Norðurlöndin töpuðu og stelpurnar okkar setja stefnuna á Sviss Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2023 15:09 Íslenska landsliðið var með á síðasta EM, í Englandi í fyrra, og tapaði ekki leik en varð þó að sætta sig við að falla úr leik í riðlakeppninni. VÍSIR/VILHELM UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, ákvað að velja Sviss sem leikstað fyrir næsta Evrópumót kvenna en það fer fram sumarið 2025. Norðurlöndin sóttust eftir því að fá að halda mótið og hefði þeim orðið að ósk sinni hefði mótið farið fram í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, með stuðningi Íslands og Færeyja. Sú ákvörðun var hins vegar tekin í dag að halda mótið í Sviss. Pólland og Frakkland höfðu einnig sóst eftir því að fá að halda mótið, sem og Úkraína áður en innrás Rússa í landið eyðilagði þær áætlanir. Evrópumótið fór síðast fram í Englandi í fyrra, ári síðar en vanalega vegna kórónuveirufaraldursins, og Ísland var þar meðal þátttakenda í fjórða skiptið í röð. Mæta gestgjöfum EM næsta þriðjudag Undankeppni EM hefst vorið 2024 og eru fimmtán sæti í boði á mótinu nú þegar ljóst er að Sviss hefur tryggt sér sæti þar sem gestgjafi. Íslenska liðið kom saman í gær vegna tveggja vináttulandsleikja en liðið mætir Nýja-Sjálandi í Antalya í Tyrklandi á föstudaginn. Stelpurnar okkar halda svo á staðinn þar sem EM fer fram eftir tvö ár því Ísland mætir Sviss í Zürich eftir viku. Íslenska kvennalandsliðið hefur hafið undirbúning sinn fyrir vináttuleiki gegn Nýja Sjálandi og Sviss. Training camp has started.#dottir pic.twitter.com/ODEyyvK8Y1— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 4, 2023 Leikirnir á EM í Sviss munu fara fram í átta borgum en þær eru Basel, Bern, Genf, Lucerne, Lausanne, Zürich, Thun, St. Gallen og Sion. Með því að smella hér er hægt að skoða leikvangana sem til stendur að spila á. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira
Norðurlöndin sóttust eftir því að fá að halda mótið og hefði þeim orðið að ósk sinni hefði mótið farið fram í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, með stuðningi Íslands og Færeyja. Sú ákvörðun var hins vegar tekin í dag að halda mótið í Sviss. Pólland og Frakkland höfðu einnig sóst eftir því að fá að halda mótið, sem og Úkraína áður en innrás Rússa í landið eyðilagði þær áætlanir. Evrópumótið fór síðast fram í Englandi í fyrra, ári síðar en vanalega vegna kórónuveirufaraldursins, og Ísland var þar meðal þátttakenda í fjórða skiptið í röð. Mæta gestgjöfum EM næsta þriðjudag Undankeppni EM hefst vorið 2024 og eru fimmtán sæti í boði á mótinu nú þegar ljóst er að Sviss hefur tryggt sér sæti þar sem gestgjafi. Íslenska liðið kom saman í gær vegna tveggja vináttulandsleikja en liðið mætir Nýja-Sjálandi í Antalya í Tyrklandi á föstudaginn. Stelpurnar okkar halda svo á staðinn þar sem EM fer fram eftir tvö ár því Ísland mætir Sviss í Zürich eftir viku. Íslenska kvennalandsliðið hefur hafið undirbúning sinn fyrir vináttuleiki gegn Nýja Sjálandi og Sviss. Training camp has started.#dottir pic.twitter.com/ODEyyvK8Y1— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 4, 2023 Leikirnir á EM í Sviss munu fara fram í átta borgum en þær eru Basel, Bern, Genf, Lucerne, Lausanne, Zürich, Thun, St. Gallen og Sion. Með því að smella hér er hægt að skoða leikvangana sem til stendur að spila á.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira