Innlent

Stefán Arnar sá sem fannst látinn í Reykja­nes­bæ

Bjarki Sigurðsson skrifar
Leitað hafði verið að Stefáni í rúman mánuð.
Leitað hafði verið að Stefáni í rúman mánuð.

Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur staðfest að Stefán Arnar Gunnarsson var sá sem fannst látinn í fjöruborðinu við Fitjabraut í Reykjanesbæ um helgina. Leitað hafði verið að Stefáni síðan 3. mars síðastliðinn.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lögreglunnar. Þar kemur fram að ekki sé talið að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti. 

Greint var frá líkfundinum á sunnudaginn en þá kom fram að gangandi vegfarandi hafi tilkynnt lögreglu um fundinn um hádegisbilið. 

Síðasta mánuðinn hefur farið fram umfangsmikil leit að Stefáni eftir að hann fór frá heimili sínu þann 3. mars síðastliðinn. Við sögu komu drónar, þyrla, kafarar og spor- og víðavangsleitarhundar, ásamt björgunarfólki. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×