Enski boltinn

Chelsea þegar haft samband við Nagelsmann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Julian Nagelsmann gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina.
Julian Nagelsmann gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina. getty/Federico Gambarini

Julian Nagelsmann, fyrrverandi knattspyrnustjóri Bayern München, þykir líklegastur til að taka við Chelsea. Félagið hefur þegar sett sig í samband við Þjóðverjann.

Í gær sagði Chelsea Graham Potter upp störfum aðeins rúmu hálfu ári eftir að hann var ráðinn til félagsins. Chelsea vann aðeins tólf af 31 leik undir stjórn Potters.

Nagelsmann hefur strax verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Potters og samkvæmt heimildum Daily Mail hefur Chelsea þegar sett sig í samband við hann í gegnum þriðja aðila.

Nagelsmann var rekinn frá Bayern í þarsíðustu viku þrátt fyrir að liðið hafi aðeins tapað þremur leikjum í öllum keppnum á tímabilinu og unnið alla átta leiki sína í Meistaradeild Evrópu.

Nagelsmann, sem er 35 ára, verður líklega ekki lengi án starfs en hann hefur einnig verið orðaður við Tottenham sem er í stjóraleit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×