Mikilvægt að löggjöfin taki tillit til landfræðilegrar legu Íslands Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 30. mars 2023 18:03 Fram kemur í ályktuninni að flugsamgöngur eru ein mikilvægasta grunnstoð byggðar á Íslandi auk þess sem efnahagslegur og samfélagslegur ávinningur af flugstarfsemi fyrir Ísland er ótvíræður. Vísir/Vilhelm Samkvæmt fyrirhugaðri löggjöf Evrópusambandsins sem hefur það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda mun aukinn kostnaður vegna kolefnislosunar leggjast þungt á flugfélög með tengimiðstöð á Íslandi, einungis vegna landfræðilegrar legu. Að óbreyttu mun þetta leiða til þess að samkeppnisstaða íslensku flugfélaganna veikist gríðarlega með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á ferðaþjónustu, flutninga, annað íslenskt atvinnulíf og samfélag í heild sinni. Þetta kemur fram ályktun aðalfundar Samtaka ferðaþjónustunnar um flugsamgöngur og fyrirhugaða löggjöf Evrópusambandsins um losun gróðurhúsalofttegunda sem samþykkt var í dag. Fram kemur í ályktuninni að flugsamgöngur eru ein mikilvægasta grunnstoð byggðar á Íslandi auk þess sem efnahagslegur og samfélagslegur ávinningur af flugstarfsemi fyrir Ísland er ótvíræður. „Mikið er í húfi við að vinna að sjálfbærri framtíð flugs um og á Íslandi og hafa flugfélög sett sér metnaðarfull markmið á sviði umhverfismála meðal annars með því að taka þátt í verkefnum sem snúa að innleiðingu sjálfbærs eldsneytis og þróun á vetnis- og rafmagnsknúnum flugvélum.“ Samtök ferðaþjónustunnar benda á að boðuð löggjöf mun jafnframt ekki draga úr kolefnislosun, heldur þvert á móti stuðla að kolefnisleka, enda er í dag almennt umhverfisvænna að fljúga á minni flugvélum yfir Atlantshafið, líkt og þeim sem íslensku flugfélögin nota í sínum rekstri, með viðkomu á Íslandi frekar en að fljúga beint yfir Atlantshafið á breiðþotu. „Það er mikilvægt að stjórnvöld verji hagsmuni Íslands þegar löggjöfin verður innleidd á Íslandi til þess að tryggja sjálfbæra framtíð og verjamikilvægan ávinning af flugi hérlendis. Samtök ferðaþjónustunnar styðja því heils hugar þá vegferð stjórnvalda að semja um að löggjöfin taki tillit til landfræðilegrar legu Íslands þannig að samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga, Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar og áfangastaðarins Íslands verði tryggð.“ Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Loftgæði Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Þetta kemur fram ályktun aðalfundar Samtaka ferðaþjónustunnar um flugsamgöngur og fyrirhugaða löggjöf Evrópusambandsins um losun gróðurhúsalofttegunda sem samþykkt var í dag. Fram kemur í ályktuninni að flugsamgöngur eru ein mikilvægasta grunnstoð byggðar á Íslandi auk þess sem efnahagslegur og samfélagslegur ávinningur af flugstarfsemi fyrir Ísland er ótvíræður. „Mikið er í húfi við að vinna að sjálfbærri framtíð flugs um og á Íslandi og hafa flugfélög sett sér metnaðarfull markmið á sviði umhverfismála meðal annars með því að taka þátt í verkefnum sem snúa að innleiðingu sjálfbærs eldsneytis og þróun á vetnis- og rafmagnsknúnum flugvélum.“ Samtök ferðaþjónustunnar benda á að boðuð löggjöf mun jafnframt ekki draga úr kolefnislosun, heldur þvert á móti stuðla að kolefnisleka, enda er í dag almennt umhverfisvænna að fljúga á minni flugvélum yfir Atlantshafið, líkt og þeim sem íslensku flugfélögin nota í sínum rekstri, með viðkomu á Íslandi frekar en að fljúga beint yfir Atlantshafið á breiðþotu. „Það er mikilvægt að stjórnvöld verji hagsmuni Íslands þegar löggjöfin verður innleidd á Íslandi til þess að tryggja sjálfbæra framtíð og verjamikilvægan ávinning af flugi hérlendis. Samtök ferðaþjónustunnar styðja því heils hugar þá vegferð stjórnvalda að semja um að löggjöfin taki tillit til landfræðilegrar legu Íslands þannig að samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga, Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar og áfangastaðarins Íslands verði tryggð.“
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Loftgæði Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira