„Það endar aldrei vel ef fólk er að nota vímuefni undir stýri,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, stöðvarstjóri á Lögreglustöð 1 sem sinnir málinu. En slysið varð nálægt miðnætti í gærkvöldi.
Íbúum Laugarneshverfis brá í brún í gær þegar þeir sáu rauðan fólksbíl á hvolfi ofan í húsgrunninum. Verið er að byggja stækkun við Grand Hotel. En bíllinn var að keyra af Gullteig þegar hann hafnaði í holunni. Búið er að fjarlægja bifreiðina úr holunni.

Aðspurður um hvort að svæðið sé nógu vel merkt og upplýst segist Ásmundur ekki hafa upplýsingar um það en hann telur þó að ástand ökumannsins hafi spilað stærstu rulluna um hvernig fór. Það sé mikil mildi að ekki hafi orðið slys á fólki. Biðlar hann til ökumanna að fara varlega um páskana.

