Til hvers eru háskólar? Finnur Dellsén skrifar 3. apríl 2023 08:00 Nýlega hafa skapast umræður um stöðu íslenskra háskóla, gildi hugvísinda og áhrif gervigreindar á vísindi og fræði. Af þessu tilefni er við hæfi að velta upp grundvallarspurningu um tilgang háskóla: Til hvers erum við á litla Íslandi að halda úti þessum stofnunum, með ærnum tilkostnaði (þótt hann sé að vísu minni hérlendis en víðast hvar annars staðar)? Spurningin er sérstaklega brýn nú á öld internets og gervigreindar þegar hægt virðist vera að nálgast allar mögulegar upplýsingar á hvaða formi sem er. Í grófum dráttum má segja að til séu tvær andstæðar meginhugmyndir um tilgang háskóla, hérlendis sem annars staðar. Önnur hugmyndin – og sú sem endurspeglast oftast í opinberri umræðu, meðal annars nýlega hjá ráðherra háskólamála – er að háskólum sé fyrst og fremst ætlað að undirbúa nemendur fyrir hin ýmsu störf sem þeim er ætlað að sinna að háskólanáminu loknu. Samkvæmt þessari hugmynd eru háskólar í eðli sínu ekkert ólíkir fyrri skólastigum og í raun einskonar framhald á framhaldsskólagöngunni. Háskólar væru þá réttnefndir framhalds-framhaldsskólar. Önnur hugmynd um tilgang háskóla – sem mér sýnist hafa horfið úr hugmyndaheimi sumra stjórnmálamanna – er sú að háskólum sé fyrst og fremst ætlað að skapa þekkingu sem gagnast samfélaginu í víðum skilningi. Samkvæmt þessari hugmynd er nám og kennsla á háskólastigi ekki eintómur undirbúningur fyrir störf að loknu námi heldur mikilvægur hluti af þekkingarsköpuninni sem á sér þar stað. Háskólanemar eru virkir þátttakendur í þessari þekkingarsköpun, meðal annars með því að setja fram nýjar hugmyndir og endurskoða eldri kenningar frá nýjum sjónarhornum. Þessi hugmynd leggur þannig áherslu á að háskólar séu í eðli sínu samfélög fólks – nemenda og kennara, meðal annarra – sem skapa þekkingu í sameiningu, en ekki stofnanir þar sem þekkingunni er miðlað frá einum hópi til annars. Þetta er í grófum dráttum sú hugmynd sem orðið háskóli, í skilningi latneska orðsins universitas, vísaði upprunalega til: Háskólar eru þekkingarsköpunarsamfélög. Ef fyrri hugmyndin um háskóla er lögð til grundvallar – ef háskólar eru ekkert annað en framhalds-framhaldsskólar – þá má færa sannfærandi rök fyrir því að hérlendir háskólar standi illa að vígi og eigi sér tæpast bjarta framtíð. Eins og margoft hefur verið bent á eru fleiri háskólanemar á hvern kennara hér á landi en í samanburðarlöndum og ekkert sem bendir til að það breytist í bráð. Kennsla á örtungumáli eins og íslensku felur auk þess í sér ýmsar áskoranir, svo sem varðandi námsefnisgerð, sem gerir kennsluundirbúning tímafrekari og kostnaðarsamari en ella. Eflaust skapar þetta fyrr eða seinna þrýsting á að láta nemendur frekar taka risanetnámskeið erlendis frá, sem eru bæði ódýrari og yfirleitt á alþjóðamálinu ensku. Reyndar má líka velta því fyrir sér hvort nokkur þörf sé á háskólum yfirleitt samkvæmt þessu viðhorfi. Með tilkomu nýjustu gervigreindarforrita má sjá fyrir sér að hægt sé að láta gervigreindina sjá um flest það sem háskólanemar eiga að hafa lært af kennurum sínum að námi loknu, þar á meðal forritun, textasmíði, útreikninga og fleira. Gervigreindarforritin sem nýlega komu á markað eru snilldarlega hönnuð til að safna saman og samþætta þá þekkingu sem fyrir er í samfélaginu og spýta út úr sér afurðum af því tagi sem við óskum eftir, svo sem ritgerðum, skýrslum og forritunarkóðum. Ef hlutverk nemenda í háskólum er einungis að tileinka sér þekkingu sem aðrir hafa aflað þá eru gervigreindarforritin nú þegar betri en flestir nemendur og því rökrétt næsta skref að leggja hefðbundið háskólanám niður að mestu leyti. En hvað ef seinni hugmyndin um háskóla er lögð til grundvallar? Hvað ef tilgangur háskóla er fyrst og fremst að skapa þekkingu, og hlutverk háskólanema er meðal annars að taka þátt í þeirri þekkingarsköpun? Þá held ég að framtíð íslenskra háskóla sé öllu bjartari. Rannsóknir á Íslandi líða að vísu fyrir vanfjármögnun, og úr því þarf að bæta sem allra fyrst, en rannsakendur við íslenska háskóla eru engu að síður margir hverjir á heimsmælikvarða. Þetta á ekki síst við um hugvísindin hérlendis, sem mörg hver standa mjög sterkt hvað rannsóknir varðar ef marka má alþjóðlega mælikvarða. Þennan árangur má meðal annars þakka áhugasömum og hugmyndaríkum nemendum sem taka virkan þátt í þeirri samræðu sem slíkar rannsóknir byggja gjarnan á. Árangurinn má eflaust líka þakka sérstöðu Íslands að ýmsu leyti, meðal annars okkar litla og sérstaka tungumáli, sem er að mörgu leyti styrkur frekar en veikleiki hvað hugvísindarannsóknir varðar. Eins má leiða líkum að því að aukin notkun gervigreindarforrita og internetsins almennt ógni háskólastarfi síður eða alls ekki ef hugmyndin um háskóla sem þekkingarsköpunarsamfélag er lögð til grundvallar. Fátt bendir til þess að sú tegund gervigreindar sem nú er að ryðja sér til rúms geti komið í staðinn fyrir þá gagnrýnu og skapandi hugsun sem á sér stað innan háskólasamfélaga þegar ný þekking verður til. Þörfin á að skapa nýja þekkingu í gagnrýnu samtali, til dæmis milli nemenda og kennara, verður síst minni með tilkomu þessarar tækni, því einhvers staðar verður sú þekking sem miðlað er áfram með hjálp tækninnar að verða til. Háskólarnir eru sá staður og verða það vonandi áfram – ef við pössum okkur á að smætta þá ekki niður í eintómar undirbúningsstofnanir fyrir atvinnulífið. Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Tækni Gervigreind Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega hafa skapast umræður um stöðu íslenskra háskóla, gildi hugvísinda og áhrif gervigreindar á vísindi og fræði. Af þessu tilefni er við hæfi að velta upp grundvallarspurningu um tilgang háskóla: Til hvers erum við á litla Íslandi að halda úti þessum stofnunum, með ærnum tilkostnaði (þótt hann sé að vísu minni hérlendis en víðast hvar annars staðar)? Spurningin er sérstaklega brýn nú á öld internets og gervigreindar þegar hægt virðist vera að nálgast allar mögulegar upplýsingar á hvaða formi sem er. Í grófum dráttum má segja að til séu tvær andstæðar meginhugmyndir um tilgang háskóla, hérlendis sem annars staðar. Önnur hugmyndin – og sú sem endurspeglast oftast í opinberri umræðu, meðal annars nýlega hjá ráðherra háskólamála – er að háskólum sé fyrst og fremst ætlað að undirbúa nemendur fyrir hin ýmsu störf sem þeim er ætlað að sinna að háskólanáminu loknu. Samkvæmt þessari hugmynd eru háskólar í eðli sínu ekkert ólíkir fyrri skólastigum og í raun einskonar framhald á framhaldsskólagöngunni. Háskólar væru þá réttnefndir framhalds-framhaldsskólar. Önnur hugmynd um tilgang háskóla – sem mér sýnist hafa horfið úr hugmyndaheimi sumra stjórnmálamanna – er sú að háskólum sé fyrst og fremst ætlað að skapa þekkingu sem gagnast samfélaginu í víðum skilningi. Samkvæmt þessari hugmynd er nám og kennsla á háskólastigi ekki eintómur undirbúningur fyrir störf að loknu námi heldur mikilvægur hluti af þekkingarsköpuninni sem á sér þar stað. Háskólanemar eru virkir þátttakendur í þessari þekkingarsköpun, meðal annars með því að setja fram nýjar hugmyndir og endurskoða eldri kenningar frá nýjum sjónarhornum. Þessi hugmynd leggur þannig áherslu á að háskólar séu í eðli sínu samfélög fólks – nemenda og kennara, meðal annarra – sem skapa þekkingu í sameiningu, en ekki stofnanir þar sem þekkingunni er miðlað frá einum hópi til annars. Þetta er í grófum dráttum sú hugmynd sem orðið háskóli, í skilningi latneska orðsins universitas, vísaði upprunalega til: Háskólar eru þekkingarsköpunarsamfélög. Ef fyrri hugmyndin um háskóla er lögð til grundvallar – ef háskólar eru ekkert annað en framhalds-framhaldsskólar – þá má færa sannfærandi rök fyrir því að hérlendir háskólar standi illa að vígi og eigi sér tæpast bjarta framtíð. Eins og margoft hefur verið bent á eru fleiri háskólanemar á hvern kennara hér á landi en í samanburðarlöndum og ekkert sem bendir til að það breytist í bráð. Kennsla á örtungumáli eins og íslensku felur auk þess í sér ýmsar áskoranir, svo sem varðandi námsefnisgerð, sem gerir kennsluundirbúning tímafrekari og kostnaðarsamari en ella. Eflaust skapar þetta fyrr eða seinna þrýsting á að láta nemendur frekar taka risanetnámskeið erlendis frá, sem eru bæði ódýrari og yfirleitt á alþjóðamálinu ensku. Reyndar má líka velta því fyrir sér hvort nokkur þörf sé á háskólum yfirleitt samkvæmt þessu viðhorfi. Með tilkomu nýjustu gervigreindarforrita má sjá fyrir sér að hægt sé að láta gervigreindina sjá um flest það sem háskólanemar eiga að hafa lært af kennurum sínum að námi loknu, þar á meðal forritun, textasmíði, útreikninga og fleira. Gervigreindarforritin sem nýlega komu á markað eru snilldarlega hönnuð til að safna saman og samþætta þá þekkingu sem fyrir er í samfélaginu og spýta út úr sér afurðum af því tagi sem við óskum eftir, svo sem ritgerðum, skýrslum og forritunarkóðum. Ef hlutverk nemenda í háskólum er einungis að tileinka sér þekkingu sem aðrir hafa aflað þá eru gervigreindarforritin nú þegar betri en flestir nemendur og því rökrétt næsta skref að leggja hefðbundið háskólanám niður að mestu leyti. En hvað ef seinni hugmyndin um háskóla er lögð til grundvallar? Hvað ef tilgangur háskóla er fyrst og fremst að skapa þekkingu, og hlutverk háskólanema er meðal annars að taka þátt í þeirri þekkingarsköpun? Þá held ég að framtíð íslenskra háskóla sé öllu bjartari. Rannsóknir á Íslandi líða að vísu fyrir vanfjármögnun, og úr því þarf að bæta sem allra fyrst, en rannsakendur við íslenska háskóla eru engu að síður margir hverjir á heimsmælikvarða. Þetta á ekki síst við um hugvísindin hérlendis, sem mörg hver standa mjög sterkt hvað rannsóknir varðar ef marka má alþjóðlega mælikvarða. Þennan árangur má meðal annars þakka áhugasömum og hugmyndaríkum nemendum sem taka virkan þátt í þeirri samræðu sem slíkar rannsóknir byggja gjarnan á. Árangurinn má eflaust líka þakka sérstöðu Íslands að ýmsu leyti, meðal annars okkar litla og sérstaka tungumáli, sem er að mörgu leyti styrkur frekar en veikleiki hvað hugvísindarannsóknir varðar. Eins má leiða líkum að því að aukin notkun gervigreindarforrita og internetsins almennt ógni háskólastarfi síður eða alls ekki ef hugmyndin um háskóla sem þekkingarsköpunarsamfélag er lögð til grundvallar. Fátt bendir til þess að sú tegund gervigreindar sem nú er að ryðja sér til rúms geti komið í staðinn fyrir þá gagnrýnu og skapandi hugsun sem á sér stað innan háskólasamfélaga þegar ný þekking verður til. Þörfin á að skapa nýja þekkingu í gagnrýnu samtali, til dæmis milli nemenda og kennara, verður síst minni með tilkomu þessarar tækni, því einhvers staðar verður sú þekking sem miðlað er áfram með hjálp tækninnar að verða til. Háskólarnir eru sá staður og verða það vonandi áfram – ef við pössum okkur á að smætta þá ekki niður í eintómar undirbúningsstofnanir fyrir atvinnulífið. Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar