Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30.
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30. Stöð 2

Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Finnar gengu formlega í NATO í dag og urðu þar með 31. aðildarríki bandalagsins. Við sjáum myndir frá því þegar finnski fáninn var dreginn að húni við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins og fáum til okkar í settið sérfræðing í varnarmálum sem fer yfir áhrif þessa.

Biðin eftir neyslurými í langtímahúsnæði verður líklegast talin í mánuðum en ekki vikum, að sögn formanns velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Hún segir neyslurýmið hafi sannað gildi sitt og vill að heilbrigðisyfirvöld sjái til þess að þessi mikilvæga þjónusta verði í boði.

Þá sjáum við glænýjar myndir af Donald Trump að mæta fyrir dómara í New York, verðum í beinni frá vorsýningu Listdansskólans – sem haldin er í skugga fjöldauppsagna og óvissu um framtíð skólastarfsins og kíkjum í Reykholt þar sem nýtt gróðurhús fyrir jarðarberjarækt er risið. Þar verða íslensk ber ræktuð allt árið um kring.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×