Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 73-95 | Kraftmikið svar Valsmanna Kári Mímisson skrifar 7. apríl 2023 20:16 vísir/bára Valur mætti Stjörnunni í öðrum leik liðanna í úrslitakeppninni. Leikið var í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Stjarnan vann fyrri leik liðanna á Hlíðarenda síðastliðinn þriðjudag og því var þó nokkur pressa á Val hér í dag. Þetta var sjötta viðureign liðanna í vetur. Valur hafði fyrir kvöldið unnið fjórar og Stjarnan eina. Allir þessir leikir voru afar jafnir og því mátti reikna með að það sama væri upp á teningnum í dag en annað kom þó á daginn. Stjarnan skoraði fyrstu stig leiksins þegar Adama Darbo setti niður þrist en eftir það var leikurinn algjör eign Vals. Liðið sýndi hver tilþrifin á fætur öðrum og varnarleikur liðsins var gjörsamlega geggjaður. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 11-22 fyrir gestunum sem höfðu öll völd á vellinum og sýndu sínar bestu hliðar allir sem einn. Yfirburðirnir héldu svo áfram í öðrum leikhluta. Það var alveg sama hvað Stjarnan reyndi og gerði, Valsmenn áttu alltaf svar við því. Pablo Bertone var gjörsamlega frábær og skoraði 17 stig í fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 33-50 og því ærið verkefni fyrir Arnar Guðjónsson, þjálfara Stjörnunnar, að reyna að blása lífi í þennan leik. Valur hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og yfirburðirnir miklir. Stjarnan var í miklu veseni með að finna körfuna og vítanýtingin var mjög slæm. Stjarnan náði smá áhlaupi undir lokin og á sama tíma fékk Kári Jónsson sína fimmtu villu en þetta var bara of lítið og of seint. Sannfærandi sigur Vals er niðurstaða dagsins. Pablo Bertone var stigahæstur hjá Val með 27 stig og Callum Lawson kom á eftir honum með 18 stig. Hjá heimamönnum var Dagur Kár Jónsson stigahæstur með 16 stig. Af hverju vann Valur? Varnarleikur liðsins var miklu betri í dag en á þriðjudaginn. Liðið fékk framlag alls staðar af vellinum og skotnýtingin var góð. Þegar Valur spilar svona þá fullyrði ég það að ekkert lið í deildinni geti stöðvað þá. Hverjir stóðu upp úr? Pablo Bertone og Callum Lawson voru fremstir meðal jafningja í dag. Það skipti svo sem ekki öllu máli hverjir voru inn á hjá Val, allir komu með eitthvað að borðinu. Hvað gekk illa? Skotnýting Stjörnunnar var ekki góð og þá sérstaklega ekki á vítalínunni. Liðið átti á köflum mjög erfitt með að finna körfuna og gerði til að mynda bara fjórar körfur í fyrsta leikhluta. Hvað gerist næst? Það er enn allt í járnum í þessu einvígi. Liðin mætast næst á Hlíðarenda á þriðjudaginn klukkan 20:15. Stjarnan getur tekið fullt út úr þessum leik fyrir næstu viðureign svo þá má reikna með mjög góðum leik á Hlíðarenda næsta þriðjudag. „Valur betra liðið í dag“ „Betra liðið vann í dag. Valur var betra liðið í dag og verðskulduðu sigurinn. Varnarleikurinn var ekkert sérstaklega góður og þeir skoruðu mjög auðveldlega á okkur. Við fundum ekki lausnir sóknarlega, ætluðum alltaf að svara hverri körfu fyrir sig mjög hratt en það gekk illa.“ En er Arnar með einhver svör fyrir leik þrjú? „Við munum ekki gera nákvæmlega það sama og í dag, það gefur auga leið.“ Subway-deild karla Stjarnan Valur Tengdar fréttir „Skiptir ekki máli hvort þú vinnir með einu eða tuttugu stigum“ Valur lagði Stjörnuna í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Subway-deildarinnar. Lokatölur í Umhyggjuhöllinni voru 73-95. 7. apríl 2023 19:50
Valur mætti Stjörnunni í öðrum leik liðanna í úrslitakeppninni. Leikið var í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Stjarnan vann fyrri leik liðanna á Hlíðarenda síðastliðinn þriðjudag og því var þó nokkur pressa á Val hér í dag. Þetta var sjötta viðureign liðanna í vetur. Valur hafði fyrir kvöldið unnið fjórar og Stjarnan eina. Allir þessir leikir voru afar jafnir og því mátti reikna með að það sama væri upp á teningnum í dag en annað kom þó á daginn. Stjarnan skoraði fyrstu stig leiksins þegar Adama Darbo setti niður þrist en eftir það var leikurinn algjör eign Vals. Liðið sýndi hver tilþrifin á fætur öðrum og varnarleikur liðsins var gjörsamlega geggjaður. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 11-22 fyrir gestunum sem höfðu öll völd á vellinum og sýndu sínar bestu hliðar allir sem einn. Yfirburðirnir héldu svo áfram í öðrum leikhluta. Það var alveg sama hvað Stjarnan reyndi og gerði, Valsmenn áttu alltaf svar við því. Pablo Bertone var gjörsamlega frábær og skoraði 17 stig í fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 33-50 og því ærið verkefni fyrir Arnar Guðjónsson, þjálfara Stjörnunnar, að reyna að blása lífi í þennan leik. Valur hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og yfirburðirnir miklir. Stjarnan var í miklu veseni með að finna körfuna og vítanýtingin var mjög slæm. Stjarnan náði smá áhlaupi undir lokin og á sama tíma fékk Kári Jónsson sína fimmtu villu en þetta var bara of lítið og of seint. Sannfærandi sigur Vals er niðurstaða dagsins. Pablo Bertone var stigahæstur hjá Val með 27 stig og Callum Lawson kom á eftir honum með 18 stig. Hjá heimamönnum var Dagur Kár Jónsson stigahæstur með 16 stig. Af hverju vann Valur? Varnarleikur liðsins var miklu betri í dag en á þriðjudaginn. Liðið fékk framlag alls staðar af vellinum og skotnýtingin var góð. Þegar Valur spilar svona þá fullyrði ég það að ekkert lið í deildinni geti stöðvað þá. Hverjir stóðu upp úr? Pablo Bertone og Callum Lawson voru fremstir meðal jafningja í dag. Það skipti svo sem ekki öllu máli hverjir voru inn á hjá Val, allir komu með eitthvað að borðinu. Hvað gekk illa? Skotnýting Stjörnunnar var ekki góð og þá sérstaklega ekki á vítalínunni. Liðið átti á köflum mjög erfitt með að finna körfuna og gerði til að mynda bara fjórar körfur í fyrsta leikhluta. Hvað gerist næst? Það er enn allt í járnum í þessu einvígi. Liðin mætast næst á Hlíðarenda á þriðjudaginn klukkan 20:15. Stjarnan getur tekið fullt út úr þessum leik fyrir næstu viðureign svo þá má reikna með mjög góðum leik á Hlíðarenda næsta þriðjudag. „Valur betra liðið í dag“ „Betra liðið vann í dag. Valur var betra liðið í dag og verðskulduðu sigurinn. Varnarleikurinn var ekkert sérstaklega góður og þeir skoruðu mjög auðveldlega á okkur. Við fundum ekki lausnir sóknarlega, ætluðum alltaf að svara hverri körfu fyrir sig mjög hratt en það gekk illa.“ En er Arnar með einhver svör fyrir leik þrjú? „Við munum ekki gera nákvæmlega það sama og í dag, það gefur auga leið.“
Subway-deild karla Stjarnan Valur Tengdar fréttir „Skiptir ekki máli hvort þú vinnir með einu eða tuttugu stigum“ Valur lagði Stjörnuna í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Subway-deildarinnar. Lokatölur í Umhyggjuhöllinni voru 73-95. 7. apríl 2023 19:50
„Skiptir ekki máli hvort þú vinnir með einu eða tuttugu stigum“ Valur lagði Stjörnuna í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Subway-deildarinnar. Lokatölur í Umhyggjuhöllinni voru 73-95. 7. apríl 2023 19:50
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti