Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 74-64 | Deildarmeistararnir byrja undanúrslitin á sigri Andri Már Eggertsson skrifar 3. apríl 2023 23:35 VÍSIR/VILHELM Keflavík byrjaði einvígi Reykjanesbæjar á sigri í fyrsta leik gegn Njarðvík í undanúrslitum Subway-deildar kvenna. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Keflavík var töluvert betri í seinni hálfleik og vann að lokum tíu stiga sigur 74-64. Það var rafmögnuð stemning í Blue-höllinni þegar nágrannarnir Keflavík og Njarðvík áttust við í fyrsta leik í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Heimakonur byrjuðu betur og tóku frumkvæðið. Daniela Wallen Morillo og Birna Valgerður Benónýsdóttir minntu á sig og gerðu 15 af 20 stigum Keflavíkur í fyrsta leikhluta. Skotnýting Njarðvíkur var hreinasta hörmung í fyrsta leikhluta. Eftir níu mínútur var Njarðvík með 16 prósent skotnýtingu í opnum leik á meðan Keflavík var með 60 prósent skotnýtingu. Þrátt fyrir það gerði Njarðvík síðustu tvær körfurnar og munurinn aðeins þrjú stig þegar leikhlutinn kláraðist. Eftir að hafa gert síðustu tvær körfurnar í fyrsta fjórðungi hélt Njarðvík áfram að hamra járnið á meðan það var heitt. Gestirnir gerðu fyrstu átta stigin í seinni hálfleik. Keflavík gaf ekkert eftir og svaraði með áhlaupi og komst fimm stigum yfir um miðjan annan leikhluta. Annar leikhluti einkenndist af áhlaupum beggja liða. Keflavík átti síðasta höggið í fyrri hálfleik þar sem heimakonur gerðu síðustu sex stigin. Staðan í hálfleik var 38-37. Njarðvík var með mikla yfirburði í fráköstunum og tók 27 fráköst í fyrri hálfleik sem var ellefu fráköstum meira en Keflavík og inn í því tók Njarðvík ellefu sóknarfráköst. Gestirnir byrjuðu á að taka þrjú sóknarfráköst strax í fyrstu tveimur sóknunum og það var orðinn mikil hausverkur fyrir Keflavík. Karina Denislavova Konstantinova tók mikið til sín undir lok þriðja leikhluta og dró vagninn hjá Keflavík. Karina gerði síðustu sjö stig Keflavíkur og heimakonur voru sex stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Vendipunkturinn í leiknum var þegar Aliyah A'taeya Collier meiddist og þurfti að fara af velli. Njarðvík var aðeins tveimur stigum undir þegar Collier fór út af en eftir það datt leikur Njarðvíkur niður og Keflavík gekk á lagið. Keflavík vann að lokum tíu stiga sigur 74-64. Af hverju vann Keflavík? Keflavík vann þrjá af fjórum leikhlutum og spilaði heilt yfir betur. Jafnræði var með liðunum framan af seinni hálfleik en Keflavík tók hægt og rólega yfir leikinn í fjórða leikhluta sem skilaði sigri. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah A'taeya Collier var með tvöfalda tvennu þar sem hún gerði 26 stig og tók 13 fráköst. Collier meiddist þegar átta mínútur voru eftir. Collier er mjög mikilvæg fyrir Njarðvík og vonandi fyrir einvígið mun hún jafna sig fljótt á þessum meiðslum. Karina Denislavova Konstantinova var stigahæst hjá Keflavík með 21 stig. Karina var allt í öllu og tók einnig 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Njarðvík tapaði 24 boltum sem var níu boltum meira en Keflavík. Rúnar Ingi sagði í viðtali eftir leik að það hafði ekki verið mikil boltahreyfing hjá Njarðvík og átta stoðsendingar væru allt of lítið gegn Keflavík. Hvað gerist næst? Næsti leikur í einvíginu fer fram á fimmtudaginn klukkan 20:15 í Ljónagryfjunni. Hörður: Vorum að nota marga leikmenn á þeirra helstu hesta Hörður Axel Vilhjálmsson var ánægður með tíu stiga sigur á NjarðvíkVísir/Bára Dröfn Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með tíu stiga sigur á Njarðvík. „Sigurinn stendur upp úr í kvöld. Það var það sem við komum til að gera og ég var mjög sáttur með að ná sigrinum og það skipti öllu máli,“ sagði Hörður Axel í viðtali eftir leik. Keflavík var einu stigi yfir í hálfleik og Hörður Axel var nokkuð sáttur með framlag Keflavíkur í fyrri hálfleik. „Fyrri hálfleikur var fínn. Við vorum að rúlla á mörgum leikmönnum og vorum að nota marga varnarmenn á þeirra helstu hesta og að halda leiknum jöfnum í hálfleik var okkur í hag.“ Keflavík var með yfirhöndina í seinni hálfleik og Hörður var ánægður með hvernig Keflavík hægt og rólega tók yfir leikinn. „Ég var ánægður með hvernig við tókum yfir leikinn í seinni hálfleik. Njarðvík hitti úr nokkrum mjög erfiðum skotum í seinni hálfleik sem skilaði nokkrum körfum og við gátum ekkert gert í því. Við héldum áfram í seinni hálfleik og ég var mjög sáttur með hvernig við fundum réttu lausnirnar þegar við vorum yfir,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík
Keflavík byrjaði einvígi Reykjanesbæjar á sigri í fyrsta leik gegn Njarðvík í undanúrslitum Subway-deildar kvenna. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Keflavík var töluvert betri í seinni hálfleik og vann að lokum tíu stiga sigur 74-64. Það var rafmögnuð stemning í Blue-höllinni þegar nágrannarnir Keflavík og Njarðvík áttust við í fyrsta leik í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Heimakonur byrjuðu betur og tóku frumkvæðið. Daniela Wallen Morillo og Birna Valgerður Benónýsdóttir minntu á sig og gerðu 15 af 20 stigum Keflavíkur í fyrsta leikhluta. Skotnýting Njarðvíkur var hreinasta hörmung í fyrsta leikhluta. Eftir níu mínútur var Njarðvík með 16 prósent skotnýtingu í opnum leik á meðan Keflavík var með 60 prósent skotnýtingu. Þrátt fyrir það gerði Njarðvík síðustu tvær körfurnar og munurinn aðeins þrjú stig þegar leikhlutinn kláraðist. Eftir að hafa gert síðustu tvær körfurnar í fyrsta fjórðungi hélt Njarðvík áfram að hamra járnið á meðan það var heitt. Gestirnir gerðu fyrstu átta stigin í seinni hálfleik. Keflavík gaf ekkert eftir og svaraði með áhlaupi og komst fimm stigum yfir um miðjan annan leikhluta. Annar leikhluti einkenndist af áhlaupum beggja liða. Keflavík átti síðasta höggið í fyrri hálfleik þar sem heimakonur gerðu síðustu sex stigin. Staðan í hálfleik var 38-37. Njarðvík var með mikla yfirburði í fráköstunum og tók 27 fráköst í fyrri hálfleik sem var ellefu fráköstum meira en Keflavík og inn í því tók Njarðvík ellefu sóknarfráköst. Gestirnir byrjuðu á að taka þrjú sóknarfráköst strax í fyrstu tveimur sóknunum og það var orðinn mikil hausverkur fyrir Keflavík. Karina Denislavova Konstantinova tók mikið til sín undir lok þriðja leikhluta og dró vagninn hjá Keflavík. Karina gerði síðustu sjö stig Keflavíkur og heimakonur voru sex stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Vendipunkturinn í leiknum var þegar Aliyah A'taeya Collier meiddist og þurfti að fara af velli. Njarðvík var aðeins tveimur stigum undir þegar Collier fór út af en eftir það datt leikur Njarðvíkur niður og Keflavík gekk á lagið. Keflavík vann að lokum tíu stiga sigur 74-64. Af hverju vann Keflavík? Keflavík vann þrjá af fjórum leikhlutum og spilaði heilt yfir betur. Jafnræði var með liðunum framan af seinni hálfleik en Keflavík tók hægt og rólega yfir leikinn í fjórða leikhluta sem skilaði sigri. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah A'taeya Collier var með tvöfalda tvennu þar sem hún gerði 26 stig og tók 13 fráköst. Collier meiddist þegar átta mínútur voru eftir. Collier er mjög mikilvæg fyrir Njarðvík og vonandi fyrir einvígið mun hún jafna sig fljótt á þessum meiðslum. Karina Denislavova Konstantinova var stigahæst hjá Keflavík með 21 stig. Karina var allt í öllu og tók einnig 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Njarðvík tapaði 24 boltum sem var níu boltum meira en Keflavík. Rúnar Ingi sagði í viðtali eftir leik að það hafði ekki verið mikil boltahreyfing hjá Njarðvík og átta stoðsendingar væru allt of lítið gegn Keflavík. Hvað gerist næst? Næsti leikur í einvíginu fer fram á fimmtudaginn klukkan 20:15 í Ljónagryfjunni. Hörður: Vorum að nota marga leikmenn á þeirra helstu hesta Hörður Axel Vilhjálmsson var ánægður með tíu stiga sigur á NjarðvíkVísir/Bára Dröfn Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með tíu stiga sigur á Njarðvík. „Sigurinn stendur upp úr í kvöld. Það var það sem við komum til að gera og ég var mjög sáttur með að ná sigrinum og það skipti öllu máli,“ sagði Hörður Axel í viðtali eftir leik. Keflavík var einu stigi yfir í hálfleik og Hörður Axel var nokkuð sáttur með framlag Keflavíkur í fyrri hálfleik. „Fyrri hálfleikur var fínn. Við vorum að rúlla á mörgum leikmönnum og vorum að nota marga varnarmenn á þeirra helstu hesta og að halda leiknum jöfnum í hálfleik var okkur í hag.“ Keflavík var með yfirhöndina í seinni hálfleik og Hörður var ánægður með hvernig Keflavík hægt og rólega tók yfir leikinn. „Ég var ánægður með hvernig við tókum yfir leikinn í seinni hálfleik. Njarðvík hitti úr nokkrum mjög erfiðum skotum í seinni hálfleik sem skilaði nokkrum körfum og við gátum ekkert gert í því. Við héldum áfram í seinni hálfleik og ég var mjög sáttur með hvernig við fundum réttu lausnirnar þegar við vorum yfir,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum