Innlent

Kallað til lögreglu og barnaverndar vegna heiftugra bíla­stæða­deilna í Kaup­túni

Eiður Þór Árnason skrifar
Ekki liggur fyrir hvar nákvæmlega atvikið átti sér stað í Kauptúni sem er heimili fjölmargra verslana og bílaumboða.
Ekki liggur fyrir hvar nákvæmlega atvikið átti sér stað í Kauptúni sem er heimili fjölmargra verslana og bílaumboða. vísir/vilhelm

Tveir einstaklingar misstu stjórn á skapi sínu vegna deilna um bílastæði í Kauptúni í Garðabæ um miðjan dag. Annar þeirra er sakaður um líkamsárás og hinn um eignaspjöll.

Málinu lauk með aðkomu lögreglu eftir að óskað var eftir aðstoð laganna varða. Greint er frá málinu í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og kemur þar fram að báðir einstaklingar hafi verið með börn meðferðis. Hefur barnavernd því verið gert viðvart um atvikið.

Að öðru leyti hefur verið mjög rólegt hjá embættinu frá því í morgun, að sögn lögreglu. 61 verkefni hafa komið til úrvinnslu og tengdust langflest aðstoðarbeiðnum, minniháttar þjófnaði og öðrum minniháttar óhöppum „sem við mannfólkið getum orðið fyrir í okkar daglegum athöfnum,“ líkt og komist er að orði í dagbók lögreglu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×