Enski boltinn

Lampard gæti tekið við Chelsea út tímabilið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Frank Lampard mætti á sinn gamla heimavöll í gær.
Frank Lampard mætti á sinn gamla heimavöll í gær. getty/Jacques Feeney

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Frank Lampard gæti tekið við Chelsea og stýrt liðinu út tímabilið.

Lampard var á Stamford Bridge í gær og sá Chelsea gera markalaust jafntefli við Liverpool. Þetta var fyrsti leikur Chelsea eftir að Graham Potter var rekinn sem knattspyrnustjóri liðsins.

The Sun greinir frá því að Chelsea gæti leitað til Lampards og fengið hann til að klára tímabilið með liðinu.

Lampard hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Everton í janúar, eftir tæpt ár í starfi.

Lampard þekkir vel til hjá Chelsea. Hann lék með liðinu á árunum 2001-14 og er markahæsti leikmaður í sögu þess. Þá þjálfaði hann Chelsea á árunum 2019-21. Þar áður stýrði hann Derby County í eitt tímabil.

Chelsea er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Wolves á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×