Þröstur Leó valinn besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Bari Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2023 19:57 Þröstu Leó í hlutverki Jóns í kvikmyndinni Á ferð með mömmu. Aðsend Leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson hlaut nú um helgina verðlaun ítölsku kvikmyndahátíðarinnar BIF&ST sem besti leikari í aðalhlutverki í kvikmynd Hilmars Oddsonar, Á ferð með mömmu. Í fréttatilkynningu um verðlaunin segir að Þröstur Leó hafi með því bæst í hóp ekki ómerkilegri leikara en ð Max von Sydow, Helen Mirren og Roberto Benigni, svo einhverjir séu nefndir. Þá segir að í þakkarræðu sinni hafi Þröstur Leó sagst taka auðmjúkur á móti verðlaununum, sem hefðu komið sér á óvart. Hann þakkaði meðleikurum sínum Kristbjörgu Kjeld og hundinum Dreka sérstaklega, sem og Hilmari Oddssyni leikstjóra og Hlín Jóhannesdóttur, framleiðanda fyrir gefandi samstarf. Þriðju verðlaun myndarinnar Óhætt er að segja að Á ferð með mömmu hafi gengið vel á kvikmyndahátíðum erlendis. Verðlaun Þrastar Leós eru þau þriðju sem myndin fær. Kvikmyndin var heimsfrumsýnd á PÖFF kvikmyndahátíðinni í Tallin í nóvember síðastliðnum og þar hlaut hún aðalverðlaunin, Grand Prix, sem besta kvikmynd og ennfremur hlaut tónskáld myndarinnar, Tõnu Kõrvits verðlaunin fyrir bestu kvikmyndatónlistina. Í myndinni fer Þröstur Leó með hlutverk Jóns, sem tekur sér ferð á hendur þvert yfir landið með lík móður sinnar í aftursætinu, til að uppfylla hennar hinstu ósk. Móður hans leikur Kristbjörg Kjeld, en veigamikil hlutverk eru einnig í höndum Heru Hilmarsdóttur og Tómasar Lemarquis. Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Fleiri fréttir Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu um verðlaunin segir að Þröstur Leó hafi með því bæst í hóp ekki ómerkilegri leikara en ð Max von Sydow, Helen Mirren og Roberto Benigni, svo einhverjir séu nefndir. Þá segir að í þakkarræðu sinni hafi Þröstur Leó sagst taka auðmjúkur á móti verðlaununum, sem hefðu komið sér á óvart. Hann þakkaði meðleikurum sínum Kristbjörgu Kjeld og hundinum Dreka sérstaklega, sem og Hilmari Oddssyni leikstjóra og Hlín Jóhannesdóttur, framleiðanda fyrir gefandi samstarf. Þriðju verðlaun myndarinnar Óhætt er að segja að Á ferð með mömmu hafi gengið vel á kvikmyndahátíðum erlendis. Verðlaun Þrastar Leós eru þau þriðju sem myndin fær. Kvikmyndin var heimsfrumsýnd á PÖFF kvikmyndahátíðinni í Tallin í nóvember síðastliðnum og þar hlaut hún aðalverðlaunin, Grand Prix, sem besta kvikmynd og ennfremur hlaut tónskáld myndarinnar, Tõnu Kõrvits verðlaunin fyrir bestu kvikmyndatónlistina. Í myndinni fer Þröstur Leó með hlutverk Jóns, sem tekur sér ferð á hendur þvert yfir landið með lík móður sinnar í aftursætinu, til að uppfylla hennar hinstu ósk. Móður hans leikur Kristbjörg Kjeld, en veigamikil hlutverk eru einnig í höndum Heru Hilmarsdóttur og Tómasar Lemarquis.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Fleiri fréttir Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein