Arnar Már snýr aftur í framkvæmdastjórn Play Atli Ísleifsson skrifar 30. mars 2023 09:12 Arnar Már Magnússon þegar flugfélagið Play var kynnt til sögunnar í Perlunni í Reykjavík árið 2019. Vísir/Vilhelm Arnar Már Magnússon, flugstjóri og einn af stofnendum Play, mun senn taka aftur við sem framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs félagsins. Frá þessu greinir í tilkynningu frá Play. Þar kemur fram að Arnar hafi verið framkvæmdastjóri sviðsins þar til fyrir rúmu ári þegar hann hafi ákveðið að setjast aftur í flugstjórasætið í fullu starfi. „Arnar Már er einn af stofnendum Play og var forstjóri á sprotastigi flugfélagsins á árunum 2019-2021 áður en félagið hóf sig til flugs. Arnar tekur við framkvæmdastjórastöðunni af Guðna Ingólfssyni sem mun láta af störfum á næstunni. Guðni hefur verið framkvæmdastjóri sviðsins frá því í mars 2022,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að hann sé ofsalega ánægður að fá Arnar Má aftur í framkvæmdastjórn Play á þessum tímapunkti, úthvíldan og til í slaginn. „Arnar hefur verið lykilmaður í sögu PLAY enda einn af stofnendum félagsins. Arnar var öflugur liðsmaður framkvæmdastjórnar félagsins áður en hann ákvað að háloftin kölluðu og það er gott að fá krafta hans aftur inn í framkvæmdastjórn PLAY á þessu mikilvæga ári í sögu félagsins. Ég veit að flugrekstrarsviðið verður í góðum höndum hjá Arnari. Á sama tíma vil ég þakka Guðna Ingólfssyni kærlega fyrir vel unnin störf síðasta árið á mikilvægum uppbyggingartíma félagsins. Ég óska honum jafnframt góðs gengis í því sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Birgir Jónsson. Þá er haft eftir Arnari Má að það sé mikið tilhlökkunarefni að vinna með öflugum hópi fagfólks á flugrekstrarsviði Play á nýjan leik, fólki sem hann þekki þegar vel. „Það hefur gefið mér afskaplega mikið að vinna síðastliðið ár í framlínunni og fljúga okkar glæsilegu og nýju Airbus flugvélum til allra okkar áfangastaða bæði í Norður Ameríku og Evrópu, með frábærum hópi flugfólks bæði í flugstjórnarklefanum og farþegarými. Það eru spennandi tímar fram undan enda mikil uppbygging á komandi mánuðum hjá flugfélaginu sem gaman verður að takast á við með frábæru samstarfsfólki í lofti sem og á jörðu niðri,” segir Arnar Már Magnússon. Play Fréttir af flugi Vistaskipti Tengdar fréttir Arnar Már hættir hjá Play Arnar Már Magnússon, flugstjóri og einn af stofnendum Play, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. 22. desember 2022 08:03 Hættir sem framkvæmdastjóri hjá Play og einbeitir sér að fluginu Guðni Ingólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Play. Guðni tekur við sem framkvæmdastjóri af Arnari Má Magnússyni, einum af stofnendum Play. Þetta kemur fram í tilkynningu Play til Kauphallar. 4. mars 2022 16:14 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Frá þessu greinir í tilkynningu frá Play. Þar kemur fram að Arnar hafi verið framkvæmdastjóri sviðsins þar til fyrir rúmu ári þegar hann hafi ákveðið að setjast aftur í flugstjórasætið í fullu starfi. „Arnar Már er einn af stofnendum Play og var forstjóri á sprotastigi flugfélagsins á árunum 2019-2021 áður en félagið hóf sig til flugs. Arnar tekur við framkvæmdastjórastöðunni af Guðna Ingólfssyni sem mun láta af störfum á næstunni. Guðni hefur verið framkvæmdastjóri sviðsins frá því í mars 2022,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að hann sé ofsalega ánægður að fá Arnar Má aftur í framkvæmdastjórn Play á þessum tímapunkti, úthvíldan og til í slaginn. „Arnar hefur verið lykilmaður í sögu PLAY enda einn af stofnendum félagsins. Arnar var öflugur liðsmaður framkvæmdastjórnar félagsins áður en hann ákvað að háloftin kölluðu og það er gott að fá krafta hans aftur inn í framkvæmdastjórn PLAY á þessu mikilvæga ári í sögu félagsins. Ég veit að flugrekstrarsviðið verður í góðum höndum hjá Arnari. Á sama tíma vil ég þakka Guðna Ingólfssyni kærlega fyrir vel unnin störf síðasta árið á mikilvægum uppbyggingartíma félagsins. Ég óska honum jafnframt góðs gengis í því sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Birgir Jónsson. Þá er haft eftir Arnari Má að það sé mikið tilhlökkunarefni að vinna með öflugum hópi fagfólks á flugrekstrarsviði Play á nýjan leik, fólki sem hann þekki þegar vel. „Það hefur gefið mér afskaplega mikið að vinna síðastliðið ár í framlínunni og fljúga okkar glæsilegu og nýju Airbus flugvélum til allra okkar áfangastaða bæði í Norður Ameríku og Evrópu, með frábærum hópi flugfólks bæði í flugstjórnarklefanum og farþegarými. Það eru spennandi tímar fram undan enda mikil uppbygging á komandi mánuðum hjá flugfélaginu sem gaman verður að takast á við með frábæru samstarfsfólki í lofti sem og á jörðu niðri,” segir Arnar Már Magnússon.
Play Fréttir af flugi Vistaskipti Tengdar fréttir Arnar Már hættir hjá Play Arnar Már Magnússon, flugstjóri og einn af stofnendum Play, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. 22. desember 2022 08:03 Hættir sem framkvæmdastjóri hjá Play og einbeitir sér að fluginu Guðni Ingólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Play. Guðni tekur við sem framkvæmdastjóri af Arnari Má Magnússyni, einum af stofnendum Play. Þetta kemur fram í tilkynningu Play til Kauphallar. 4. mars 2022 16:14 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Arnar Már hættir hjá Play Arnar Már Magnússon, flugstjóri og einn af stofnendum Play, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. 22. desember 2022 08:03
Hættir sem framkvæmdastjóri hjá Play og einbeitir sér að fluginu Guðni Ingólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Play. Guðni tekur við sem framkvæmdastjóri af Arnari Má Magnússyni, einum af stofnendum Play. Þetta kemur fram í tilkynningu Play til Kauphallar. 4. mars 2022 16:14