Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 93-77 | Haukar sýndu klærnar Andri Már Eggertsson skrifar 9. apríl 2023 16:45 vísir/diego Haukar voru ekki á því að fara í sumarfrí. Haukar spiluðu frábærlega á báðum endum vallarins. Líkt og í seinasta leik í Ólafssal komust Haukar tuttugu stigum yfir en Haukar höfðu lært af þeim leik. Heimakonur voru ekki að fara að tapa góðu forskoti aftur niður. Haukar unnu á endanum sextán stiga sigur 93-77. Valur leiðir einvígið 2-1. Staðan var einföld fyrir Hauka það var annað hvort sigur eða sumarfrí þar sem Valur hafði unnið fyrstu tvo leikina. Valur tók frumkvæðið í dag með því að gera sjö stig í röð sem varð til þess að Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tók leikhlé. Hann ætlaði ekki að láta síðasta leik endurtaka sig þar sem Valur komst snemma tíu stigum yfir og sleppti aldrei takinu. Haukar svöruðu leikhléi Bjarna með því að gera síðustu fjórtán stigin í fyrsta leikhluta. Það gekk ekkert upp hjá Val á báðum endum vallarins. Eftir lélegan endi á fyrsta leikhluta komst Valur betur inn í leikinn í öðrum leikhluta. Haukar náðu að skrúfa upp hraðann þegar líða tók á annan leikhluta og Valskonur áttu í stökustu vandræðum með orkustig Hauka. Haukar kaffærðu Val með hreyfanlegum varnarleik og ítrekuðu áætlunarferðum í átt að hringnum sem Valsarar áttu í miklum erfiðleikum með að passa. Á nokkrum mínútum fór staðan úr 27-24 í 44-26. Valur var að hitta afar illa fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik. Gestirnir tóku fimmtán þriggja stiga skot og hittu aðeins úr einu. Haukar voru sautján stigum yfir í hálfleik 44-27. Haukar stigu á bensíngjöfina í þriðja leikhluta. Heimakonur settu niður fimm þrista á fimm mínútum. Öll stemmning var með Haukum sem komust tuttugu og átta stigum yfir þegar þriðji leikhluti var hálfnaður. Haukar voru tuttugu og einu stigi yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Fjórði leikhluti var aldrei spennandi. Valskonum tókst ekki að ógna forskoti Hauka og fjórði leikhluti var aðallega notaður til að leyfa öllum að spila. Haukar unnu á endanum sextán stiga sigur 93-77. Af hverju unnu Haukar? Haukar áttu frábæran kafla í öðrum leikhluta þar sem allt gekk upp. Haukar keyrðu upp hraðann og voru út um allan völl varnarlega sem þvingaði Val í mikið af mistökum. Haukar keyrðu mikið á körfuna sem skilaði auðveldum körfum. Haukar héldu áfram að spila vel í þriðja leikhluta og fóru að hitta betur úr þriggja stiga skotum sem varð til þess að Haukar komust mest tuttugu og átta stigum yfir. Hverjar stóðu upp úr? Keira Breeanne Robinson fór á kostum í dag. Keira gerði 26 stig, tók 15 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Keira var framlagshæst með 42 framlagspunkta. Elísabeth Ýr Ægisdóttir spilaði einnig afar vel. Elísabeth gerði 13 stig, tók 8 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Elísabeth endaði með 24 framlagspunkta. Hvað gekk illa? Þriggja stiga nýting Vals var skelfileg. Valur tók 26 þriggja stiga skot og hitti aðeins úr fimm. Á meðan Haukar voru með 40 prósent þriggja stiga nýtingu. Valur tók 33 fráköst í leiknum sem var þrettán fráköstum minna en Haukar. Hvað gerist næst? Liðin mætast næst á fimmtudaginn í Origo-höllinni klukkan 20:15. „Þetta er einvígi og við vissum að þær myndu bíta frá sér“ Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir leikVísir/Pawel Cieslikiewicz Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var svekktur með tap gegn Haukum í Ólafssal. „Þær voru grimmari í öllum aðgerðum. Þær tóku fleiri fráköst og gerðu allt betur en við í dag. Hvort það var kæruleysi eða við smeykar veit ég ekki,“ sagði Ólafur Jónas eftir leik Valur vann fyrstu tvo leikina gegn Haukum en þrátt fyrir að hafa tapað með sextán stigum í dag þá var ekkert í leik Hauka sem kom Ólafi á óvart. „Þær fóru að hlaupa meira en þær hafa gert og okkur gekk illa að stöðva þær. Við gerðum mikið af mistökum í dag sem varð til þess að Haukar fengu mikið af opnum þristum á meðan við gátum ekki keypt okkur körfu. Við fengum fullt af opnum skotum en boltinn fór ekki ofan í og það er erfitt að vinna leiki þegar aðeins annað liðið hittir vel.“ Valur var aðeins með nítján prósent þriggja stiga nýtingu á meðan Haukar voru með fjörutíu prósent þriggja stiga nýtingu. „Við enduðum á að hitta aðeins úr fimm þriggja stiga skotum úr tuttugu og sex skotum. Þetta er einvígi og við vissum að þær myndu bíta frá sér og nú þurfum við að mæta klárar í næsta leik,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson að lokum. Subway-deild kvenna Haukar Valur
Haukar voru ekki á því að fara í sumarfrí. Haukar spiluðu frábærlega á báðum endum vallarins. Líkt og í seinasta leik í Ólafssal komust Haukar tuttugu stigum yfir en Haukar höfðu lært af þeim leik. Heimakonur voru ekki að fara að tapa góðu forskoti aftur niður. Haukar unnu á endanum sextán stiga sigur 93-77. Valur leiðir einvígið 2-1. Staðan var einföld fyrir Hauka það var annað hvort sigur eða sumarfrí þar sem Valur hafði unnið fyrstu tvo leikina. Valur tók frumkvæðið í dag með því að gera sjö stig í röð sem varð til þess að Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tók leikhlé. Hann ætlaði ekki að láta síðasta leik endurtaka sig þar sem Valur komst snemma tíu stigum yfir og sleppti aldrei takinu. Haukar svöruðu leikhléi Bjarna með því að gera síðustu fjórtán stigin í fyrsta leikhluta. Það gekk ekkert upp hjá Val á báðum endum vallarins. Eftir lélegan endi á fyrsta leikhluta komst Valur betur inn í leikinn í öðrum leikhluta. Haukar náðu að skrúfa upp hraðann þegar líða tók á annan leikhluta og Valskonur áttu í stökustu vandræðum með orkustig Hauka. Haukar kaffærðu Val með hreyfanlegum varnarleik og ítrekuðu áætlunarferðum í átt að hringnum sem Valsarar áttu í miklum erfiðleikum með að passa. Á nokkrum mínútum fór staðan úr 27-24 í 44-26. Valur var að hitta afar illa fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik. Gestirnir tóku fimmtán þriggja stiga skot og hittu aðeins úr einu. Haukar voru sautján stigum yfir í hálfleik 44-27. Haukar stigu á bensíngjöfina í þriðja leikhluta. Heimakonur settu niður fimm þrista á fimm mínútum. Öll stemmning var með Haukum sem komust tuttugu og átta stigum yfir þegar þriðji leikhluti var hálfnaður. Haukar voru tuttugu og einu stigi yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Fjórði leikhluti var aldrei spennandi. Valskonum tókst ekki að ógna forskoti Hauka og fjórði leikhluti var aðallega notaður til að leyfa öllum að spila. Haukar unnu á endanum sextán stiga sigur 93-77. Af hverju unnu Haukar? Haukar áttu frábæran kafla í öðrum leikhluta þar sem allt gekk upp. Haukar keyrðu upp hraðann og voru út um allan völl varnarlega sem þvingaði Val í mikið af mistökum. Haukar keyrðu mikið á körfuna sem skilaði auðveldum körfum. Haukar héldu áfram að spila vel í þriðja leikhluta og fóru að hitta betur úr þriggja stiga skotum sem varð til þess að Haukar komust mest tuttugu og átta stigum yfir. Hverjar stóðu upp úr? Keira Breeanne Robinson fór á kostum í dag. Keira gerði 26 stig, tók 15 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Keira var framlagshæst með 42 framlagspunkta. Elísabeth Ýr Ægisdóttir spilaði einnig afar vel. Elísabeth gerði 13 stig, tók 8 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Elísabeth endaði með 24 framlagspunkta. Hvað gekk illa? Þriggja stiga nýting Vals var skelfileg. Valur tók 26 þriggja stiga skot og hitti aðeins úr fimm. Á meðan Haukar voru með 40 prósent þriggja stiga nýtingu. Valur tók 33 fráköst í leiknum sem var þrettán fráköstum minna en Haukar. Hvað gerist næst? Liðin mætast næst á fimmtudaginn í Origo-höllinni klukkan 20:15. „Þetta er einvígi og við vissum að þær myndu bíta frá sér“ Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir leikVísir/Pawel Cieslikiewicz Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var svekktur með tap gegn Haukum í Ólafssal. „Þær voru grimmari í öllum aðgerðum. Þær tóku fleiri fráköst og gerðu allt betur en við í dag. Hvort það var kæruleysi eða við smeykar veit ég ekki,“ sagði Ólafur Jónas eftir leik Valur vann fyrstu tvo leikina gegn Haukum en þrátt fyrir að hafa tapað með sextán stigum í dag þá var ekkert í leik Hauka sem kom Ólafi á óvart. „Þær fóru að hlaupa meira en þær hafa gert og okkur gekk illa að stöðva þær. Við gerðum mikið af mistökum í dag sem varð til þess að Haukar fengu mikið af opnum þristum á meðan við gátum ekki keypt okkur körfu. Við fengum fullt af opnum skotum en boltinn fór ekki ofan í og það er erfitt að vinna leiki þegar aðeins annað liðið hittir vel.“ Valur var aðeins með nítján prósent þriggja stiga nýtingu á meðan Haukar voru með fjörutíu prósent þriggja stiga nýtingu. „Við enduðum á að hitta aðeins úr fimm þriggja stiga skotum úr tuttugu og sex skotum. Þetta er einvígi og við vissum að þær myndu bíta frá sér og nú þurfum við að mæta klárar í næsta leik,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum