Vill ekki vera forseti eftir krefjandi mánuði Máni Snær Þorláksson skrifar 5. apríl 2023 11:31 Kristján Þórður hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í embætti forseta ASÍ Vísir/Egill Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í embætti forseta ASÍ á framhaldsþingi sambandsins sem fer fram í lok mánaðar. Hann mun hins vegar gefa kost á sér í embætti fyrsta varaforseta. „Undanfarnir mánuðir hafa verið afar krefjandi en þó mjög skemmtilegir, á meðan ég hef sinnt embætti forseta ASÍ samhliða því að vera formaður RSÍ,“ segir Kristján í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Kristján Þórður var fyrsti varaforseti sambandsins þegar Drífa Snædal sagði af sér sem forseti þess. Hann tók því við og átti að sinna embættinu fram að þingi ASÍ sem fór fram í október síðastliðnum. Þingið átti svo eftir að vera ansi viðburðarríkt en á öðrum degi þess gengu tugir út af því. Meðal þeirra sem gengu út voru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en sá síðastnefndi hafði boðið sig fram til forseta ASÍ. Sólveig og Vilhjálmur höfðu boðið sig fram í embætti annars og þriðja varaforseta en þau drógu öll framboðin sín til baka. Í kjölfarið var ákveðið að fresta þinginu og kosningu í embætti um hálft ár. Vill ennþá vera fyrsti varaforseti Kristján segist oft hafa verið spurður að því hvort hann ætli að gefa kost á sér til að sinna embætti forseta ASÍ á komandi þingi. Þá hafi hann fengið gríðarlega mikla hvatningu frá fjölmörgum víðsvegar um landið. Hann segist vera þakklátur fyrir það. Á síðasta þingi gaf hann kost á sér til að vera fyrsti varaforseti á síðasta ársþingi ASÍ. Hann segir það framboð ennþá vera í gildi. Hann mun því gefa kost á sér í það embætti á framhaldsþinginu en ekki í embætti forseta. „Ég hef lagt mikið á mig við að reyna að bæta stöðu mála innan ASÍ þrátt fyrir þessar aðstæður og er sáttur við mitt framlag þó svo maður hefði að sjálfsögðu viljað hafa meiri tíma til þess að sinna þessu. Öflugt starfsfólk ASÍ hefur sýnt sig og sannað á þessum tíma, við búum að samheldum og góðum hópi starfsfólks. Ég er gríðarlega þakklátur starfsfólkinu fyrir þeirra störf.“ Að lokum segir Kristján að hann hafi sett meiri kraft í málefni Rafiðnaðarsambandsins frá því að þingi ASÍ var frestað. Enda risastór verkefni í gangi þar og ég mun snúa mér að málefnum RSÍ af fullum þunga fram að og í kjölfar framhaldsþings ASÍ,“ segir hann. „En með öflugu starfsfólki RSÍ og stjórn auk starfsfólks Fagfélaganna hefur þessi tími gengið vel þrátt fyrir aðstæður.“ ASÍ Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
„Undanfarnir mánuðir hafa verið afar krefjandi en þó mjög skemmtilegir, á meðan ég hef sinnt embætti forseta ASÍ samhliða því að vera formaður RSÍ,“ segir Kristján í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Kristján Þórður var fyrsti varaforseti sambandsins þegar Drífa Snædal sagði af sér sem forseti þess. Hann tók því við og átti að sinna embættinu fram að þingi ASÍ sem fór fram í október síðastliðnum. Þingið átti svo eftir að vera ansi viðburðarríkt en á öðrum degi þess gengu tugir út af því. Meðal þeirra sem gengu út voru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en sá síðastnefndi hafði boðið sig fram til forseta ASÍ. Sólveig og Vilhjálmur höfðu boðið sig fram í embætti annars og þriðja varaforseta en þau drógu öll framboðin sín til baka. Í kjölfarið var ákveðið að fresta þinginu og kosningu í embætti um hálft ár. Vill ennþá vera fyrsti varaforseti Kristján segist oft hafa verið spurður að því hvort hann ætli að gefa kost á sér til að sinna embætti forseta ASÍ á komandi þingi. Þá hafi hann fengið gríðarlega mikla hvatningu frá fjölmörgum víðsvegar um landið. Hann segist vera þakklátur fyrir það. Á síðasta þingi gaf hann kost á sér til að vera fyrsti varaforseti á síðasta ársþingi ASÍ. Hann segir það framboð ennþá vera í gildi. Hann mun því gefa kost á sér í það embætti á framhaldsþinginu en ekki í embætti forseta. „Ég hef lagt mikið á mig við að reyna að bæta stöðu mála innan ASÍ þrátt fyrir þessar aðstæður og er sáttur við mitt framlag þó svo maður hefði að sjálfsögðu viljað hafa meiri tíma til þess að sinna þessu. Öflugt starfsfólk ASÍ hefur sýnt sig og sannað á þessum tíma, við búum að samheldum og góðum hópi starfsfólks. Ég er gríðarlega þakklátur starfsfólkinu fyrir þeirra störf.“ Að lokum segir Kristján að hann hafi sett meiri kraft í málefni Rafiðnaðarsambandsins frá því að þingi ASÍ var frestað. Enda risastór verkefni í gangi þar og ég mun snúa mér að málefnum RSÍ af fullum þunga fram að og í kjölfar framhaldsþings ASÍ,“ segir hann. „En með öflugu starfsfólki RSÍ og stjórn auk starfsfólks Fagfélaganna hefur þessi tími gengið vel þrátt fyrir aðstæður.“
ASÍ Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira