Lokaumferð Subway: Sætin sem liðin geta endað í eftir kvöldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2023 09:00 Félög eru að reyna að hoppa upp um sæti í töflunni en bæði Njarðvík og KR eru hins vegar föst í sínum sætum. Vísir/Hulda Margrét Tuttugasta og önnur umferð Subway-deildar karla í körfubolta fer fram í kvöld og þótt að það sé ljóst hverjir vinna deildina og hverjir falla úr deildinni þá er enn barist um mikilvæg sæti í lokaumferðinni. Fimm af tólf liðum eru alveg föst í sínu sæti. Valsmenn eru deildarmeistarar og Njarðvík verður alltaf í öðru sæti. Tindastóll er fast í fimmta sæti og neðstu liðin, ÍR og KR, enda í ellefta og tólft sætinu. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvaða lið endar í þriðja sæti, hvaða lið nær sjötta sætinu og hvað verður áttunda og síðasta liðið inn í úrslitakeppnina. Keflavík og Haukar keppa um þriðja sætið. Tindastóll gæti vissulega náð þessum liðum að stigum sem og endað jafnt Grindavík í 5. og 6. sæti. Stólarnir eru alltaf neðar en Haukar á innbyrðis leikjum (1-1, -3) og alltaf ofar en Grindavík á innbyrðis (2-0, +24). Grindavík og Þór Þorlákshöfn spila hreinan úrslitaleik um sjötta sætið. Höttur, Stjarnan og Breiðablik geta öll endað í áttunda sæti en Blikar eru þar í verstu stöðunni vegna óhagstæðra innbyrðis úrslita. 3. og 4. sætið Keflavík og Haukar eru jöfn að stigum og Keflavík verður alltaf ofar á innbyrðis leikjum endi þau jöfn. Haukarnir eiga hins vegar auðveldari mótherja, fá Blika í heimsókn á meðan Keflavík tekur á móti nágrönnum sínum úr Njarðvík. 6. sætið Þór Þorlákshöfn og Grindavík mætast í Þorlákshöfn. Þórsarar eru tveimur stigum á eftir Grindavík og Grindvíkingar unnu fyrri leikinn með tveimur stigum. Það þýðir að Þórsarar ná sjötta sætinu með því að vinna leikinn með tveimur stigum eða meira. Þór nægir að vinna með tveimur af því að þeir eru með betra nettó úr öllum leikjum. 8. sætið Hlutirnir fara aftur á móti að flækjast aðeins þegar kemur að baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Höttur, Stjarnan og Breiðablik eru öll jöfn að stigum í áttunda til tóunda sæti en Hattarmenn standa best í innbyrðis leikjum þessara liða. Höttur tryggir sér því sæti í úrslitakeppninni með sigri á föllnu ÍR-liði á heimavelli. Stjarnan þarf að vinna sinn leik á móti föllnum KR-ingum og treysta á tap hjá Hetti. Blikar þurfa aftur á móti að vinna Hauka á útivelli og treysta um leið á það að bæði Höttur og Stjarnan tapi bæði þar sem Blikar standa verr á móti þeim báðum í innbyrðis leikjum. Hér fyrir neðan má sjá í hvaða sætum liðin geta endað í eftir kvöldið: Hvaða sæti eru í boði fyrir liðin eftir lokaumferðina: Valur 1. sæti Njarðvík 2. sæti Keflavík 3. sæti eða 4. sæti Haukar 3. sæti eða 4. sæti Tindastóll 5. sæti Grindavík 6. sæti eða 7. sæti Þór Þorl. 6. sæti eða 7. sæti Höttur 8. sæti 9.sæti eða 10. sæti Stjarnan 8. sæti, 9. sæti eða 10. sæti Breiðablik 8. sæti eða 10. sæti ÍR 11. sæti KR 12. sæti Innbyrðisstöður liðanna: - Keflavík 1-1 +6 á móti Haukum - Grindavík 1-0, +2 á móti Þór Þorl. - Haukar 1-1, +3 á móti Tindastól - Tindastóll 2-0, +24 á móti Grindavík - Höttur 1-1, +11 á móti Stjörnunni - Höttur 2-0, +35 á móti Breiðabliki - Stjarnan 1-1, +4 á móti Breiðabliki Subway-deild karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Sjá meira
Fimm af tólf liðum eru alveg föst í sínu sæti. Valsmenn eru deildarmeistarar og Njarðvík verður alltaf í öðru sæti. Tindastóll er fast í fimmta sæti og neðstu liðin, ÍR og KR, enda í ellefta og tólft sætinu. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvaða lið endar í þriðja sæti, hvaða lið nær sjötta sætinu og hvað verður áttunda og síðasta liðið inn í úrslitakeppnina. Keflavík og Haukar keppa um þriðja sætið. Tindastóll gæti vissulega náð þessum liðum að stigum sem og endað jafnt Grindavík í 5. og 6. sæti. Stólarnir eru alltaf neðar en Haukar á innbyrðis leikjum (1-1, -3) og alltaf ofar en Grindavík á innbyrðis (2-0, +24). Grindavík og Þór Þorlákshöfn spila hreinan úrslitaleik um sjötta sætið. Höttur, Stjarnan og Breiðablik geta öll endað í áttunda sæti en Blikar eru þar í verstu stöðunni vegna óhagstæðra innbyrðis úrslita. 3. og 4. sætið Keflavík og Haukar eru jöfn að stigum og Keflavík verður alltaf ofar á innbyrðis leikjum endi þau jöfn. Haukarnir eiga hins vegar auðveldari mótherja, fá Blika í heimsókn á meðan Keflavík tekur á móti nágrönnum sínum úr Njarðvík. 6. sætið Þór Þorlákshöfn og Grindavík mætast í Þorlákshöfn. Þórsarar eru tveimur stigum á eftir Grindavík og Grindvíkingar unnu fyrri leikinn með tveimur stigum. Það þýðir að Þórsarar ná sjötta sætinu með því að vinna leikinn með tveimur stigum eða meira. Þór nægir að vinna með tveimur af því að þeir eru með betra nettó úr öllum leikjum. 8. sætið Hlutirnir fara aftur á móti að flækjast aðeins þegar kemur að baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Höttur, Stjarnan og Breiðablik eru öll jöfn að stigum í áttunda til tóunda sæti en Hattarmenn standa best í innbyrðis leikjum þessara liða. Höttur tryggir sér því sæti í úrslitakeppninni með sigri á föllnu ÍR-liði á heimavelli. Stjarnan þarf að vinna sinn leik á móti föllnum KR-ingum og treysta á tap hjá Hetti. Blikar þurfa aftur á móti að vinna Hauka á útivelli og treysta um leið á það að bæði Höttur og Stjarnan tapi bæði þar sem Blikar standa verr á móti þeim báðum í innbyrðis leikjum. Hér fyrir neðan má sjá í hvaða sætum liðin geta endað í eftir kvöldið: Hvaða sæti eru í boði fyrir liðin eftir lokaumferðina: Valur 1. sæti Njarðvík 2. sæti Keflavík 3. sæti eða 4. sæti Haukar 3. sæti eða 4. sæti Tindastóll 5. sæti Grindavík 6. sæti eða 7. sæti Þór Þorl. 6. sæti eða 7. sæti Höttur 8. sæti 9.sæti eða 10. sæti Stjarnan 8. sæti, 9. sæti eða 10. sæti Breiðablik 8. sæti eða 10. sæti ÍR 11. sæti KR 12. sæti Innbyrðisstöður liðanna: - Keflavík 1-1 +6 á móti Haukum - Grindavík 1-0, +2 á móti Þór Þorl. - Haukar 1-1, +3 á móti Tindastól - Tindastóll 2-0, +24 á móti Grindavík - Höttur 1-1, +11 á móti Stjörnunni - Höttur 2-0, +35 á móti Breiðabliki - Stjarnan 1-1, +4 á móti Breiðabliki
Hvaða sæti eru í boði fyrir liðin eftir lokaumferðina: Valur 1. sæti Njarðvík 2. sæti Keflavík 3. sæti eða 4. sæti Haukar 3. sæti eða 4. sæti Tindastóll 5. sæti Grindavík 6. sæti eða 7. sæti Þór Þorl. 6. sæti eða 7. sæti Höttur 8. sæti 9.sæti eða 10. sæti Stjarnan 8. sæti, 9. sæti eða 10. sæti Breiðablik 8. sæti eða 10. sæti ÍR 11. sæti KR 12. sæti Innbyrðisstöður liðanna: - Keflavík 1-1 +6 á móti Haukum - Grindavík 1-0, +2 á móti Þór Þorl. - Haukar 1-1, +3 á móti Tindastól - Tindastóll 2-0, +24 á móti Grindavík - Höttur 1-1, +11 á móti Stjörnunni - Höttur 2-0, +35 á móti Breiðabliki - Stjarnan 1-1, +4 á móti Breiðabliki
Subway-deild karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Sjá meira