Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍR 27-22 | Mosfellingar stukku upp í þriðja sæti Þorsteinn Hjálmsson skrifar 31. mars 2023 22:17 Þorsteinn Leó Gunnarsson var markahæsti maður vallarins. Vísir/Diego Í kvöld lék Afturelding sinn fyrsta heimaleik eftir að hafa hampað Powerade-bikarnum fyrir tæplega tveimur vikum. Andstæðingurinn voru ÍR-ingar sem berjast fyrir lífi sínu í Olís-deildinni. Endaði leikurinn með fimm marka sigri heimamanna en sýndi það ekki rétta mynd af gangi leiksins. Lokatölur 27-22. Liðin fylgdust að í markaskori í kvöld á fyrsta korter leiksins. Staðan 6-6 og markverðir beggja liða að verja vel. Nýkrýndir bikarmeistarar í Aftureldingu tóku þá loks yfirhöndina en náðu aðeins tveggja marka forystu þrátt fyrir að fá fínar stöður til að stækka þá forystu til muna. ÍR spilaði mjög agaðan sóknarleik í kvöld og hver sókn var nokkuð löng sem dró hraðann úr leiknum í kjölfarið. Sést það best á þeirri staðreynd að aðeins tvö hraðaupphlaupsmörk voru skoruð í heildina í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 12-10 heimamönnum í vil. Afturelding hóf síðari hálfleikinn á að koma sér í þriggja marka forystu en forysta þeirra stærstan hluta síðari hálfleiks sveiflaðist á milli tveggja til þriggja marka. 47. mínúta leiksins reyndist afdrifarík fyrir ÍR-inga. Bjarni Fritzson, þjálfari liðsins, tók þá leikhlé rétt áður en lið hans skoraði og taldi því markið ekki. ÍR tapaði svo boltanum fljótlega eftir leikhléið og Afturelding hélt í sókn. Í þeirri sókn kýldi Úlfur Gunnar Kjartansson, leikmaður ÍR, Blæ Hinriksson, leikmann Aftureldingar, fast í andlitið. Rauða spjaldið var því dregið á loft, hárréttur dómur. Úlfur Gunnar hafði leikið vel í vörn ÍR fram að þessu og því mikil blóðtaka fyrir hans lið. Staðan var 24-22 Aftureldingu í vil þegar lokamínúta leiksins gekk í garð og lögðu ÍR-ingar því allt í sölurnar til að fá eitthvað út úr leiknum á þeim tímapunkti. Endaði það ekki betur en svo að Afturelding skoraði síðustu þrjú mörk leiksins. Af hverju vann Afturelding? Heimamenn spiluðu hörku vörn í kvöld sem ÍR átti fá svör við. Hjálpaði það Aftureldingu gríðarlega í leiknum þar sem um frekar hægan handboltaleik var að ræða með fáum mörkum skoruðum. Það var því fyrst og fremst varnarleikur liðsins sem landaði sigrinum í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Þorsteinn Leó Gunnarsson, skytta Aftureldingar, var besti maður leiksins í kvöld og í raun helsti drifkraftur síns liðs sóknarlega. Níu mörk hjá Þorsteini Leó í kvöld sem var einnig eins og klettur í vörn heimamanna. Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍR gekk erfiðlega í kvöld. Langar sóknir með lélegu flæði á köflum einkenndi uppstilltan sóknarleik liðsins. Hvað gerist næst? Öll næsta umferð, sem er jafnframt næst síðasta umferð Olís-deildarinnar, verður spiluð á sama tíma þ.e.a.s. 5. apríl klukkan 19:30. Afturelding mætir þá Selfossi í Set höllinni og ÍR fær FH í heimsókn. Gunnar Magnússon: Við vorum þolinmóðir Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar.Vísir/Hulda Margrét „Þetta var bara mjög erfiður leikur eins og ég átti von á. ÍR-liði eru góðir og búnir að bæta sig helling í vetur. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur gegn liði sem er að berjast fyrir lífi sínu. Ég er ánægður með varnarleikinn í dag, hann var mjög góður. Sóknarlega var þetta svolítið basl, sérstaklega í fyrri hálfleik og vorum þá með nokkrar frekar lélegar sóknir og Óli [Ólafur Rafn Gíslason] var að verja vel. Ég vissi þó að þetta yrði þolinmæðisverk og við vorum þolinmóðir allan leikinn og sigldum þessu heim. Tvö stig sem við þurftum og það er aðal atriðið,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, um leikinn í kvöld og frammistöðu sinna manna. Tveir leikir eru eftir af Olís-deildinni og markmið Aftureldingar ekki ýkja flókið hvað þá tvo leiki varðar. „Bara að safna stigum. Það eru fjögur stig í pottinum og það er bara næsti leikur,“ sagði Gunnar. Gunnar var líkt og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, sammála þeirri ákvörðun að veita Úlfi Gunnari Kjartanssyni, leikmanni ÍR, rautt spjald í leik kvöldsins. Gunnar vildi þó meina að Úlfur Gunnar hafði beitt sama fautabragði í fyrri hálfleik gagnvart Birki Benediktssyni, leikmanni Aftureldingar. „Miðað við mitt sjónarhorn var þetta pjúra rautt og meir að segja var Birkir kýldur í fyrri hálfleik líka, allavegana talar Birkir um að hafa verið kýldur. Dómarinn var þá bara í slæmu sjónarhorni, en hann kýldi líka Birki í fyrri hálfleik,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Afturelding ÍR
Í kvöld lék Afturelding sinn fyrsta heimaleik eftir að hafa hampað Powerade-bikarnum fyrir tæplega tveimur vikum. Andstæðingurinn voru ÍR-ingar sem berjast fyrir lífi sínu í Olís-deildinni. Endaði leikurinn með fimm marka sigri heimamanna en sýndi það ekki rétta mynd af gangi leiksins. Lokatölur 27-22. Liðin fylgdust að í markaskori í kvöld á fyrsta korter leiksins. Staðan 6-6 og markverðir beggja liða að verja vel. Nýkrýndir bikarmeistarar í Aftureldingu tóku þá loks yfirhöndina en náðu aðeins tveggja marka forystu þrátt fyrir að fá fínar stöður til að stækka þá forystu til muna. ÍR spilaði mjög agaðan sóknarleik í kvöld og hver sókn var nokkuð löng sem dró hraðann úr leiknum í kjölfarið. Sést það best á þeirri staðreynd að aðeins tvö hraðaupphlaupsmörk voru skoruð í heildina í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 12-10 heimamönnum í vil. Afturelding hóf síðari hálfleikinn á að koma sér í þriggja marka forystu en forysta þeirra stærstan hluta síðari hálfleiks sveiflaðist á milli tveggja til þriggja marka. 47. mínúta leiksins reyndist afdrifarík fyrir ÍR-inga. Bjarni Fritzson, þjálfari liðsins, tók þá leikhlé rétt áður en lið hans skoraði og taldi því markið ekki. ÍR tapaði svo boltanum fljótlega eftir leikhléið og Afturelding hélt í sókn. Í þeirri sókn kýldi Úlfur Gunnar Kjartansson, leikmaður ÍR, Blæ Hinriksson, leikmann Aftureldingar, fast í andlitið. Rauða spjaldið var því dregið á loft, hárréttur dómur. Úlfur Gunnar hafði leikið vel í vörn ÍR fram að þessu og því mikil blóðtaka fyrir hans lið. Staðan var 24-22 Aftureldingu í vil þegar lokamínúta leiksins gekk í garð og lögðu ÍR-ingar því allt í sölurnar til að fá eitthvað út úr leiknum á þeim tímapunkti. Endaði það ekki betur en svo að Afturelding skoraði síðustu þrjú mörk leiksins. Af hverju vann Afturelding? Heimamenn spiluðu hörku vörn í kvöld sem ÍR átti fá svör við. Hjálpaði það Aftureldingu gríðarlega í leiknum þar sem um frekar hægan handboltaleik var að ræða með fáum mörkum skoruðum. Það var því fyrst og fremst varnarleikur liðsins sem landaði sigrinum í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Þorsteinn Leó Gunnarsson, skytta Aftureldingar, var besti maður leiksins í kvöld og í raun helsti drifkraftur síns liðs sóknarlega. Níu mörk hjá Þorsteini Leó í kvöld sem var einnig eins og klettur í vörn heimamanna. Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍR gekk erfiðlega í kvöld. Langar sóknir með lélegu flæði á köflum einkenndi uppstilltan sóknarleik liðsins. Hvað gerist næst? Öll næsta umferð, sem er jafnframt næst síðasta umferð Olís-deildarinnar, verður spiluð á sama tíma þ.e.a.s. 5. apríl klukkan 19:30. Afturelding mætir þá Selfossi í Set höllinni og ÍR fær FH í heimsókn. Gunnar Magnússon: Við vorum þolinmóðir Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar.Vísir/Hulda Margrét „Þetta var bara mjög erfiður leikur eins og ég átti von á. ÍR-liði eru góðir og búnir að bæta sig helling í vetur. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur gegn liði sem er að berjast fyrir lífi sínu. Ég er ánægður með varnarleikinn í dag, hann var mjög góður. Sóknarlega var þetta svolítið basl, sérstaklega í fyrri hálfleik og vorum þá með nokkrar frekar lélegar sóknir og Óli [Ólafur Rafn Gíslason] var að verja vel. Ég vissi þó að þetta yrði þolinmæðisverk og við vorum þolinmóðir allan leikinn og sigldum þessu heim. Tvö stig sem við þurftum og það er aðal atriðið,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, um leikinn í kvöld og frammistöðu sinna manna. Tveir leikir eru eftir af Olís-deildinni og markmið Aftureldingar ekki ýkja flókið hvað þá tvo leiki varðar. „Bara að safna stigum. Það eru fjögur stig í pottinum og það er bara næsti leikur,“ sagði Gunnar. Gunnar var líkt og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, sammála þeirri ákvörðun að veita Úlfi Gunnari Kjartanssyni, leikmanni ÍR, rautt spjald í leik kvöldsins. Gunnar vildi þó meina að Úlfur Gunnar hafði beitt sama fautabragði í fyrri hálfleik gagnvart Birki Benediktssyni, leikmanni Aftureldingar. „Miðað við mitt sjónarhorn var þetta pjúra rautt og meir að segja var Birkir kýldur í fyrri hálfleik líka, allavegana talar Birkir um að hafa verið kýldur. Dómarinn var þá bara í slæmu sjónarhorni, en hann kýldi líka Birki í fyrri hálfleik,“ sagði Gunnar að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti