Segir aðgerðirnar ekki duga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. mars 2023 12:29 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn verðbólgu ekki duga. Hann segir boðaðar skattahækkanir illa ígrundaðar. Þá lýsir stjórn Félags atvinnurekenda yfir vonbrigðum með að ekki eigi að lækka tolla. Forystufólk stjórnarflokkanna kynnti í gær uppfærða fjármálaáætlun stjórnvalda til ársins 2028 sem miðar að því að vinna gegn verðbólgunni. Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir tilfinningarnar blendnar gagnvart fjármálaáætluninni. Ljóstíran sé sú að sjá að það sé jákvæð þróun í afkomu ríkissjóðs og betri horfur séu í skuldsetningu. „Vandamálið er hins vegar þetta að þrátt fyrir fögur fyrirheit um aðhaldssama fjármálaáætlun þar sem stigin yrðu stór skref í að koma böndum á óhóflegan vöxt ríkisútgjalda eru efndirnar því miður litlar. Þær aðhaldsaðgerðir sem að tíundaðar eru hrökkva mjög skammt sem viðbragð við þeim vanda sem íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir og mér finnst þær bera skort á vilja eða getu til þess að taka raunverulegar pólitískar ákvarðanir um aðhald og beinan niðurskurð á þessum verðbólgutímum.“ Stjórn forðast að taka þungar en nauðsynlegar ákvarðanir Halldór segir ríkisstjórnina vera að forðast að taka þungar pólitískar ákvarðanir sem séu nauðsynlegar. Honum líst ekki á boðaðar skattahækkanir „Þær eru síðan illa ígrundaðar og illa tímasettar skattaaðgerðir á borð við hækkun tekjuskatts fyrirtækja og lækkun á endurgreiðslu vegna framkvæmda við byggingar auk breytinga tengdum sjávarútvegi og ferðaþjónustu og við vitum það að það er ekkert jafn varanlegt og tímabundnar aðgerðir ríkisvaldsins í skattamálum og því finnst mér vonbrigði að lesa um þetta í fjármálaáætlun.“ Hann telur boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki duga til að vinna gegn verðbólgunni. „Auðvitað er það hlutverk okkar allra að ná niður verðbólguvæntingum í samfélaginu en Samtök atvinnulífsins hefðu viljað sjá miklu lengra gengið á útgjaldahlið ríkissjóðs. Það þýðir ekki að einblína bara á tekjuhliðina og við sláum ekki á verðbólgu nema að fara í auknum mæli á útgjaldahlið fjárlaganna og það er gert að mjög takmörkuðu leyti í þessari fjármálaáætlun.“ Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda.Vísir/Vilhelm Vonbrigði Þá sendi stjórn Félags atvinnurekenda frá sér ályktun vegna fjármálaáætlunar ríkisins. Stjórnin lýsir yfir vonbrigðum með hana og furðar sig á fyrir þeim fyrirætlunum að hækka tekjuskatt fyrirtækja. „Félagið telur fremur ástæðu til að létta sköttum og álögum af fyrirtækjum, til dæmis með því að efna marggefin fyrirheit um að tryggingargjald lækki til samræmis við það sem það var fyrir bankahrun.“ Þá lýsir stjórnin yfir vonbrigðum með að ekki eigi að lækka tolla. „Félagið telur fremur ástæðu til að létta sköttum og álögum af fyrirtækjum, til dæmis með því að efna marggefin fyrirheit um að tryggingargjald lækki til samræmis við það sem það var fyrir bankahrun.“ Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Skattar á fyrirtæki hækkaðir og samhæfingarmiðstöð frestað Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. 29. mars 2023 19:30 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira
Forystufólk stjórnarflokkanna kynnti í gær uppfærða fjármálaáætlun stjórnvalda til ársins 2028 sem miðar að því að vinna gegn verðbólgunni. Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir tilfinningarnar blendnar gagnvart fjármálaáætluninni. Ljóstíran sé sú að sjá að það sé jákvæð þróun í afkomu ríkissjóðs og betri horfur séu í skuldsetningu. „Vandamálið er hins vegar þetta að þrátt fyrir fögur fyrirheit um aðhaldssama fjármálaáætlun þar sem stigin yrðu stór skref í að koma böndum á óhóflegan vöxt ríkisútgjalda eru efndirnar því miður litlar. Þær aðhaldsaðgerðir sem að tíundaðar eru hrökkva mjög skammt sem viðbragð við þeim vanda sem íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir og mér finnst þær bera skort á vilja eða getu til þess að taka raunverulegar pólitískar ákvarðanir um aðhald og beinan niðurskurð á þessum verðbólgutímum.“ Stjórn forðast að taka þungar en nauðsynlegar ákvarðanir Halldór segir ríkisstjórnina vera að forðast að taka þungar pólitískar ákvarðanir sem séu nauðsynlegar. Honum líst ekki á boðaðar skattahækkanir „Þær eru síðan illa ígrundaðar og illa tímasettar skattaaðgerðir á borð við hækkun tekjuskatts fyrirtækja og lækkun á endurgreiðslu vegna framkvæmda við byggingar auk breytinga tengdum sjávarútvegi og ferðaþjónustu og við vitum það að það er ekkert jafn varanlegt og tímabundnar aðgerðir ríkisvaldsins í skattamálum og því finnst mér vonbrigði að lesa um þetta í fjármálaáætlun.“ Hann telur boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki duga til að vinna gegn verðbólgunni. „Auðvitað er það hlutverk okkar allra að ná niður verðbólguvæntingum í samfélaginu en Samtök atvinnulífsins hefðu viljað sjá miklu lengra gengið á útgjaldahlið ríkissjóðs. Það þýðir ekki að einblína bara á tekjuhliðina og við sláum ekki á verðbólgu nema að fara í auknum mæli á útgjaldahlið fjárlaganna og það er gert að mjög takmörkuðu leyti í þessari fjármálaáætlun.“ Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda.Vísir/Vilhelm Vonbrigði Þá sendi stjórn Félags atvinnurekenda frá sér ályktun vegna fjármálaáætlunar ríkisins. Stjórnin lýsir yfir vonbrigðum með hana og furðar sig á fyrir þeim fyrirætlunum að hækka tekjuskatt fyrirtækja. „Félagið telur fremur ástæðu til að létta sköttum og álögum af fyrirtækjum, til dæmis með því að efna marggefin fyrirheit um að tryggingargjald lækki til samræmis við það sem það var fyrir bankahrun.“ Þá lýsir stjórnin yfir vonbrigðum með að ekki eigi að lækka tolla. „Félagið telur fremur ástæðu til að létta sköttum og álögum af fyrirtækjum, til dæmis með því að efna marggefin fyrirheit um að tryggingargjald lækki til samræmis við það sem það var fyrir bankahrun.“
Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Skattar á fyrirtæki hækkaðir og samhæfingarmiðstöð frestað Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. 29. mars 2023 19:30 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira
Skattar á fyrirtæki hækkaðir og samhæfingarmiðstöð frestað Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. 29. mars 2023 19:30