Páll timbursali hlaut þyngsta dóminn í stóra kókaínmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2023 10:04 Jóhannes Páll Durr var sá eini af sakborningunum fjórum sem var viðstaddur dómsuppsöguna. Vísir/Hulda Margrét Fjórir íslenskir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í sex til tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu svokallaða. Tólf ára fangelsi er hámarksrefsing í málaflokknum. Elsti sakborningurinn er tæplega sjötugur og hlaut þyngstu refsinguna. Hinir þrír um þrítugt. Málið fjallar í grófum dráttum um fjóra íslenska karlmenn og tilraun þeirra til að smygla gríðarlegu magni af kókaíni til landsins, um hundrað kílóum. Efnin komu frá Brasilíu, voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi og er þáttur þeirra í málinu ólíkur. Saksóknari í málinu hafði krafist hámarksrefsingar fyrir sakborninga miðað við dóma í öðrum fíkniefnamálum sem hefðu fallið undanfarin misseri. Þótt ákærðu hefðu allir viðurkennt minniháttaraðild að málinu þá ætti það ekki að leiða til mildari refsingar. Magnið væri með öllu fordæmalaus, um hundrað kíló af nær hreinu kókaíni. Þá hefði innflutninginn verið mjög vel skipulagður. Fjórir fengu dóma Mennirnir fjórir voru allir ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og tilraun til stórfellds fíkniefnabrots. Þeir voru einnig allir ákærðir fyrir peningaþvætti. Sá liður hljóðar upp á samtals 63 milljónir. Mennirnir eru á aldrinum 27 til 68 ára. Páll Jónsson, timburinnflytjandi á sjötugsaldri, hlaut tíu ára fangelsisdóm. Fyrirtæki hans, „Hús og Harðviður“ var samkvæmt ákæru notað til peningaþvættis. Birgir Halldórsson, 27 ára karlmaður, hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir sína aðild. Jóhannes Páll Durr 28 ára hlaut sex ára fangelsisdóm. Hann er best þekktur fyrir að hafa um tíma verið liðsstjóri íslenska landsliðsins í efótbolta. Daði Björnsson, þrítugur karlmaður, hlaut sex og hálfs árs fangelsisdóm. Hann var einnig ákærður fyrir kannabisræktun og vörslu maríjúana. Dró úr því hve mikla peninga hann ætti að fá í sinn hlut Efnin voru flutt til Íslands í gegnum fyrirtæki hans Hús og harðvið. Páll tjáði lögreglu í skýrslutöku að hann hefði átt að fá þrjátíu milljónir króna fyrir að taka þátt í innflutningnum. Hann dró verulega úr því fyrir dómi og sagðist ekki hafa vitað um hve mikið magn væri að ræða. Efnin sem lögreglan í Rotterdam lagði hald á. Páll fékk í hendur síma sem var uppfærður reglulega. Jóhannes meðákærði hefði fengið honum reiðufé auk þess sem flug var í tvígang greitt fyrir hann ásamt hótelgistingu til að Páll gæti gengið frá lausum endum varðandi gáminn sem til stóð að flytja kókaín, falið í timbri, til landsins í. Páll hefði fengið síma sem hefði verið uppfærður reglulega. Hann hefði flutt inn efni sem hann vissi að væri kókaín. Hann hefði reglulega fengið reiðufé frá Jóhannesi auk þess sem flug hefði í tvígang verið greitt fyrir hann og hótel til að græja gáminn. Veigamikið þó hann væri ekki efstur í keðjunni Birgir Halldórsson neitaði að tjá sig um ýmsa hluti í yfirheyrslum hjá lögreglu og þverneitaði meðal annars að sími sem lagt var hald á við handtöku hans væri í hans eigu. Síðar greindi hann frá aðild sinni að málinu og mikilvægi símans við verkefnið. Saksóknari teiknaði upp þessa mynd af atburðarásinni. Um væri að ræða tvö lið. Lið 1 hefði séð um að koma efnunum til landsins.Vísir/SaltiJóns Þar var að finna samskipti Birgis við Jóhannes, æskuvin sinn og meðákærða, auk huldumannsins Nonna sem virðist hafa verið í lykilhlutverki við skipulagningu málsins. Lögregla hafði ekki hendur í hári Nonna við rannsókn málsins. Ákæruvaldið taldi ljóst að þótt hlutverk Birgis hefði verið veigamikið væri hann ekki efstur í keðjunni heldur téður „Nonni“. Lögregla hafi gripið inn í of snemma Jóhannes Durr var af saksóknara talinn tengiliður Birgis og Páls. Þeir sögðust ekki hafa vitað af hlutverki hvor annars í innflutningnum sem saksóknari taldi ekki geta staðist. Þeir gætu ekki hafa verið sendiboðar í sama málinu, vinir til margra ára, án þess að vita hvor af öðrum. Daði Björnsson, sem kom að málinu á lokastigum þess, þegar hann sótti efnin og átti að koma áfram, var handtekinn áður en hann hitti næsta aðila í keðjunni. Verjendur gagnrýndu vinnubrögð lögreglu sem fylgdi Daða eftir og settu spurningamerki við tímasetninguna á handtökunni. Vegna þess hefði lögregla glatað möguleika sínum á að ná til einhvers hærra í keðjunni. Saksóknari taldi huldumanninn Nonna hafa verið í aðalhlutverki varðandi dreifingu efnanna hérlendis. Þó væri hugsanlega þriðji aðili líka auk Daða sem sendur var eftir efnunum.Vísir/SaltiJóns Saksóknari sagði sama gilda um Daða og hina ákærðu, þeir væru allir meðvitaðir um þátttöku sína og samstarf. Þeir hefðu ákveðið að taka þátt. Megin markiðið hefði verið að flytja inn fíkniefni í ávinningsskyni. Hagnaður af slíkri sölu væri mjög mikill og tilgangurinn sá að græða mikla peninga. Þá skipti ekki máli hvort fjórmenningarnir hefðu verið aðalmenn eða ekki. Öll hlutverk skiptu máli. Að útvega timbrið, koma skilaboðum á milli, sjá til þess að allt gengi upp. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólsins. Hann gæti birst þar í dag en annars væntanlega ekki fyrr en eftir páska. Unnsteinn Elvarsson, verjandi Páls, sagði dóminn mjög þungan og í því ljósi yrði skoðað hvort tilefni væri til að áfrýja honum til Landsréttar. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Sjá meira
Málið fjallar í grófum dráttum um fjóra íslenska karlmenn og tilraun þeirra til að smygla gríðarlegu magni af kókaíni til landsins, um hundrað kílóum. Efnin komu frá Brasilíu, voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi og er þáttur þeirra í málinu ólíkur. Saksóknari í málinu hafði krafist hámarksrefsingar fyrir sakborninga miðað við dóma í öðrum fíkniefnamálum sem hefðu fallið undanfarin misseri. Þótt ákærðu hefðu allir viðurkennt minniháttaraðild að málinu þá ætti það ekki að leiða til mildari refsingar. Magnið væri með öllu fordæmalaus, um hundrað kíló af nær hreinu kókaíni. Þá hefði innflutninginn verið mjög vel skipulagður. Fjórir fengu dóma Mennirnir fjórir voru allir ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og tilraun til stórfellds fíkniefnabrots. Þeir voru einnig allir ákærðir fyrir peningaþvætti. Sá liður hljóðar upp á samtals 63 milljónir. Mennirnir eru á aldrinum 27 til 68 ára. Páll Jónsson, timburinnflytjandi á sjötugsaldri, hlaut tíu ára fangelsisdóm. Fyrirtæki hans, „Hús og Harðviður“ var samkvæmt ákæru notað til peningaþvættis. Birgir Halldórsson, 27 ára karlmaður, hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir sína aðild. Jóhannes Páll Durr 28 ára hlaut sex ára fangelsisdóm. Hann er best þekktur fyrir að hafa um tíma verið liðsstjóri íslenska landsliðsins í efótbolta. Daði Björnsson, þrítugur karlmaður, hlaut sex og hálfs árs fangelsisdóm. Hann var einnig ákærður fyrir kannabisræktun og vörslu maríjúana. Dró úr því hve mikla peninga hann ætti að fá í sinn hlut Efnin voru flutt til Íslands í gegnum fyrirtæki hans Hús og harðvið. Páll tjáði lögreglu í skýrslutöku að hann hefði átt að fá þrjátíu milljónir króna fyrir að taka þátt í innflutningnum. Hann dró verulega úr því fyrir dómi og sagðist ekki hafa vitað um hve mikið magn væri að ræða. Efnin sem lögreglan í Rotterdam lagði hald á. Páll fékk í hendur síma sem var uppfærður reglulega. Jóhannes meðákærði hefði fengið honum reiðufé auk þess sem flug var í tvígang greitt fyrir hann ásamt hótelgistingu til að Páll gæti gengið frá lausum endum varðandi gáminn sem til stóð að flytja kókaín, falið í timbri, til landsins í. Páll hefði fengið síma sem hefði verið uppfærður reglulega. Hann hefði flutt inn efni sem hann vissi að væri kókaín. Hann hefði reglulega fengið reiðufé frá Jóhannesi auk þess sem flug hefði í tvígang verið greitt fyrir hann og hótel til að græja gáminn. Veigamikið þó hann væri ekki efstur í keðjunni Birgir Halldórsson neitaði að tjá sig um ýmsa hluti í yfirheyrslum hjá lögreglu og þverneitaði meðal annars að sími sem lagt var hald á við handtöku hans væri í hans eigu. Síðar greindi hann frá aðild sinni að málinu og mikilvægi símans við verkefnið. Saksóknari teiknaði upp þessa mynd af atburðarásinni. Um væri að ræða tvö lið. Lið 1 hefði séð um að koma efnunum til landsins.Vísir/SaltiJóns Þar var að finna samskipti Birgis við Jóhannes, æskuvin sinn og meðákærða, auk huldumannsins Nonna sem virðist hafa verið í lykilhlutverki við skipulagningu málsins. Lögregla hafði ekki hendur í hári Nonna við rannsókn málsins. Ákæruvaldið taldi ljóst að þótt hlutverk Birgis hefði verið veigamikið væri hann ekki efstur í keðjunni heldur téður „Nonni“. Lögregla hafi gripið inn í of snemma Jóhannes Durr var af saksóknara talinn tengiliður Birgis og Páls. Þeir sögðust ekki hafa vitað af hlutverki hvor annars í innflutningnum sem saksóknari taldi ekki geta staðist. Þeir gætu ekki hafa verið sendiboðar í sama málinu, vinir til margra ára, án þess að vita hvor af öðrum. Daði Björnsson, sem kom að málinu á lokastigum þess, þegar hann sótti efnin og átti að koma áfram, var handtekinn áður en hann hitti næsta aðila í keðjunni. Verjendur gagnrýndu vinnubrögð lögreglu sem fylgdi Daða eftir og settu spurningamerki við tímasetninguna á handtökunni. Vegna þess hefði lögregla glatað möguleika sínum á að ná til einhvers hærra í keðjunni. Saksóknari taldi huldumanninn Nonna hafa verið í aðalhlutverki varðandi dreifingu efnanna hérlendis. Þó væri hugsanlega þriðji aðili líka auk Daða sem sendur var eftir efnunum.Vísir/SaltiJóns Saksóknari sagði sama gilda um Daða og hina ákærðu, þeir væru allir meðvitaðir um þátttöku sína og samstarf. Þeir hefðu ákveðið að taka þátt. Megin markiðið hefði verið að flytja inn fíkniefni í ávinningsskyni. Hagnaður af slíkri sölu væri mjög mikill og tilgangurinn sá að græða mikla peninga. Þá skipti ekki máli hvort fjórmenningarnir hefðu verið aðalmenn eða ekki. Öll hlutverk skiptu máli. Að útvega timbrið, koma skilaboðum á milli, sjá til þess að allt gengi upp. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólsins. Hann gæti birst þar í dag en annars væntanlega ekki fyrr en eftir páska. Unnsteinn Elvarsson, verjandi Páls, sagði dóminn mjög þungan og í því ljósi yrði skoðað hvort tilefni væri til að áfrýja honum til Landsréttar.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Sjá meira
Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00