Tökum gagnadrifnar ákvarðanir þegar kemur að fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum og stofnunum Eva Karen Þórðardóttir skrifar 31. mars 2023 07:31 Því ber ætíð að fagna þegar fyrirtæki og stofnanir leggja aukna áherslu á fræðslumál starfsmanna. Síðustu ár hafa fræðslumál fengið meira vægi og hafa mun fleiri fyrirtæki og stofnanir séð hversu mikilvægt er að starfsfólk fái reglubundna fræðslu og þjálfun. Hvort sem það er til að bæta starfstengda hæfniþætti, persónulega hæfniþættir eða, eins og mikið er lagt áherslu á núna, stafræna hæfniþætti. Oft er hafist handa með þvi að festa kaup á fræðslukerfi og fræðslupakka sem eru stútfullir af frábæru fræðsluefni og einnig er farið í að skoða hvaða fræðsla og þjálfun þarf að vera skylda fyrir starfsfólk og hvaða fræðsla er meira nice to have. En margir hverjir reka sig á það eftir að allt er loksins komið í gang að starfsfólk er ekki að nýta sér fræðsluna að því marki sem óskað er eftir og þegar enn lengra en liðið eru jafnvel ekki til svör við því hvort þessi fjárfesting sé í raun að skila fyrirtækinu eða stofnuninni aukinni hæfni starfsfólks eða hvort einhver lærdómur hafi í raun átt sér stað. Ef fyrirtæki og stofnanir geta verið með frábært efni og flott kennslukerfi, en of mörg fyrirtæki standa frammi fyrir þvi að starfsfólk er ekki að nýta sér þá fræðslu sem boðið er upp á, spyr maður sig, af hverju er starfsfólkið ekki að nýta sér þessa fræðslu og þjálfun? Margt getur spilað þar inn í, t.d. tímaskortur, er fræðsluefnið viðeigandi, er fræðsluefnið aðgengilegt, er búið að gera ráð fyrir tíma innan fyrirtækis eða stofnanna til að stunda fræðslu og þjálfun svo að starfsfólki finnist það ekki vera að stelast á vinnutíma, eins og ég hef gjarnan heyrt. Samkvæmt skýrslu sem var kynnt fyrir mér á ráðstefnu í Noregi síðasta haust frá World Economic Forum hefur verið gerð úttekt á hvað er helst að standa í vegi fyrir fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum og var niðurstaðan ekki þessir þættir sem taldir eru hér að framan heldur er það sem stendur mest í vegi fyrir fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum, áhugi og virkni í því að sækja sér fræðslu og þjálfun. Að setja mikilvægi fræðslu og þjálfunar framar í röðina í daglegu amstri. Þá spyr ég mig, á hverju erum við að klikka ? Gæti einn möguleikin verið að við erum að gleyma að við erum jafn ólík og við erum mörg og að við þurfum mismunandi áherslur í fræðslu og við lærum á mismunandi hátt? Getur verið að við erum að leggja sama efnið fyrir alla og jafnvel skylda fólk í að fara úr sinni vinnu og fara á námskeið hvort sem það vill eða þarf að eigin mati? Ég hef lært það í gegnum mitt fræðslugreiningarstarf síðustu árin að við þurfum að gæta okkar að byrja á réttum enda, GREINUM, skoðum og áætlum hvað við viljum fá út úr fræðslunni. Mælum og tökum gagnadrifnar ákvarðanir varðandi fræðslu. Skoðum hvað við viljum og þurfum að fá út úr fræðslunni fyrir okkar fólk. Tökum mælingar á því hvernig stendur okkar fólk í dag áður en lagt er af stað og tökum ákvarðanir strax í byrjun hvernig ætlum við að mæla árangur og hvernig ætlum við að skapa rými fyrir fólkið okkar að taka þá fræðslu og þjálfun sem það þarf. Við þurfum að hætta að hugsa fræðslu sem one size fits all og horfa til einstaklingsmiðaðrar fræðslu og þjálfunar ef við ætlum að ná árangri og ef við ætlum að ná að virkja fólkið okkar til að stunda markvissa þjálfun og fræðslu. Höfundur er eigandi og ráðgjafi hjá Effect.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Því ber ætíð að fagna þegar fyrirtæki og stofnanir leggja aukna áherslu á fræðslumál starfsmanna. Síðustu ár hafa fræðslumál fengið meira vægi og hafa mun fleiri fyrirtæki og stofnanir séð hversu mikilvægt er að starfsfólk fái reglubundna fræðslu og þjálfun. Hvort sem það er til að bæta starfstengda hæfniþætti, persónulega hæfniþættir eða, eins og mikið er lagt áherslu á núna, stafræna hæfniþætti. Oft er hafist handa með þvi að festa kaup á fræðslukerfi og fræðslupakka sem eru stútfullir af frábæru fræðsluefni og einnig er farið í að skoða hvaða fræðsla og þjálfun þarf að vera skylda fyrir starfsfólk og hvaða fræðsla er meira nice to have. En margir hverjir reka sig á það eftir að allt er loksins komið í gang að starfsfólk er ekki að nýta sér fræðsluna að því marki sem óskað er eftir og þegar enn lengra en liðið eru jafnvel ekki til svör við því hvort þessi fjárfesting sé í raun að skila fyrirtækinu eða stofnuninni aukinni hæfni starfsfólks eða hvort einhver lærdómur hafi í raun átt sér stað. Ef fyrirtæki og stofnanir geta verið með frábært efni og flott kennslukerfi, en of mörg fyrirtæki standa frammi fyrir þvi að starfsfólk er ekki að nýta sér þá fræðslu sem boðið er upp á, spyr maður sig, af hverju er starfsfólkið ekki að nýta sér þessa fræðslu og þjálfun? Margt getur spilað þar inn í, t.d. tímaskortur, er fræðsluefnið viðeigandi, er fræðsluefnið aðgengilegt, er búið að gera ráð fyrir tíma innan fyrirtækis eða stofnanna til að stunda fræðslu og þjálfun svo að starfsfólki finnist það ekki vera að stelast á vinnutíma, eins og ég hef gjarnan heyrt. Samkvæmt skýrslu sem var kynnt fyrir mér á ráðstefnu í Noregi síðasta haust frá World Economic Forum hefur verið gerð úttekt á hvað er helst að standa í vegi fyrir fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum og var niðurstaðan ekki þessir þættir sem taldir eru hér að framan heldur er það sem stendur mest í vegi fyrir fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum, áhugi og virkni í því að sækja sér fræðslu og þjálfun. Að setja mikilvægi fræðslu og þjálfunar framar í röðina í daglegu amstri. Þá spyr ég mig, á hverju erum við að klikka ? Gæti einn möguleikin verið að við erum að gleyma að við erum jafn ólík og við erum mörg og að við þurfum mismunandi áherslur í fræðslu og við lærum á mismunandi hátt? Getur verið að við erum að leggja sama efnið fyrir alla og jafnvel skylda fólk í að fara úr sinni vinnu og fara á námskeið hvort sem það vill eða þarf að eigin mati? Ég hef lært það í gegnum mitt fræðslugreiningarstarf síðustu árin að við þurfum að gæta okkar að byrja á réttum enda, GREINUM, skoðum og áætlum hvað við viljum fá út úr fræðslunni. Mælum og tökum gagnadrifnar ákvarðanir varðandi fræðslu. Skoðum hvað við viljum og þurfum að fá út úr fræðslunni fyrir okkar fólk. Tökum mælingar á því hvernig stendur okkar fólk í dag áður en lagt er af stað og tökum ákvarðanir strax í byrjun hvernig ætlum við að mæla árangur og hvernig ætlum við að skapa rými fyrir fólkið okkar að taka þá fræðslu og þjálfun sem það þarf. Við þurfum að hætta að hugsa fræðslu sem one size fits all og horfa til einstaklingsmiðaðrar fræðslu og þjálfunar ef við ætlum að ná árangri og ef við ætlum að ná að virkja fólkið okkar til að stunda markvissa þjálfun og fræðslu. Höfundur er eigandi og ráðgjafi hjá Effect.is.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun