Love Island, kynlífstæki og pósthross Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2023 07:58 Fjölmörg fyrirtæki tóku þátt í gríninu í gær. Kringlan/Blush/pósturinn Margir hlupu eflaust apríl í gær. Fjöldi fyrirtækja tók þátt í þessari alþjóðlegu hefð; Elko sagðist ætla að opna nýja verslun á Tenerife, Krónan auglýsti grænmetisfyllt páskaegg, Pósturinn boðaði umhverfisvæna aðgerð með dreifingu pósts á hestbaki, ný göng undir Selfoss áttu að verða að veruleika og svo lengi mætti telja. Aprílgabb fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis snerist að þessu sinni um opnun nýrrar mathallar, FM95Mathöll á vegum útvarpsmannanna Rikka G og Gústa B. Pósturinn notar hesta á ný Pósturinn greindi frá því í gær að „þarfasti þjónninn“ væri aftur genginn til liðs við Póstinn sem ráðið hefði fimm hesta til að flytja póst og pakka. Tilraunaverkefnið væri í samstarfi við Sörla í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbæ, sem lofi góðu og hjálpi til í baráttunni við loftslagsvandann. „Pósturinn leitar sífellt leiða til að draga úr losun og eitt af aðalmarkmiðum ársins 2023 er að fjölga grænum leiðum.Það er gaman að segja frá því að hugmyndin um að nýta aftur hesta til að flytja póst og pakka manna á milli kom frá starfsmanni Póstsins í hugmyndasamkeppni um hvernig mætti minnka kolefnispor fyrirtækisins. Fyrst hlógum við þegar þessi hugmynd kom upp en þegar farið var að kanna málið kom í ljós hún er ekki svo fráleit,“ var haft eftir Vilborgu Ástu Árnadóttur starfsmanni hjá póstinum. Þarfasti þjónninn.Pósturinn Elko opnar útibú á Tenerife Raftækjaverslunin Elko greindi frá því í gær að til stæði að opna útibú á Tenerife. Þegar áhugasamir raftækjaaðdáendur ýttu á hlekkinn á vefsíðu þeirra stóð einfaldlega: „Þú hefur hlaupið rafrænan 1. apríl.“ Með fylgdi broskall, og bent var á verslun Elko í fríhöfninni. Ekki væri stefnt að opnun útibús á erlendri grundu, hvorki á Tenerife né annars staðar. Bent var á útibú raftækjaverslunarinnar á Keflavíkurflugvelli.Elko Strætó-app fær yfirhalningu Strætó greindi frá því í gær að Klapp-appið umtalaða fengi nýstárlega yfirhalningu: KlappTok. Blaðamaður gerir ráð fyrir því að nafnið sé tilvísun í samfélagsmiðilinn TikTok, en í uppfærslu Strætó áttu notendur að geta tengst öðrum strætónotendum og deilt með þeim myndum eða myndskeiðum. Um spánnýja „samfélagsútgáfu“ af Klapp-appinu væri að ræða og Strætó væri að safna saman notendum sem væru til í að taka prófa nýju útgáfuna af appinu. Klapp-tokið nýja.Strætó Love Island í Kringlunni Verslunarmiðstöðin Kringlan auglýsti tilvonandi keppendur í Love Island á Íslandi. Aðdáendur hins geysivinsæla raunveruleikaþáttar voru sagðir hafa tilkynnt að í nýjustu seríunni, þeirri elleftu, myndu keppendur frá öllum heimshornum etja kappi. „Fyrir áhugasama Íslendinga munu útsendarar á vegum bresku sjónvarpsstöðvarinnar ITV, sem framleiðir þættina, verða með bækistöðvar í Kringlunni á laugardag. Aðeins verður hægt að skrá sig á staðnum og er áhugasömum bent á að koma að þjónustuborði milli kl. 11 og 17 og fylla þar út tilskilin eyðublöð, en prufurnar sjálfar fara svo fram dagana tvo í nýju rými á þriðju hæð Kringlunnar,“ sagði á vefsíðu Kringlunnar í gær. Fólki var bent á að skrá sig á þjónustuborði Kringlunnar.Kringlan Fyrsta grænmetispáskaeggið Krónan tilkynnti í gær nýjung á páskaeggjamarkaðinum: Fyrsta grænmetispáskaeggið. Með því væri verslunarkeðjan að mæta fyrirspurnum foreldra um aukið úrval í flokki páskaeggja, en þar mætti meðal annars finna brokkolí, paprikusneiðar, hnúðkálsbita og barnagulrætur. „Krónan elskar hollar og ferskar matvörur og því er það okkur sönn ánægja að kynna til sögunnar fyrsta grænmetis páskaeggið. Þetta er nýjung sem okkur þótti mikilvægt að koma á markað til að bjóða börnum, sem og fullorðnum, hollari valmöguleika yfir páskahátíðina. Við teljum einnig að þetta gæti verið frábær möguleiki fyrir þá sem eiga erfitt með að borða grænmeti og gætu þurft auka hvatningu til að prufa sig áfram,“ sagði Fanney Bjarnadóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Krónunni í tilkynningu. Girnilegt. Eða hvað?Krónan PLAY kynnti nýtt útlit og „dýrari týpuna“ Flugfélagið Play sendi frá sér sannfærandi fréttatilkynningu í gær um að flugfélagið hefði hafið sölu á lúxusferðum undir formerkjunum „dýrari týpan.“ Ein af tíu flugvélum félagsins yrði notuð í ferðirnar, blá og hvít á litinn. Fyrsta lúxusferðin væri að sjálfsögðu til Tenerife í september og viðskiptavinir mættu búast við því að borga um 30 prósent hærra verð fyrir flugið með lúxusvélinni. „Ég er hrikalega spenntur fyrir þessari nýju vöru og er sannfærður um að það sé eftirspurn til staðar. Blái liturinn varð fyrir valinu af því hann endurspeglar himin og haf og hefur lengi verið tákn kóngafólks og heldri borgara. Þá sýna rannsóknir að fólk borgar meira fyrir blátt,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri PLAY í gær. „Ný“ þota Play.PLAY Kynlífstæki í útlán Bókasafn Kópavogs réðst í herferð með kynlífstækjaversluninni Blush og kynnti útlán á kynlífstækjum. Með því að svara „eftirspurn“ frá samfélaginu, væntanlega ótilgreindum aðilum, sporni bókasafnið gegn sóun og veiti notendum tækifæri til að prófa tækin án skuldbindingar. Gilt bókasafnsskírteini var sagt vera skilyrði fyrir útláninu og þá þurfu áhugasamir einnig að vera yfir 18 ára. „Tekin var ákvörðun um að leigja út spilin Forleik og Sambönd ásamt tækjum úr Reset vörulínunni sem eigandi Blush, Gerður Huld Arinbjarnardóttir, hannaði. Vörulínan er hugsuð til að gera sjálfsfróun eða kynlíf með maka enn ánægjulegra og er framleidd hjá vottuðum verksmiðjum og inniheldur mun minna af óumhverfisvænum efnum en sambærileg tæki. Blush stemning verður á bókasafninu á laugardaginn þar sem Gerður mætir á svæðið milli kl.13-15 að kynna gestum og gangandi fyrir fyrirkomulaginu ásamt vörunum frá Reset,“ sagði bókasafnið á Facebook í gær. Skipaskurður á Þingvöllum Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur nú uppfært Facebook-færslu þar sem greint var frá því að sögulegt samkomulag væri í höfn, sem fæli í sér alframkvæmd á hönnun og framkvæmd skipaskurðar og skipastiga frá Ölfusárósum upp í Þingvallavatn. Farþegar og gestir skemmtiferðaskipa fengju að sjá Gullna hringinn á spánnýjan hátt og eftirspurnin væri mjög mikil. Að sama skapi væri verkefnið dýrt en arðsemi töluverð. „Þingvallavatn þykir hentugt fyrir skemmtiferðaskip enda stórt og með dýpri vötnum landsins og því auðvelt að koma á einstefnu hringsiglingu. Stefnt er að því að koma upp hafnarmannvirkjum og flotbryggju í Vatnskoti þar sem aðdjúpt er, en einnig til að dreifa álagi um þjóðgarðinn enn frekar. Stærstu skipin munu geta þó geta lagt alveg við Hakið og þannig tryggt áreynslulitla landgöngu og stutta göngu niður í Almannagjá. Til skoðunar hefur komið að koma upp utandyra rúllustiga upp og niður Kárastaðastíg efst í Almannagjá sem hefur reynst mörgum farþegum af skemmtiferðaskipum erfið uppgöngu.“ Göng í stað nýrrar Ölfusárbrúar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra „staðfesti“ í gær að vikið hafi verið frá þeirri ákvörðun að reisa nýja Ölfusárbrú austan við Selfoss. Til stæði að byggja neðanjarðargöng sem færu alla leið frá hringtorginu á Suðurlandsvegi undir Selfoss og myndu enda nærri afleggjaranum að Uppsölum, austan við Selfoss. Boðað var til íbúafundar á Sviðinu í miðbæ Selfoss þar sem innviðaráðherra átti að kynna framkvæmdina. „Göngin verða tvíþætt, annarsvegar svokölluð botngöng, sett saman úr forsteyptum einingum sem sökkt verður í skurð sem grafinn verður í Ölfusá, og hinsvegar hefðbundin jarðgöng sem taka við af botngöngunum. Þau verða í heild 5,7 kílómetrar að lengd og munu mest fara niður á um 20 metra dýpi, undir Ölfusá, en bergþekja yfir göngunum þarf að ná 13,8 m. Þessi framkvæmd er að vísu svolítið kostnaðarsamari en brúin, en félagshagfræðileg greining styður þessa ákvörðun sem samræmist nýrri fjármálaáætlun íslenska ríkisins, enda arðbært verkefni,“ átti Sigurður Ingi að hafa sagt í samtali við dfs.is, fréttavef Suðurlands, í gær. Neðanjarðargöngin áttu að vera nokkuð löng.DFS Pizzadeig frá Domino's til sölu Pizzadeig frá Domino's var kynnt til leiks í gær, til sölu í fyrsta skipti og það aðeins á Íslandi. Takmarkað magn í boði og aðeins til í Bónus á Smáratorgi. Skyndibitakeðjan þakkaði Bónus fyrir viðtökurnar og hvatti áhugasama til að versla deig. Sæmilegt verð í tæplega tíu prósent verðbólgu.Dominos Aprílgabb Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
Aprílgabb fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis snerist að þessu sinni um opnun nýrrar mathallar, FM95Mathöll á vegum útvarpsmannanna Rikka G og Gústa B. Pósturinn notar hesta á ný Pósturinn greindi frá því í gær að „þarfasti þjónninn“ væri aftur genginn til liðs við Póstinn sem ráðið hefði fimm hesta til að flytja póst og pakka. Tilraunaverkefnið væri í samstarfi við Sörla í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbæ, sem lofi góðu og hjálpi til í baráttunni við loftslagsvandann. „Pósturinn leitar sífellt leiða til að draga úr losun og eitt af aðalmarkmiðum ársins 2023 er að fjölga grænum leiðum.Það er gaman að segja frá því að hugmyndin um að nýta aftur hesta til að flytja póst og pakka manna á milli kom frá starfsmanni Póstsins í hugmyndasamkeppni um hvernig mætti minnka kolefnispor fyrirtækisins. Fyrst hlógum við þegar þessi hugmynd kom upp en þegar farið var að kanna málið kom í ljós hún er ekki svo fráleit,“ var haft eftir Vilborgu Ástu Árnadóttur starfsmanni hjá póstinum. Þarfasti þjónninn.Pósturinn Elko opnar útibú á Tenerife Raftækjaverslunin Elko greindi frá því í gær að til stæði að opna útibú á Tenerife. Þegar áhugasamir raftækjaaðdáendur ýttu á hlekkinn á vefsíðu þeirra stóð einfaldlega: „Þú hefur hlaupið rafrænan 1. apríl.“ Með fylgdi broskall, og bent var á verslun Elko í fríhöfninni. Ekki væri stefnt að opnun útibús á erlendri grundu, hvorki á Tenerife né annars staðar. Bent var á útibú raftækjaverslunarinnar á Keflavíkurflugvelli.Elko Strætó-app fær yfirhalningu Strætó greindi frá því í gær að Klapp-appið umtalaða fengi nýstárlega yfirhalningu: KlappTok. Blaðamaður gerir ráð fyrir því að nafnið sé tilvísun í samfélagsmiðilinn TikTok, en í uppfærslu Strætó áttu notendur að geta tengst öðrum strætónotendum og deilt með þeim myndum eða myndskeiðum. Um spánnýja „samfélagsútgáfu“ af Klapp-appinu væri að ræða og Strætó væri að safna saman notendum sem væru til í að taka prófa nýju útgáfuna af appinu. Klapp-tokið nýja.Strætó Love Island í Kringlunni Verslunarmiðstöðin Kringlan auglýsti tilvonandi keppendur í Love Island á Íslandi. Aðdáendur hins geysivinsæla raunveruleikaþáttar voru sagðir hafa tilkynnt að í nýjustu seríunni, þeirri elleftu, myndu keppendur frá öllum heimshornum etja kappi. „Fyrir áhugasama Íslendinga munu útsendarar á vegum bresku sjónvarpsstöðvarinnar ITV, sem framleiðir þættina, verða með bækistöðvar í Kringlunni á laugardag. Aðeins verður hægt að skrá sig á staðnum og er áhugasömum bent á að koma að þjónustuborði milli kl. 11 og 17 og fylla þar út tilskilin eyðublöð, en prufurnar sjálfar fara svo fram dagana tvo í nýju rými á þriðju hæð Kringlunnar,“ sagði á vefsíðu Kringlunnar í gær. Fólki var bent á að skrá sig á þjónustuborði Kringlunnar.Kringlan Fyrsta grænmetispáskaeggið Krónan tilkynnti í gær nýjung á páskaeggjamarkaðinum: Fyrsta grænmetispáskaeggið. Með því væri verslunarkeðjan að mæta fyrirspurnum foreldra um aukið úrval í flokki páskaeggja, en þar mætti meðal annars finna brokkolí, paprikusneiðar, hnúðkálsbita og barnagulrætur. „Krónan elskar hollar og ferskar matvörur og því er það okkur sönn ánægja að kynna til sögunnar fyrsta grænmetis páskaeggið. Þetta er nýjung sem okkur þótti mikilvægt að koma á markað til að bjóða börnum, sem og fullorðnum, hollari valmöguleika yfir páskahátíðina. Við teljum einnig að þetta gæti verið frábær möguleiki fyrir þá sem eiga erfitt með að borða grænmeti og gætu þurft auka hvatningu til að prufa sig áfram,“ sagði Fanney Bjarnadóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Krónunni í tilkynningu. Girnilegt. Eða hvað?Krónan PLAY kynnti nýtt útlit og „dýrari týpuna“ Flugfélagið Play sendi frá sér sannfærandi fréttatilkynningu í gær um að flugfélagið hefði hafið sölu á lúxusferðum undir formerkjunum „dýrari týpan.“ Ein af tíu flugvélum félagsins yrði notuð í ferðirnar, blá og hvít á litinn. Fyrsta lúxusferðin væri að sjálfsögðu til Tenerife í september og viðskiptavinir mættu búast við því að borga um 30 prósent hærra verð fyrir flugið með lúxusvélinni. „Ég er hrikalega spenntur fyrir þessari nýju vöru og er sannfærður um að það sé eftirspurn til staðar. Blái liturinn varð fyrir valinu af því hann endurspeglar himin og haf og hefur lengi verið tákn kóngafólks og heldri borgara. Þá sýna rannsóknir að fólk borgar meira fyrir blátt,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri PLAY í gær. „Ný“ þota Play.PLAY Kynlífstæki í útlán Bókasafn Kópavogs réðst í herferð með kynlífstækjaversluninni Blush og kynnti útlán á kynlífstækjum. Með því að svara „eftirspurn“ frá samfélaginu, væntanlega ótilgreindum aðilum, sporni bókasafnið gegn sóun og veiti notendum tækifæri til að prófa tækin án skuldbindingar. Gilt bókasafnsskírteini var sagt vera skilyrði fyrir útláninu og þá þurfu áhugasamir einnig að vera yfir 18 ára. „Tekin var ákvörðun um að leigja út spilin Forleik og Sambönd ásamt tækjum úr Reset vörulínunni sem eigandi Blush, Gerður Huld Arinbjarnardóttir, hannaði. Vörulínan er hugsuð til að gera sjálfsfróun eða kynlíf með maka enn ánægjulegra og er framleidd hjá vottuðum verksmiðjum og inniheldur mun minna af óumhverfisvænum efnum en sambærileg tæki. Blush stemning verður á bókasafninu á laugardaginn þar sem Gerður mætir á svæðið milli kl.13-15 að kynna gestum og gangandi fyrir fyrirkomulaginu ásamt vörunum frá Reset,“ sagði bókasafnið á Facebook í gær. Skipaskurður á Þingvöllum Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur nú uppfært Facebook-færslu þar sem greint var frá því að sögulegt samkomulag væri í höfn, sem fæli í sér alframkvæmd á hönnun og framkvæmd skipaskurðar og skipastiga frá Ölfusárósum upp í Þingvallavatn. Farþegar og gestir skemmtiferðaskipa fengju að sjá Gullna hringinn á spánnýjan hátt og eftirspurnin væri mjög mikil. Að sama skapi væri verkefnið dýrt en arðsemi töluverð. „Þingvallavatn þykir hentugt fyrir skemmtiferðaskip enda stórt og með dýpri vötnum landsins og því auðvelt að koma á einstefnu hringsiglingu. Stefnt er að því að koma upp hafnarmannvirkjum og flotbryggju í Vatnskoti þar sem aðdjúpt er, en einnig til að dreifa álagi um þjóðgarðinn enn frekar. Stærstu skipin munu geta þó geta lagt alveg við Hakið og þannig tryggt áreynslulitla landgöngu og stutta göngu niður í Almannagjá. Til skoðunar hefur komið að koma upp utandyra rúllustiga upp og niður Kárastaðastíg efst í Almannagjá sem hefur reynst mörgum farþegum af skemmtiferðaskipum erfið uppgöngu.“ Göng í stað nýrrar Ölfusárbrúar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra „staðfesti“ í gær að vikið hafi verið frá þeirri ákvörðun að reisa nýja Ölfusárbrú austan við Selfoss. Til stæði að byggja neðanjarðargöng sem færu alla leið frá hringtorginu á Suðurlandsvegi undir Selfoss og myndu enda nærri afleggjaranum að Uppsölum, austan við Selfoss. Boðað var til íbúafundar á Sviðinu í miðbæ Selfoss þar sem innviðaráðherra átti að kynna framkvæmdina. „Göngin verða tvíþætt, annarsvegar svokölluð botngöng, sett saman úr forsteyptum einingum sem sökkt verður í skurð sem grafinn verður í Ölfusá, og hinsvegar hefðbundin jarðgöng sem taka við af botngöngunum. Þau verða í heild 5,7 kílómetrar að lengd og munu mest fara niður á um 20 metra dýpi, undir Ölfusá, en bergþekja yfir göngunum þarf að ná 13,8 m. Þessi framkvæmd er að vísu svolítið kostnaðarsamari en brúin, en félagshagfræðileg greining styður þessa ákvörðun sem samræmist nýrri fjármálaáætlun íslenska ríkisins, enda arðbært verkefni,“ átti Sigurður Ingi að hafa sagt í samtali við dfs.is, fréttavef Suðurlands, í gær. Neðanjarðargöngin áttu að vera nokkuð löng.DFS Pizzadeig frá Domino's til sölu Pizzadeig frá Domino's var kynnt til leiks í gær, til sölu í fyrsta skipti og það aðeins á Íslandi. Takmarkað magn í boði og aðeins til í Bónus á Smáratorgi. Skyndibitakeðjan þakkaði Bónus fyrir viðtökurnar og hvatti áhugasama til að versla deig. Sæmilegt verð í tæplega tíu prósent verðbólgu.Dominos
Aprílgabb Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira