Nýjung í fjölmiðlasögunni og kveikjan að stjórnskipunarlegri byltingu Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2023 11:37 Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ var á síðustu forsíðu Fréttablaðsins í dag. vísir/Arnar Blað var brotið í fjölmiðla- og stjórmálasögu Íslands þegar Fréttablaðið byrjaði að koma út fyrir rúmum tuttugu árum. Það var fyrsta frídreifingarblað landsins og kom við sögu þegar forseti beitti synjunarvaldi í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. Fréttablaðið kom fyrst út mánudaginn 23. apríl árið 2001. Fyrsti ritstjóri þess var Einar Karl Haraldsson, Eyjólfur Sveinsson útgáfustjóri og Gunnar Smári Egilsson, fulltrúi útgefenda. Útgáfa blaðsins markaði nokkur tímamót í íslenskri fjölmiðlasögu þar sem blaðinu var dreift ókeypis í hús og auglýsingatekjur voru undirstaða rekstursins. Í krafti þess varð blaðið brátt það víðlesnasta á landinu. Fjárfestingarfélagið Baugur Group eignaðist útgáfufélag Fréttablaðsins og DV árið 2003. Síðar sameinaðist það fleiri stórum fjölmiðlafyrirtækjum í eigu Baugs, þar á meðal Stöð 2, Bylgjunni og fleiri ljósvakamiðlum. Forsiða Fréttablaðsins þann 23. apríl 2001. Samruninn varð kveikjan að umdeildu fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árið 2004 sem hefði takmarkað eignarhald fjölmiðlafyrirtækja. Alþingi samþykkti frumvarpið en Ólafur Ragnar Grímsson varð fyrsti forsetinn í sögu lýðveldisins til þess að synja því að staðfesta frumvarp og vísa því til þjóðaratkvæðisgreiðslu. Fram að því hafði sá réttur forseta ekki verið talinn virkur en Ólafur Ragnar beitti honum síðar aftur í tengslum við Icesave-málið svonefnda. Ekki kom til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið þar sem Alþingi samþykkti ný lög sem felldu fjölmiðlalögin úr gildi. DV og Hringbraut það eina sem stendur eftir Fréttablaðið var, ásamt Vísi, hluti af fjölmiðlasamsteypu 365 miðla þar til hluti hennar sameinaðist fjarskiptafyrirtækinu Vodafone árið 2018. Samkeppniseftirlitið setti það sem skilyrði við samrunann að Fréttablaðið og tengdir miðlar fylgdu ekki með. Í kjölfarið gaf Torg ehf., sem var í eigu 365 miðla, út Fréttablaðið. Vefmiðillinn frettabladid.is var stofnaður í febrúar árið 2018 og viðskiptavefurinn Markaðurinn í nóvember sama ár. Félag á vegum Helga Magnússonar, sem var meðal annars þekktur fyrir fjárfestingar í Marel og Bláa lóninu, keypti helming hlutafjár í Torgi ehf. í júní 2019. Hann varð síðan stjórnarformaður Torgs. Torg sameinaðist Hringbraut miðlum ehf. sem rak hringbraut.is og sjónvarpsstöðina Hringbraut árið 2019. Ári síðar bættist útgáfa DV í hópinn. Verulegar breytingar urðu á rekstri Fréttablaðsins við upphaf árs þegar tilkynnt var um að blaðinu yrði ekki lengur dreift í hús. Þess í stað varð það aðgengilegt á fjölförnum stöðum og á netinu. Vísaði Torg til þess að prentun og dreifing blaðsins væru of kostnaðarsöm. Eftir tíðindi dagsins er það eina sem stendur eftir af fyrra veldi Torgs ehf. vefsíður DV og Hringbrautar auk ferðamannavefsins Iceland Magazine. Rekstur þeirra færist yfir til nýs félags, Fjölmiðlatorgsins ehf. Fjölmiðlar Endalok Fréttablaðsins Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Fréttablaðið kom fyrst út mánudaginn 23. apríl árið 2001. Fyrsti ritstjóri þess var Einar Karl Haraldsson, Eyjólfur Sveinsson útgáfustjóri og Gunnar Smári Egilsson, fulltrúi útgefenda. Útgáfa blaðsins markaði nokkur tímamót í íslenskri fjölmiðlasögu þar sem blaðinu var dreift ókeypis í hús og auglýsingatekjur voru undirstaða rekstursins. Í krafti þess varð blaðið brátt það víðlesnasta á landinu. Fjárfestingarfélagið Baugur Group eignaðist útgáfufélag Fréttablaðsins og DV árið 2003. Síðar sameinaðist það fleiri stórum fjölmiðlafyrirtækjum í eigu Baugs, þar á meðal Stöð 2, Bylgjunni og fleiri ljósvakamiðlum. Forsiða Fréttablaðsins þann 23. apríl 2001. Samruninn varð kveikjan að umdeildu fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árið 2004 sem hefði takmarkað eignarhald fjölmiðlafyrirtækja. Alþingi samþykkti frumvarpið en Ólafur Ragnar Grímsson varð fyrsti forsetinn í sögu lýðveldisins til þess að synja því að staðfesta frumvarp og vísa því til þjóðaratkvæðisgreiðslu. Fram að því hafði sá réttur forseta ekki verið talinn virkur en Ólafur Ragnar beitti honum síðar aftur í tengslum við Icesave-málið svonefnda. Ekki kom til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið þar sem Alþingi samþykkti ný lög sem felldu fjölmiðlalögin úr gildi. DV og Hringbraut það eina sem stendur eftir Fréttablaðið var, ásamt Vísi, hluti af fjölmiðlasamsteypu 365 miðla þar til hluti hennar sameinaðist fjarskiptafyrirtækinu Vodafone árið 2018. Samkeppniseftirlitið setti það sem skilyrði við samrunann að Fréttablaðið og tengdir miðlar fylgdu ekki með. Í kjölfarið gaf Torg ehf., sem var í eigu 365 miðla, út Fréttablaðið. Vefmiðillinn frettabladid.is var stofnaður í febrúar árið 2018 og viðskiptavefurinn Markaðurinn í nóvember sama ár. Félag á vegum Helga Magnússonar, sem var meðal annars þekktur fyrir fjárfestingar í Marel og Bláa lóninu, keypti helming hlutafjár í Torgi ehf. í júní 2019. Hann varð síðan stjórnarformaður Torgs. Torg sameinaðist Hringbraut miðlum ehf. sem rak hringbraut.is og sjónvarpsstöðina Hringbraut árið 2019. Ári síðar bættist útgáfa DV í hópinn. Verulegar breytingar urðu á rekstri Fréttablaðsins við upphaf árs þegar tilkynnt var um að blaðinu yrði ekki lengur dreift í hús. Þess í stað varð það aðgengilegt á fjölförnum stöðum og á netinu. Vísaði Torg til þess að prentun og dreifing blaðsins væru of kostnaðarsöm. Eftir tíðindi dagsins er það eina sem stendur eftir af fyrra veldi Torgs ehf. vefsíður DV og Hringbrautar auk ferðamannavefsins Iceland Magazine. Rekstur þeirra færist yfir til nýs félags, Fjölmiðlatorgsins ehf.
Fjölmiðlar Endalok Fréttablaðsins Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira