Ákærður fyrir að hafa myrt þrjá og reynt að drepa ellefu í Fields Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2023 13:27 Lögregla í Kaupmannahöfn var með gríðarmikinn viðbúnað við verslunarmiðstöðina Fields eftir að tilkynnt var um árásina. EPA Lögregla í Danmörku hefur ákært 23 ára karlmann fyrir skotárásina í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í júlí á síðasta ári. Maðurinn er ákærður fyrir þrjú manndráp, ellefu tilraunir til manndráps, auk þess að hafa skotið í átt að 21 til viðbótar. Kaupmannahafnarlögreglan greinir frá þessu í fréttatilkynningu. Lögregla var með gríðarlegan viðbúnað á staðnum eftir að tilkynnt var um árásina síðdegis 3. júlí síðastliðinn. Í frétt DR segir að vegna þess sem fram kemur í fyrri dómsúrskurði sé maðurinn ekki nafngreindur. Maðurinn var handtekinn fyrir utan verslunarmiðstöðina ellefu mínútur eftir að tilkynnt var um árásina. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi á réttargeðdeild síðan. Hin látnu voru sautján ára piltur, sautján ára stúlka og 46 ára karlmaður. Að sögn lögreglu hefur hinn ákærði viðurkennt að það hafi verið hann sem hafi skotið fólkið í verslunarmiðstöðinni. Hann neitar þó sök og vísar til þess að hann hafi ekki verið með réttu ráði þegar árásin var gerð. Síðasta sumar var sagt frá því að maðurinn hafi reynt að ná sambandi við hjálparlínu skömmu fyrir árásina en ekki náði í gegn. Rannsókn lögreglu hefur staðið í um hálft ár þar sem kom í ljós að maðurinn hafi skrifað að hann myndi svipta sig lífi með því að skjóta sig í höfuðið ef hann myndi láta verða af árás sem þessari. Þá hafi komið í ljós að hann hafi keypt skotfæri og vesti dagana fyrir árásina og birt ljósmyndir af sjálfum sér haldandi á riffli á samfélagsmiðlum. Um tvö hundruð manns hafa verið yfirheyrðir í tengslum við rannsókn málsins. Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Danmörk Tengdar fréttir Þrettán skelfilegar mínútur Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið þrjá til bana í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær verður í varðhaldi á geðdeild út mánuðinn. Myndbönd úr eftirlitsmyndavélum gætu skipt sköpum við rannsókn málsins. 4. júlí 2022 20:00 Reyndi að fá aðstoð skömmu fyrir árásina Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa skotið þrjá til bana og sært fjóra aðra í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn á sunnudaginn reyndi að hafa samband við neyðarþjónustu geðlækna stuttu fyrir árásina. Það var enginn á vakt til að tala við hann vegna sumarfrís. 6. júlí 2022 07:33 „Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18 Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. 19. ágúst 2022 16:56 Hinn grunaði verði vistaður á lokaðri geðdeild Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna skotárásar í verslunarmiðstöðinni Field's hefur verið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald. Þrjú létu lífið í skotárásinni í Kaupmannahöfn í gær. Hin látnu eru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk og fjörutíu og sjö ára gamall maður sem var rússneskur ríkisborgari. 4. júlí 2022 07:02 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Kaupmannahafnarlögreglan greinir frá þessu í fréttatilkynningu. Lögregla var með gríðarlegan viðbúnað á staðnum eftir að tilkynnt var um árásina síðdegis 3. júlí síðastliðinn. Í frétt DR segir að vegna þess sem fram kemur í fyrri dómsúrskurði sé maðurinn ekki nafngreindur. Maðurinn var handtekinn fyrir utan verslunarmiðstöðina ellefu mínútur eftir að tilkynnt var um árásina. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi á réttargeðdeild síðan. Hin látnu voru sautján ára piltur, sautján ára stúlka og 46 ára karlmaður. Að sögn lögreglu hefur hinn ákærði viðurkennt að það hafi verið hann sem hafi skotið fólkið í verslunarmiðstöðinni. Hann neitar þó sök og vísar til þess að hann hafi ekki verið með réttu ráði þegar árásin var gerð. Síðasta sumar var sagt frá því að maðurinn hafi reynt að ná sambandi við hjálparlínu skömmu fyrir árásina en ekki náði í gegn. Rannsókn lögreglu hefur staðið í um hálft ár þar sem kom í ljós að maðurinn hafi skrifað að hann myndi svipta sig lífi með því að skjóta sig í höfuðið ef hann myndi láta verða af árás sem þessari. Þá hafi komið í ljós að hann hafi keypt skotfæri og vesti dagana fyrir árásina og birt ljósmyndir af sjálfum sér haldandi á riffli á samfélagsmiðlum. Um tvö hundruð manns hafa verið yfirheyrðir í tengslum við rannsókn málsins.
Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Danmörk Tengdar fréttir Þrettán skelfilegar mínútur Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið þrjá til bana í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær verður í varðhaldi á geðdeild út mánuðinn. Myndbönd úr eftirlitsmyndavélum gætu skipt sköpum við rannsókn málsins. 4. júlí 2022 20:00 Reyndi að fá aðstoð skömmu fyrir árásina Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa skotið þrjá til bana og sært fjóra aðra í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn á sunnudaginn reyndi að hafa samband við neyðarþjónustu geðlækna stuttu fyrir árásina. Það var enginn á vakt til að tala við hann vegna sumarfrís. 6. júlí 2022 07:33 „Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18 Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. 19. ágúst 2022 16:56 Hinn grunaði verði vistaður á lokaðri geðdeild Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna skotárásar í verslunarmiðstöðinni Field's hefur verið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald. Þrjú létu lífið í skotárásinni í Kaupmannahöfn í gær. Hin látnu eru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk og fjörutíu og sjö ára gamall maður sem var rússneskur ríkisborgari. 4. júlí 2022 07:02 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Þrettán skelfilegar mínútur Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið þrjá til bana í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær verður í varðhaldi á geðdeild út mánuðinn. Myndbönd úr eftirlitsmyndavélum gætu skipt sköpum við rannsókn málsins. 4. júlí 2022 20:00
Reyndi að fá aðstoð skömmu fyrir árásina Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa skotið þrjá til bana og sært fjóra aðra í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn á sunnudaginn reyndi að hafa samband við neyðarþjónustu geðlækna stuttu fyrir árásina. Það var enginn á vakt til að tala við hann vegna sumarfrís. 6. júlí 2022 07:33
„Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18
Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. 19. ágúst 2022 16:56
Hinn grunaði verði vistaður á lokaðri geðdeild Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna skotárásar í verslunarmiðstöðinni Field's hefur verið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald. Þrjú létu lífið í skotárásinni í Kaupmannahöfn í gær. Hin látnu eru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk og fjörutíu og sjö ára gamall maður sem var rússneskur ríkisborgari. 4. júlí 2022 07:02