Halldór Benjamín lætur af störfum Máni Snær Þorláksson skrifar 30. mars 2023 18:45 Halldór Benjamín hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í tæp sjö ár. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur ákveðið að láta af störfum. Hann mun taka við nýju starfi sem forstjóri Regins í sumar. Halldór Benjamín Þorbergsson hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra SA undanfarin sjö ár. Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að hann sé búinn að ákveða að láta af störfum sökum þess að hann er að taka við nýju starfi. „Það eru óneitanlega blendnar tilfinningar sem fylgja því að kveðja þennan vettvang, enda eru alger forréttindi að gegna starfi framkvæmdastjóra SA. Starfið hjá SA hefur verið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt en það er á sama tíma engum hollt að vera í slíku starfi of lengi,“ er haft eftir Halldóri í tilkynningunni. Þá segist hann vera lánsamur að hafa átt gott samstarf við starfsfólkið og stjórnarmenn: „Ég veit að ég skil við starf samtakanna í góðum höndum, hjá öflugum hópi starfsfólks og stjórnarmanna, sem ég hef verið svo lánsamur að eiga gott samstarf við á þeim tæpu 7 árum sem ég hef gegnt þessu starfi.“ Tekur við sem forstjóri Regins Starfið sem Halldór er að taka við er starf forstjóra Regins hf. en Halldór mun hefja störf þar fyrri hluta sumars á þessu ári. Fram kemur í tilkynningu frá Regin að Helgi S. Gunnarsson, sem gegnt hefur starfi forstjóra frá stofnun félagsins árið 2009, muni láta af störfum á sama tíma. Hann verði þó Halldóri innan handar til að byrja með. „Stjórn Regins er afar stolt af því að hafa fengið til liðs við félagið öflugan leiðtoga til að leiða áframhaldandi uppbyggingu Regins. Halldór Benjamín hefur í störfum sínum sýnt mikla forystuhæfileika og getu til að leiða vandasöm verkefni til lykta. Hann hefur yfirburðaþekkingu og tengsl í íslensku atvinnulífi sem munu reynast bæði félaginu og viðskiptavinum þess vel. Stjórnin hefur miklar væntingar til Halldórs Benjamíns til að leiða félagið áfram til vaxtar í samræmi við framtíðarsýn þess,“ er haft eftir Tómasi Kristjánssyni, stjórnarformanni Regins, í tilkynningunni frá félaginu. Fréttin verður uppfærð. Kjaramál Vistaskipti Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra SA undanfarin sjö ár. Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að hann sé búinn að ákveða að láta af störfum sökum þess að hann er að taka við nýju starfi. „Það eru óneitanlega blendnar tilfinningar sem fylgja því að kveðja þennan vettvang, enda eru alger forréttindi að gegna starfi framkvæmdastjóra SA. Starfið hjá SA hefur verið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt en það er á sama tíma engum hollt að vera í slíku starfi of lengi,“ er haft eftir Halldóri í tilkynningunni. Þá segist hann vera lánsamur að hafa átt gott samstarf við starfsfólkið og stjórnarmenn: „Ég veit að ég skil við starf samtakanna í góðum höndum, hjá öflugum hópi starfsfólks og stjórnarmanna, sem ég hef verið svo lánsamur að eiga gott samstarf við á þeim tæpu 7 árum sem ég hef gegnt þessu starfi.“ Tekur við sem forstjóri Regins Starfið sem Halldór er að taka við er starf forstjóra Regins hf. en Halldór mun hefja störf þar fyrri hluta sumars á þessu ári. Fram kemur í tilkynningu frá Regin að Helgi S. Gunnarsson, sem gegnt hefur starfi forstjóra frá stofnun félagsins árið 2009, muni láta af störfum á sama tíma. Hann verði þó Halldóri innan handar til að byrja með. „Stjórn Regins er afar stolt af því að hafa fengið til liðs við félagið öflugan leiðtoga til að leiða áframhaldandi uppbyggingu Regins. Halldór Benjamín hefur í störfum sínum sýnt mikla forystuhæfileika og getu til að leiða vandasöm verkefni til lykta. Hann hefur yfirburðaþekkingu og tengsl í íslensku atvinnulífi sem munu reynast bæði félaginu og viðskiptavinum þess vel. Stjórnin hefur miklar væntingar til Halldórs Benjamíns til að leiða félagið áfram til vaxtar í samræmi við framtíðarsýn þess,“ er haft eftir Tómasi Kristjánssyni, stjórnarformanni Regins, í tilkynningunni frá félaginu. Fréttin verður uppfærð.
Kjaramál Vistaskipti Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira