„Mér finnst þetta bara óábyrgt“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. mars 2023 22:01 Sigga Dóra fór í mælingu hjá Greenfit fyrir þremur árum síðan. vísir Kona sem fyrir þremur árum fór í blóðmælingu hjá Greenfit segir óábyrgt að starfsmenn fyrirtækisins greini fólk með forstig sjúkdóma líkt og raunin var í hennar tilfelli. Hún segir að á engum tímapunkti hafi henni verið ráðlagt að leita til læknis. Á mánudaginn fjölluðum við um starfsemi Greenfit, sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í heilsufarsmælingum en fólk sem leitar þangað getur farið í svokallaða ástandsskoðun þar sem blóðrannsóknir eru meðal annars framkvæmdar. Fyrirtækið hefur ekki starfsleyfi frá landlækni enda segja forsvarsmenn þess að þau veiti ekki heilbrigðisþjónustu. Formaður læknafélagsins kallaði eftir því í frétt okkar að skýra þyrfti betur hvað teljist heilbrigðisþjónusta og hvað ekki enda sé það mat félagsins að það að taka og greina blóðsýni flokkist undir heilbrigðisþjónustu. Eðlilegra væri því ef Greenfit væri undir eftirliti landlæknis. Í kjölfar fréttarinnar sköpuðust miklar umræður um Greenfit. Meðal þeirra sem farið hafa í mælingu hjá fyrirtækinu eru Sigríður H. Kristjánsdóttir, alltaf kölluð Sigga Dóra og dóttir hennar sem þá var 23 ára þegar þær tóku þátt í þættinum Kjötætur óskast fyrir tveimur árum. „Og út úr þeim rannsóknum samkvæmt Greenfit þá er ég að stefna hraðbyri í átt að sykursýki tvö og það sem kom meira á óvart er að dóttir okkar var á svipuðum stað og hafði að mér skildist næstu átján mánuði til að taka allt í gegn hjá sér því annars væri hún að horfa upp á það að fá sykursýki tvö,“ segir Sigga Dóra. Þú flokkast með forstig sykursýki „Ég veit ekki hvort þú veist af því en þú ert í rauninni með það háan langtímablóðsykur að þú flokkast með forstig sykursýki,“ segir Lukka Pálsdóttir, stofnandi Greenfit í þættinum Kjötætur óskast sem sýndur var á Stöð 2 fyrir tveimur árum. Sigga Dóra segir að það hafi verið sjokk að heyra niðurstöðurnar. „Ég var á þeim stað að ég var rétt stigin upp úr Covid og öll gildi hjá mér í rugli, en að tuttugu og þriggja ára íþróttakona væri á sama stað, það var sjokkerandi.“ Hún segir að á engum tímapunkti hafi forsvarsmenn Greenfit bent þeim mæðgum á að leita til læknis. Sigga Dóra fer þó með niðurstöðurnar til lækna enda var hún í alls konar rannsóknum á þessum tíma. „Þannig ég fer bæði til hormónasérfræðings og heimilislæknis sem hristu bara hausinn. Þetta væri algjörlega fráleitt og það fauk nú bara í aðra þeirra, hvers konar vinnubrögð þetta eiginlega væru.“ Þremur árum síðar í góðum málum Hún segir að af og til gefi fólk sig á tal við hana og spyrji hvernig hún hafi það í dag eftir þessar sláandi niðurstöður frá Greenfit, eins og hún orðar það, sem sé óþægilegt. „Núna síðast í mars þá var ég spurð að því hvernig ég væri og að það hafi nú verið agalegt að sjá hvað við hefðum komið illa út úr þessum mælingum. Og nú kemur þessi umræða í kjölfarið, þetta stuðar mig aðeins. Ég er ekki á leiðinni að fá sykursýki tvö, dóttir mín ekki heldur. Þetta eru næstum þrjú ár síðan og við erum í góðum málum. Mér finnst þetta bara óábyrgt.“ Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Lítur blóðmælingar Greenfit alvarlegum augum Formaður læknafélagsins segist lítað það alvarlegum augum að fyrirtæki sem sérhæfi sig í heilsufarsmælingum bjóði upp á blóðmælingar og segir nauðsynlegt að skýr skil séu á milli þess hvað telst heilbrigðisþjónusta og hvað ekki. Embætti landlæknis skoðar nú tilkynningar um fyrirtækið. 27. mars 2023 21:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Á mánudaginn fjölluðum við um starfsemi Greenfit, sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í heilsufarsmælingum en fólk sem leitar þangað getur farið í svokallaða ástandsskoðun þar sem blóðrannsóknir eru meðal annars framkvæmdar. Fyrirtækið hefur ekki starfsleyfi frá landlækni enda segja forsvarsmenn þess að þau veiti ekki heilbrigðisþjónustu. Formaður læknafélagsins kallaði eftir því í frétt okkar að skýra þyrfti betur hvað teljist heilbrigðisþjónusta og hvað ekki enda sé það mat félagsins að það að taka og greina blóðsýni flokkist undir heilbrigðisþjónustu. Eðlilegra væri því ef Greenfit væri undir eftirliti landlæknis. Í kjölfar fréttarinnar sköpuðust miklar umræður um Greenfit. Meðal þeirra sem farið hafa í mælingu hjá fyrirtækinu eru Sigríður H. Kristjánsdóttir, alltaf kölluð Sigga Dóra og dóttir hennar sem þá var 23 ára þegar þær tóku þátt í þættinum Kjötætur óskast fyrir tveimur árum. „Og út úr þeim rannsóknum samkvæmt Greenfit þá er ég að stefna hraðbyri í átt að sykursýki tvö og það sem kom meira á óvart er að dóttir okkar var á svipuðum stað og hafði að mér skildist næstu átján mánuði til að taka allt í gegn hjá sér því annars væri hún að horfa upp á það að fá sykursýki tvö,“ segir Sigga Dóra. Þú flokkast með forstig sykursýki „Ég veit ekki hvort þú veist af því en þú ert í rauninni með það háan langtímablóðsykur að þú flokkast með forstig sykursýki,“ segir Lukka Pálsdóttir, stofnandi Greenfit í þættinum Kjötætur óskast sem sýndur var á Stöð 2 fyrir tveimur árum. Sigga Dóra segir að það hafi verið sjokk að heyra niðurstöðurnar. „Ég var á þeim stað að ég var rétt stigin upp úr Covid og öll gildi hjá mér í rugli, en að tuttugu og þriggja ára íþróttakona væri á sama stað, það var sjokkerandi.“ Hún segir að á engum tímapunkti hafi forsvarsmenn Greenfit bent þeim mæðgum á að leita til læknis. Sigga Dóra fer þó með niðurstöðurnar til lækna enda var hún í alls konar rannsóknum á þessum tíma. „Þannig ég fer bæði til hormónasérfræðings og heimilislæknis sem hristu bara hausinn. Þetta væri algjörlega fráleitt og það fauk nú bara í aðra þeirra, hvers konar vinnubrögð þetta eiginlega væru.“ Þremur árum síðar í góðum málum Hún segir að af og til gefi fólk sig á tal við hana og spyrji hvernig hún hafi það í dag eftir þessar sláandi niðurstöður frá Greenfit, eins og hún orðar það, sem sé óþægilegt. „Núna síðast í mars þá var ég spurð að því hvernig ég væri og að það hafi nú verið agalegt að sjá hvað við hefðum komið illa út úr þessum mælingum. Og nú kemur þessi umræða í kjölfarið, þetta stuðar mig aðeins. Ég er ekki á leiðinni að fá sykursýki tvö, dóttir mín ekki heldur. Þetta eru næstum þrjú ár síðan og við erum í góðum málum. Mér finnst þetta bara óábyrgt.“
Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Lítur blóðmælingar Greenfit alvarlegum augum Formaður læknafélagsins segist lítað það alvarlegum augum að fyrirtæki sem sérhæfi sig í heilsufarsmælingum bjóði upp á blóðmælingar og segir nauðsynlegt að skýr skil séu á milli þess hvað telst heilbrigðisþjónusta og hvað ekki. Embætti landlæknis skoðar nú tilkynningar um fyrirtækið. 27. mars 2023 21:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Lítur blóðmælingar Greenfit alvarlegum augum Formaður læknafélagsins segist lítað það alvarlegum augum að fyrirtæki sem sérhæfi sig í heilsufarsmælingum bjóði upp á blóðmælingar og segir nauðsynlegt að skýr skil séu á milli þess hvað telst heilbrigðisþjónusta og hvað ekki. Embætti landlæknis skoðar nú tilkynningar um fyrirtækið. 27. mars 2023 21:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent