Fótbolti

Íslendingaliðin töpuðu bæði stigum í toppbaráttunni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sverrir Ingi í leik kvöldsins með PAOK.
Sverrir Ingi í leik kvöldsins með PAOK. PAOK

Íslendingaliðin PAOK og Panathinaikos töpuðu bæðu stigum í toppbaráttu grísku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. PAOK mátti þola 1-0 tap gegn AEK Athens og Panathinaikos gerði markalaust jafntefli gegn Volos.

Hörður Björgvin Magnússon var ónotaður varamaður í markalausu jafntefli Panathinaikos gegn Volos, en Andraz Sporar fékk gullið tækifæri til að stela sigrinum fyrir liðið þegar hann misnotaði vítaspynu á áttundu mínútu uppbótartíma.

Þá lék Sverrir Ingi Ingason allann leikinn í hjarta varnarinnar fyrir PAOK á sama tíma. Sverrir og félagar máttu þola 1-0 tap gegn AEK Athens, en úrslit kvöldsins þýða að AEK Athens stökk á topp deildarinnar, upp fyrir Hörð og félaga sem nú sitja í öðru sæti.

Sverrir og félagar í PAOK sitja hins vegar í fjórða sæti með 57 stig, sex stigum á eftir toppliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×