Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2023 10:09 Kristján Örn Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson eru samherjar í íslenska landsliðinu og léku á HM í Svíþjóð í janúar. VÍSIR/VILHELM Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. Í opinni færslu á Facebook segist Björgvin hafa viljað fá Kristján til að setja eigin heilsu í fyrsta sæti, þegar hann sendi honum skilaboð kvöldið fyrir leik Vals og PAUC í Evrópudeildinni í febrúar. „Án þess að fara of ítaralega ofan í þessu skilaboð, sem ég hélt að væru okkar á milli, þá var tilgangur þeirra að fá hann til þess að endurhugsa endurkomuna og fá hann til að setja heilsuna í fyrsta sætið,“ skrifar Björgvin. Kristján hafði tæpri viku fyrir leikinn við Val greint frá því í viðtali við Vísi að hann glímdi við kulnun og væri því í leyfi frá handbolta. Hann ákvað hins vegar að ferðast með PAUC heim til Íslands vegna Evrópuleiksins og endaði á að spila leikinn sem hann segir að eftir á að hyggja hafi verið mistök. Kristjáni sárnuðu engu að síður skilaboðin frá Björgvini sem hann fékk send fyrir leik: „Hann sagðist ekki alveg vera að skilja þetta „bíó“ hjá mér. Hvað ég væri að segja í fjölmiðlum að ég væri ekki að fara að spila og væri svo allt í einu mættur á sviðið. Ég veit ekki hvort hann hélt að ég væri að „feika“ eitthvað og með einhver trix til að reyna að rústa Völsurunum. En hann vissi bara ekki neitt um hvað var í gangi á bakvið tjöldin,“ sagði Kristján í viðtali við Vísi í morgun. „Það að hann skyldi ekki hringja í mig í staðinn fyrir að senda mér svona skilaboð er bara eins og að sparka í liggjandi mann. Það er bara niðurstaðan. Spark í liggjandi mann með því að senda svona niðrandi ummæli varðandi mína hegðun, þegar ég veit sjálfur hver sannleikurinn er. Ég hætti ekki við að spila við Flensburg [14. febrúar] til að rústa Völsurum eða eitthvað þannig. Þetta er bara fáránlegt. Það er mikið meira á bakvið þetta en virtist vera. Svo má auðvitað segja að hann hafi haft rétt fyrir sér með að ég ætti ekki að spila en það er alltaf hægt að segja það eftir á,“ sagði Kristján. Björgvin lét forseta PAUC heyra það Björgvin segir í færslu sinni að hann hafi fundið sig knúinn til að senda Kristjáni skilaboð þar sem hann hafi grunað að þjálfari og stjórn PAUC væri að setja á hann pressu á að spila. Björgvin hafi óttast að enginn væri að hugsa um hag Kristjáns. Eftir leikinn segist Björgvin hafa gengið á forseta PAUC og látið óánægju sína í ljós með að Kristján skyldi spila leikinn. „Það samtal endaði á að stíga [sic] þurfti mig og forseta PAUC í sundur af fyrirliða PAUC sem tók undir allt sem ég sagði og sagði sjálfur félagið hefði aldrei átt að láta Kristján spila. Þessi tiltekni forseti lét allskonar óviðeigandi orð falla og sagði mig greinilega ekki skilja andlega veikindi. Sá hinn sami og mögulega Kristján einnig þekkja mína sögu líklega ekki nægilega vel,“ skrifar Björgvin en færslu hans má lesa í heild sinni hér að neðan. Evrópudeild karla í handbolta Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Í opinni færslu á Facebook segist Björgvin hafa viljað fá Kristján til að setja eigin heilsu í fyrsta sæti, þegar hann sendi honum skilaboð kvöldið fyrir leik Vals og PAUC í Evrópudeildinni í febrúar. „Án þess að fara of ítaralega ofan í þessu skilaboð, sem ég hélt að væru okkar á milli, þá var tilgangur þeirra að fá hann til þess að endurhugsa endurkomuna og fá hann til að setja heilsuna í fyrsta sætið,“ skrifar Björgvin. Kristján hafði tæpri viku fyrir leikinn við Val greint frá því í viðtali við Vísi að hann glímdi við kulnun og væri því í leyfi frá handbolta. Hann ákvað hins vegar að ferðast með PAUC heim til Íslands vegna Evrópuleiksins og endaði á að spila leikinn sem hann segir að eftir á að hyggja hafi verið mistök. Kristjáni sárnuðu engu að síður skilaboðin frá Björgvini sem hann fékk send fyrir leik: „Hann sagðist ekki alveg vera að skilja þetta „bíó“ hjá mér. Hvað ég væri að segja í fjölmiðlum að ég væri ekki að fara að spila og væri svo allt í einu mættur á sviðið. Ég veit ekki hvort hann hélt að ég væri að „feika“ eitthvað og með einhver trix til að reyna að rústa Völsurunum. En hann vissi bara ekki neitt um hvað var í gangi á bakvið tjöldin,“ sagði Kristján í viðtali við Vísi í morgun. „Það að hann skyldi ekki hringja í mig í staðinn fyrir að senda mér svona skilaboð er bara eins og að sparka í liggjandi mann. Það er bara niðurstaðan. Spark í liggjandi mann með því að senda svona niðrandi ummæli varðandi mína hegðun, þegar ég veit sjálfur hver sannleikurinn er. Ég hætti ekki við að spila við Flensburg [14. febrúar] til að rústa Völsurum eða eitthvað þannig. Þetta er bara fáránlegt. Það er mikið meira á bakvið þetta en virtist vera. Svo má auðvitað segja að hann hafi haft rétt fyrir sér með að ég ætti ekki að spila en það er alltaf hægt að segja það eftir á,“ sagði Kristján. Björgvin lét forseta PAUC heyra það Björgvin segir í færslu sinni að hann hafi fundið sig knúinn til að senda Kristjáni skilaboð þar sem hann hafi grunað að þjálfari og stjórn PAUC væri að setja á hann pressu á að spila. Björgvin hafi óttast að enginn væri að hugsa um hag Kristjáns. Eftir leikinn segist Björgvin hafa gengið á forseta PAUC og látið óánægju sína í ljós með að Kristján skyldi spila leikinn. „Það samtal endaði á að stíga [sic] þurfti mig og forseta PAUC í sundur af fyrirliða PAUC sem tók undir allt sem ég sagði og sagði sjálfur félagið hefði aldrei átt að láta Kristján spila. Þessi tiltekni forseti lét allskonar óviðeigandi orð falla og sagði mig greinilega ekki skilja andlega veikindi. Sá hinn sami og mögulega Kristján einnig þekkja mína sögu líklega ekki nægilega vel,“ skrifar Björgvin en færslu hans má lesa í heild sinni hér að neðan.
Evrópudeild karla í handbolta Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira