass sem er í eigu rússneska ríkisins. Eins og frægt er réðust Rússar inn í Úkraínu í febrúar í fyrra en innrásina kalla þeir „sértæka hernaðaraðgerð“. Peskóv var spurður að því í morgun hvort mögulegt væri að stríðinu myndi ljúka á þessu ári en eins fram hefur komið telur hann það ekki líklegt. Úkraínumenn eiga sér bakhjarla á Vesturlöndum sem útvegað hafa þeim vopn, skotfæri og annarskonar hergögn, þjálfun og upplýsingar, svo eitthvað sé nefnt. Samhliða slæmu gengi rússneska hersins í Úkraínu hafa ráðamenn í Rússlandi haldið því fram að Rússar séu í rauninni í stríði við Atlantshafsbandalagið og Vesturlönd. Vildi ekkert segja um markmið Rússa Hann var einnig spurður út í markmið hinnar sértæku hernaðaraðgerðar og hvort hægt væri að ná þeim en sagði að Varnarmálaráðuneytið þyrfti að svara því. Peskóv sagði þó að ekki væri hægt að ná þessum markmiðum með pólitískum leiðum, samkvæmt RIA fréttaveitunni. Hver markið Rússa eru í Úkraínu er ekki ljóst. Rússar hafa gefið margar ástæður fyrir innrásinni sem flestar halda litlu vatni og ber innrásin öll merki landvinningastríðs. Ráðamenn í Rússlandi hafa til að mynda ítrekað haldið því ranglega fram að Nasistar fari með völd í Úkraínu og markmiði sé að afnasistavæða Úkraínu. Pútín hefur meðal annars haldið því fram að hinni sértæku hernaðaraðgerð sé ætlað að verja fólk í austurhluta Úkraínu. Hann hefur einnig haldið því fram að það væri réttur Rússa að stjórna Úkraínu, sem hann hefur sagt að sé ekki raunverulegt ríki. Í því samhengi hefur Pútín einnig líkt sér við Pétur mikla, keisara Rússlands á árum áður. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Undanfarnar vikur hafa Rússar lagt mikið kapp á að ná meira yfirráðasvæði í austurhluta Úkraínu og hafa þeir gert umfangsmiklar árásir á þó nokkrum stöðum á víglínunum í Dónetsk og Luhansk héruðum, sem saman mynda Donbassvæðið svokallaða. Enn sem komið er hafa þessar tilraunir þó skilað takmörkuðum árangri sem mælist að mestu í hundruð metra. Rússar hafa lagt mikla áherslu á bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði, sem rússneski herinn og málaliðahópurinn Wagner Group hafa reynt að ná frá því í sumar. Þar hafa Rússar náð hægum og kostnaðarsömum árangri. Auk þess að komast nálægt því að umkringja bæinn hafa Rússar einnig sótt fram í bænum sjálfum. Varnarmálaráðuneyti Úkraínu birti í vikunni drónamyndband frá Bakhmut sem sýnir lík rússneskra hermanna á víð og dreif í Bakhmut. Úkraínumenn eru sagðir hafa einnig orðið fyrir miklu mannfalli í Bakhmut. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið hér að neðan getur vakið óhug. Bakhmut holds. 93rd Mechanized Brigade pic.twitter.com/phFjUM5S7e— Defense of Ukraine (@DefenceU) March 27, 2023
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Sjá meira