Hætta í kaffinu en bæta í partýið á Mikka ref Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2023 10:24 Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, segir það ekki lengur borga sig að selja kaffi á Íslandi. Vísir/Vilhelm Kaffivélarnar á kaffi- og vínbarnum Mikka ref þagna í dag. Halldór Laxness Halldórsson, einn eigenda staðsins, segir það ekki borga sig lengur að selja kaffi. Í staðinn verði bætt í partýið á vínbarnum með nýliðum í eigendahópnum. Halldór, sem er betur þekktur sem Dóri DNA, opnaði Mikka ref ásamt Ben Boorman árið 2021. Þeir hafa rekið kaffi- og vínbar við Hverfisgötu 18, gegnt Þjóðleikhúsinu, og kaffisöluútibúi í Grósku hugmyndahúsi á háskólasvæðinu. Breyting verður á klukkan 16:00 í dag en þá verður kaffisölunni í Grósku lokað í síðasta skipti. „Veitingabransinn er orðinn ansi snúinn og það borgar sig ekki eins og staðan er núna að selja kaffi. Við erum voða fegnir að vera komnir út úr því og að vera komnir í eitthvað sem við lögðum upphaflega upp með að gera. Verði kaffivélum miðbæjarins af því,“ segir Halldór við Vísi. Sá upphaflegi tilgangur var að selja gott vín. Halldór segir nóg af góðu kaffi í Reykjavík ennþá en afskaplega fáir staðir einblíni á að bjóða upp á náttúruvín og stemmingu. Héðan í frá verður opið á Hverfisgötunni frá klukkan 17:00 og fram á kvöld á meðan fólk er í stuði eins og á öðrum börum og veitingastöðum, að sögn Halldórs. Samhliða breytingunni koma þrír nýir inn í eigendahópinn, þeir Daníel Ólafsson, Björgvin Schram og Máni Hafdísarson. „Við ætlum að bæta í partýinu í staðinn og það eru komnir nýir félagar inn á staðinn á Hverfisgötu. Þar ætlum við bara að halda áfram að selja bestu vín fáanleg mannkyninu og vera með alveg ógeðslega góðan hamborgara,“ segir hann. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Sjá meira
Halldór, sem er betur þekktur sem Dóri DNA, opnaði Mikka ref ásamt Ben Boorman árið 2021. Þeir hafa rekið kaffi- og vínbar við Hverfisgötu 18, gegnt Þjóðleikhúsinu, og kaffisöluútibúi í Grósku hugmyndahúsi á háskólasvæðinu. Breyting verður á klukkan 16:00 í dag en þá verður kaffisölunni í Grósku lokað í síðasta skipti. „Veitingabransinn er orðinn ansi snúinn og það borgar sig ekki eins og staðan er núna að selja kaffi. Við erum voða fegnir að vera komnir út úr því og að vera komnir í eitthvað sem við lögðum upphaflega upp með að gera. Verði kaffivélum miðbæjarins af því,“ segir Halldór við Vísi. Sá upphaflegi tilgangur var að selja gott vín. Halldór segir nóg af góðu kaffi í Reykjavík ennþá en afskaplega fáir staðir einblíni á að bjóða upp á náttúruvín og stemmingu. Héðan í frá verður opið á Hverfisgötunni frá klukkan 17:00 og fram á kvöld á meðan fólk er í stuði eins og á öðrum börum og veitingastöðum, að sögn Halldórs. Samhliða breytingunni koma þrír nýir inn í eigendahópinn, þeir Daníel Ólafsson, Björgvin Schram og Máni Hafdísarson. „Við ætlum að bæta í partýinu í staðinn og það eru komnir nýir félagar inn á staðinn á Hverfisgötu. Þar ætlum við bara að halda áfram að selja bestu vín fáanleg mannkyninu og vera með alveg ógeðslega góðan hamborgara,“ segir hann.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Sjá meira