Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Af hinu góða að reka hér marga öfluga vísisjóði Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. mars 2023 07:01 Sæmundur K. Finnbogason, sjóðstjóri Kría Ventures, segir þá þróun vera að eiga sér stað erlendis að sífellt fleiri einstaklingar, fjölskyldusjóðir og aðrir stofnfjárfestar séu að horfa í meira mæli til fjárfestinga í sérhæfðum vísisjóðum. Sæmundur telur að það að efla vísisjóði geti verið góður hvati til að fá fleiri fjárfesta til að fjárfesta í nýsköpun. Vísir/Vilhelm „Við gerðumst bakhjarlar að VC Challenge vegna þess að þetta námskeið stendur fyrir margt sem við viljum stuðla að,“ segir Sæmundur K. Finnbogason sjóðstjóri Kríu um aðkomu sjóðsins að samnorræna verkefninu VC Challenge, en markmið námskeiðsins er að búa til enn öflugra fjárfestingaumhverfi sprotafyrirtækja með því að þjálfa og undirbúa næstu kynslóð sjóðstjóra vísisjóða. „Enda er þetta frábært námskeið til að skerpa á hugmyndum og góð leið til að tengjast nýsköpunarumhverfinu á Norðurlöndum.“ Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um VC Challenge námskeiðið en að því standa KLAK ásamt Startup Norway, Helsinki Partners, Canute og Nordic Node. Meðal bakhjarla verkefnisins er sjóðurinn Kría sem er í eigu íslenska ríkisins og hefur það hlutverk að fjárfesta í vísisjóðum. Allra hagur að efla vísisjóðina Kría, sprota- og nýsköpunarsjóður, var stofnaður árið 2021 og segir Sæmundur fjárfestingastefnu og reglugerð sjóðsins nokkuð skýra, Kría sé sjóðasjóður sem fjárfesti í öðrum vísisjóðum. Kría hóf starfsemi síðla árs 2021 en á því ári fjárfesti sjóðurinn í þremur sjóðum sem heita Crowberry Capital II, Frumtak Ventures 3 og Eyrir Vöxtur. Fjárfestingar í sjóðunum þremur námu um 2.240 þúsund milljónum króna, en þessar vikurnar er opið fyrir umsóknir um fjárfestingu frá Kríu frá nýjum vísisjóðum og er umsóknarfrestur til og með 28. apríl næstkomandi. Að þessu sinni getur Kría fjárfest fyrir allt að einum milljarði króna í vísisjóðum. Sæmundur segir aðkomu Kríu sem bakhjarli í verkefni eins og VC Challenge ríma vel við markmið og stefnu sjóðsins því sjóðurinn fjárfesti ekki sjálfur beint í sprotafyrirtækjum heldur aðeins í vísisjóðum sem sérhæfa sig í fjárfestingum og fjármögnun sprotafyrirtækja. Hann telur afar mikilvægt að sjóðsstjórar framtíðarinnar hljóti góða þjálfun enda sé umhverfi fjárfestinga í nýsköpun um margt mjög ólík öðru fjárfestingarumhverfi. „VC Challenge er að þessu leyti partur af því að efla þetta umhverfi, sem er að þroskast og þróast með hverju árinu sem líður,“ segir Sæmundur. Þá segir hann fjárfestingaumhverfi með öfluga vísisjóði vera af hinu góða. Það er að eiga sér stað ákveðinn þróun erlendis þar sem sífellt fleiri einstaklingar, fjöldskyldusjóðir og aðrir stofnanafjárfestar horfa í meira mæli til fjárfestinga í vísisjóðum, samhliða öðrum eignaflokkum, þar með talið beinum fjárfestingum í sprota – og nýsköpunarfyrirtækjum. Að efla vísisjóði í nýsköpunarumhverfinu getur þar af leiðandi verið hvati til að fá fleiri fjárfesta til að horfa til fjárfestinga í íslenskri nýsköpun,“ segir Sæmundur og bætir við: „Þessi sérhæfing sjóðanna og áherslur á sprotafyrirtæki skipta líka miklu máli því fjárfestingar í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum geta verið nokkuð flókið, tímafrekt og oft á tíðum mikið langtímaverkefni.“ Á Norðurlöndunum og víðar eru reknir sambærilegir sjóðir og Kría, sem eru þá í eigu ríkisins en starfa þannig að sjóðirnir fjárfesta ekki beint í sprotafyrirtækjum, heldur vísisjóðum sem síðan fjárfesta í sprotum í nýsköpun. Sæmundur segir VC Challenge verkefnið henta vel fyrir Kríu sem bakhjarl því margt sem fylgi því verkefni sé í samræmi við þá stefnu Kríu að stuðla sem best að uppbyggingu nýsköpunarumverfisins.Vísir/Vilhelm Þurfum að vera alþjóðleg Sæmundur segir að þótt Kría sé nýlegur sjóður á Íslandi hafi sambærilegir sjóðir verið reknir víða erlendis. „Það eru svipaðir sjóðir reknir í til dæmis Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Eistlandi og Póllandi svo dæmi séu tekin og eins var sambærilegur sjóður í Ísrael. Hugsunin alls staðar er að styðja við sprotaumhverfið án þess að ríkið sjálft sé að taka ákvarðanir um einstakar fjárfestingar. Þess í stað eru þær ákvarðanir settar í hendur sjóðanna sjálfra, sem eru sérhæfðir. Það er því í samræmi við stefnu og starfsemi Kríu að efla þá sem best.“ Sæmundur segir starfsemi Kríu byggja á nýsköpunarstefnu stjórnvalda til ársins 2030. „Fjármagn sem þetta þarf að vera þolinmótt því þarna erum við oft að tala um fjárfestingar þar sem sjóðirnir binda fjármagn til 10 ára. Í sumum geirum, til dæmis líftækni, getur þetta þýtt enn lengri tími, til dæmis tíu til fimmtán ár, en almennt erum við að sjá það í þessum erlendu sjóðum að verið er að horfa til um 10 ára líftíma í senn.“ Þá segir hann það jákvætt fyrir starfsemi Kríu að fleiri íslenskir sjóðir taki til starfa. Að hér á landi séu reknir margir öflugir vísisjóðir er mjög af hinu góða og eykur líkur þess að enn fleiri fjárfesti í vísisjóðum og nýsköpun, sem aftur leiðir til þess að fleiri sprotar komast að og við horfum til fleiri sjóða til að fjárfesta í. Í okkar tilviki horfum við reyndar líka til þess að eignarhald sjóðanna sé frekar dreift og að sjóðsstjórar búi yfir mikilli reynslu í fjárfestingum í nýsköpun.“ Sæmundur segir Kríu einungis samstarfsaðila VC Challenge líkt og aðrir norrænir sjóðasjóðir séu með því að styrkja framkvæmd þess og uppbyggingu. „Við komum ekki að þjálfun sjóðsstjóra með beinum hætti en höfum komið að verkefninu í til dæmis stefnumótunarvinnunni, vinnu sem snýr að innihaldi námskeiða, að hjálpa til að fá mentora eða gestafyrirlesara og fleira.“ Þá segir Sæmundur þau tækifæri sem VC Challenge námskeiðið geti opnað í alþjóðlegri tengslamyndun erlendis afar jákvæða. „Við erum auðvitað lítill markaður og háð því að geta komið íslenskri nýsköpun í útflutning – við viljum byggja upp frekari útflutning byggðum á hugviti. VC Challenge námskeiðið er þannig samstarfsverkefni að það getur hjálpað nýjum sjóðsstjórum að tengjast inn á markaði, jafnvel markaði sem þeir hefðu átt erfiðara með að komast inn á eða að sanna sig á ef ekki væri fyrir þetta námskeið og þær tengingar sem myndast. Og þar sem eitt af langtímamarkmiðum Kríu er að hérlendis verði til alþjóðlegra sambærilegt fjárfestingaumhverfi fyrir sprotafyrirtæki í nýsköpun, að þá fellur það mjög vel að okkar áherslum í alla staði að geta stutt við bakið á verkefninu.“ Nýsköpun Stjórnsýsla Starfsframi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Námskeið til að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra „Frá aldamótum hefur mikil þekking orðið til hjá íslensku vísissjóðunum en það má segja að markmið VC Challenge námskeiðsins sé að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra. Með meiri þekkingu og reynslu verða þessir vísisjóðir álitlegri fjárfestingakostur fyrir aðra fjárfesta,“ segir Freyr Friðfinnsson alþjóðafulltrúi KLAK um samstarfsverkefni sem KLAK er nú aðili að ásamt mörgum aðilum í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Norðurlöndunum. 29. mars 2023 07:01 Fengu meðal annars styrk upp á 2,1 milljón evra „Lengi framan af voru starfsmennirnir einn til tveir eða allt þar til árið 2019, þá kom Brunnur fjárfestingasjóður inn með fjármögnun og teymið varð þriggja til fjögurra manna. En frá upphafi höfum við nýtt okkur styrkjarumhverfið, allt frá styrkjum fyrir markaðsmálin yfir í styrk í gegnum einkaleyfisferlið,“ segir Ósvaldur Knudsen framkvæmdastjóri Laki Power. 23. mars 2023 07:01 Notuðu hárblásara til að kynna hugmyndina á nokkrum fundum með ráðherrum „Þetta er reyndar þrjátíu ára gömul hugmynd,“ segir Óskar Svavarsson annar stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem stefnir að framleiðslu vindtúrbínu sem komið er fyrir í opnum gámum. 22. mars 2023 07:01 Nýsköpun í útrás: Stundum svolítið klaufalegt en tókst á endanum Við heyrum oft af nýsköpunarfyrirtækjum sem eru að gera góða hluti. Fáum fréttir af fjármögnun eða styrkjum og markmiðum um útrás. En hvernig ætli síðan útrásin gangi? Og hvernig gengur hún fyrir sig þegar farið er af stað? 13. mars 2023 07:01 Hjón í nýsköpun: Meira að segja búin að búa til harðfisk án lyktarinnar 28. febrúar 2023 07:00 Mest lesið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Loka verslun í Smáralind Neytendur Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Viðskipti erlent Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Enda er þetta frábært námskeið til að skerpa á hugmyndum og góð leið til að tengjast nýsköpunarumhverfinu á Norðurlöndum.“ Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um VC Challenge námskeiðið en að því standa KLAK ásamt Startup Norway, Helsinki Partners, Canute og Nordic Node. Meðal bakhjarla verkefnisins er sjóðurinn Kría sem er í eigu íslenska ríkisins og hefur það hlutverk að fjárfesta í vísisjóðum. Allra hagur að efla vísisjóðina Kría, sprota- og nýsköpunarsjóður, var stofnaður árið 2021 og segir Sæmundur fjárfestingastefnu og reglugerð sjóðsins nokkuð skýra, Kría sé sjóðasjóður sem fjárfesti í öðrum vísisjóðum. Kría hóf starfsemi síðla árs 2021 en á því ári fjárfesti sjóðurinn í þremur sjóðum sem heita Crowberry Capital II, Frumtak Ventures 3 og Eyrir Vöxtur. Fjárfestingar í sjóðunum þremur námu um 2.240 þúsund milljónum króna, en þessar vikurnar er opið fyrir umsóknir um fjárfestingu frá Kríu frá nýjum vísisjóðum og er umsóknarfrestur til og með 28. apríl næstkomandi. Að þessu sinni getur Kría fjárfest fyrir allt að einum milljarði króna í vísisjóðum. Sæmundur segir aðkomu Kríu sem bakhjarli í verkefni eins og VC Challenge ríma vel við markmið og stefnu sjóðsins því sjóðurinn fjárfesti ekki sjálfur beint í sprotafyrirtækjum heldur aðeins í vísisjóðum sem sérhæfa sig í fjárfestingum og fjármögnun sprotafyrirtækja. Hann telur afar mikilvægt að sjóðsstjórar framtíðarinnar hljóti góða þjálfun enda sé umhverfi fjárfestinga í nýsköpun um margt mjög ólík öðru fjárfestingarumhverfi. „VC Challenge er að þessu leyti partur af því að efla þetta umhverfi, sem er að þroskast og þróast með hverju árinu sem líður,“ segir Sæmundur. Þá segir hann fjárfestingaumhverfi með öfluga vísisjóði vera af hinu góða. Það er að eiga sér stað ákveðinn þróun erlendis þar sem sífellt fleiri einstaklingar, fjöldskyldusjóðir og aðrir stofnanafjárfestar horfa í meira mæli til fjárfestinga í vísisjóðum, samhliða öðrum eignaflokkum, þar með talið beinum fjárfestingum í sprota – og nýsköpunarfyrirtækjum. Að efla vísisjóði í nýsköpunarumhverfinu getur þar af leiðandi verið hvati til að fá fleiri fjárfesta til að horfa til fjárfestinga í íslenskri nýsköpun,“ segir Sæmundur og bætir við: „Þessi sérhæfing sjóðanna og áherslur á sprotafyrirtæki skipta líka miklu máli því fjárfestingar í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum geta verið nokkuð flókið, tímafrekt og oft á tíðum mikið langtímaverkefni.“ Á Norðurlöndunum og víðar eru reknir sambærilegir sjóðir og Kría, sem eru þá í eigu ríkisins en starfa þannig að sjóðirnir fjárfesta ekki beint í sprotafyrirtækjum, heldur vísisjóðum sem síðan fjárfesta í sprotum í nýsköpun. Sæmundur segir VC Challenge verkefnið henta vel fyrir Kríu sem bakhjarl því margt sem fylgi því verkefni sé í samræmi við þá stefnu Kríu að stuðla sem best að uppbyggingu nýsköpunarumverfisins.Vísir/Vilhelm Þurfum að vera alþjóðleg Sæmundur segir að þótt Kría sé nýlegur sjóður á Íslandi hafi sambærilegir sjóðir verið reknir víða erlendis. „Það eru svipaðir sjóðir reknir í til dæmis Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Eistlandi og Póllandi svo dæmi séu tekin og eins var sambærilegur sjóður í Ísrael. Hugsunin alls staðar er að styðja við sprotaumhverfið án þess að ríkið sjálft sé að taka ákvarðanir um einstakar fjárfestingar. Þess í stað eru þær ákvarðanir settar í hendur sjóðanna sjálfra, sem eru sérhæfðir. Það er því í samræmi við stefnu og starfsemi Kríu að efla þá sem best.“ Sæmundur segir starfsemi Kríu byggja á nýsköpunarstefnu stjórnvalda til ársins 2030. „Fjármagn sem þetta þarf að vera þolinmótt því þarna erum við oft að tala um fjárfestingar þar sem sjóðirnir binda fjármagn til 10 ára. Í sumum geirum, til dæmis líftækni, getur þetta þýtt enn lengri tími, til dæmis tíu til fimmtán ár, en almennt erum við að sjá það í þessum erlendu sjóðum að verið er að horfa til um 10 ára líftíma í senn.“ Þá segir hann það jákvætt fyrir starfsemi Kríu að fleiri íslenskir sjóðir taki til starfa. Að hér á landi séu reknir margir öflugir vísisjóðir er mjög af hinu góða og eykur líkur þess að enn fleiri fjárfesti í vísisjóðum og nýsköpun, sem aftur leiðir til þess að fleiri sprotar komast að og við horfum til fleiri sjóða til að fjárfesta í. Í okkar tilviki horfum við reyndar líka til þess að eignarhald sjóðanna sé frekar dreift og að sjóðsstjórar búi yfir mikilli reynslu í fjárfestingum í nýsköpun.“ Sæmundur segir Kríu einungis samstarfsaðila VC Challenge líkt og aðrir norrænir sjóðasjóðir séu með því að styrkja framkvæmd þess og uppbyggingu. „Við komum ekki að þjálfun sjóðsstjóra með beinum hætti en höfum komið að verkefninu í til dæmis stefnumótunarvinnunni, vinnu sem snýr að innihaldi námskeiða, að hjálpa til að fá mentora eða gestafyrirlesara og fleira.“ Þá segir Sæmundur þau tækifæri sem VC Challenge námskeiðið geti opnað í alþjóðlegri tengslamyndun erlendis afar jákvæða. „Við erum auðvitað lítill markaður og háð því að geta komið íslenskri nýsköpun í útflutning – við viljum byggja upp frekari útflutning byggðum á hugviti. VC Challenge námskeiðið er þannig samstarfsverkefni að það getur hjálpað nýjum sjóðsstjórum að tengjast inn á markaði, jafnvel markaði sem þeir hefðu átt erfiðara með að komast inn á eða að sanna sig á ef ekki væri fyrir þetta námskeið og þær tengingar sem myndast. Og þar sem eitt af langtímamarkmiðum Kríu er að hérlendis verði til alþjóðlegra sambærilegt fjárfestingaumhverfi fyrir sprotafyrirtæki í nýsköpun, að þá fellur það mjög vel að okkar áherslum í alla staði að geta stutt við bakið á verkefninu.“
Nýsköpun Stjórnsýsla Starfsframi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Námskeið til að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra „Frá aldamótum hefur mikil þekking orðið til hjá íslensku vísissjóðunum en það má segja að markmið VC Challenge námskeiðsins sé að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra. Með meiri þekkingu og reynslu verða þessir vísisjóðir álitlegri fjárfestingakostur fyrir aðra fjárfesta,“ segir Freyr Friðfinnsson alþjóðafulltrúi KLAK um samstarfsverkefni sem KLAK er nú aðili að ásamt mörgum aðilum í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Norðurlöndunum. 29. mars 2023 07:01 Fengu meðal annars styrk upp á 2,1 milljón evra „Lengi framan af voru starfsmennirnir einn til tveir eða allt þar til árið 2019, þá kom Brunnur fjárfestingasjóður inn með fjármögnun og teymið varð þriggja til fjögurra manna. En frá upphafi höfum við nýtt okkur styrkjarumhverfið, allt frá styrkjum fyrir markaðsmálin yfir í styrk í gegnum einkaleyfisferlið,“ segir Ósvaldur Knudsen framkvæmdastjóri Laki Power. 23. mars 2023 07:01 Notuðu hárblásara til að kynna hugmyndina á nokkrum fundum með ráðherrum „Þetta er reyndar þrjátíu ára gömul hugmynd,“ segir Óskar Svavarsson annar stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem stefnir að framleiðslu vindtúrbínu sem komið er fyrir í opnum gámum. 22. mars 2023 07:01 Nýsköpun í útrás: Stundum svolítið klaufalegt en tókst á endanum Við heyrum oft af nýsköpunarfyrirtækjum sem eru að gera góða hluti. Fáum fréttir af fjármögnun eða styrkjum og markmiðum um útrás. En hvernig ætli síðan útrásin gangi? Og hvernig gengur hún fyrir sig þegar farið er af stað? 13. mars 2023 07:01 Hjón í nýsköpun: Meira að segja búin að búa til harðfisk án lyktarinnar 28. febrúar 2023 07:00 Mest lesið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Loka verslun í Smáralind Neytendur Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Viðskipti erlent Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Námskeið til að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra „Frá aldamótum hefur mikil þekking orðið til hjá íslensku vísissjóðunum en það má segja að markmið VC Challenge námskeiðsins sé að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra. Með meiri þekkingu og reynslu verða þessir vísisjóðir álitlegri fjárfestingakostur fyrir aðra fjárfesta,“ segir Freyr Friðfinnsson alþjóðafulltrúi KLAK um samstarfsverkefni sem KLAK er nú aðili að ásamt mörgum aðilum í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Norðurlöndunum. 29. mars 2023 07:01
Fengu meðal annars styrk upp á 2,1 milljón evra „Lengi framan af voru starfsmennirnir einn til tveir eða allt þar til árið 2019, þá kom Brunnur fjárfestingasjóður inn með fjármögnun og teymið varð þriggja til fjögurra manna. En frá upphafi höfum við nýtt okkur styrkjarumhverfið, allt frá styrkjum fyrir markaðsmálin yfir í styrk í gegnum einkaleyfisferlið,“ segir Ósvaldur Knudsen framkvæmdastjóri Laki Power. 23. mars 2023 07:01
Notuðu hárblásara til að kynna hugmyndina á nokkrum fundum með ráðherrum „Þetta er reyndar þrjátíu ára gömul hugmynd,“ segir Óskar Svavarsson annar stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem stefnir að framleiðslu vindtúrbínu sem komið er fyrir í opnum gámum. 22. mars 2023 07:01
Nýsköpun í útrás: Stundum svolítið klaufalegt en tókst á endanum Við heyrum oft af nýsköpunarfyrirtækjum sem eru að gera góða hluti. Fáum fréttir af fjármögnun eða styrkjum og markmiðum um útrás. En hvernig ætli síðan útrásin gangi? Og hvernig gengur hún fyrir sig þegar farið er af stað? 13. mars 2023 07:01